Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 6
98 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og kennsla íslenskrar stafsetningar hefði átt að móta ritvenju hans fastar en flestra dauðlegra manna. En þar rættust ritningarorð, að sá, sem eykur þekking sína, eykur kvöl sína. Hann hafði spurt Jón rektor Þorkelsson, ; orðabókarhöfundinn, sem var marglærðastur manna um íslenskar orðmyndir, hvort hann vissi, hvar y ætti að vera : „Nei, ekki ailtaf," svaraði Jón Þorkels- son. Þá hætti Björn Ólsen að rita y og barðist fyrir afnámi þess þá áratugi, sem hann átti ólifaða. — Menn vita síðan, að enginn ein- staklingur megnar að breyta slíku. En áhrifin af stefnu Ólsens lifa enn í landinu, þótt ekki sé neinn þjóð- vilji fyrir fullu afnámi yfsilons. Andstæðingar upprunastaf- setningar, spor til fyrningar 1929. Fjölnismenn hófu baráttu fyrir framburðarstafsetning 1836, í 2. árg. Fjölnis. Konráð Gíplason og Jónas Hallgrímsson reistu mál al- þýðunnar úr öskustó og sáu, að Helga úr öskustónni var fögur. Þeir vildu gera föt hennar sem aðskorn- ust og náttúrlegust, eins og hver elskhugi vill við stúlkuna sína, og þeir hötuðu hverja málfyrning, sem stríddi gegn þátíðarframburð- inum. í öðrum atriðum unnu þeir betur en nokkrir menn aðrir að endurlífgun fornmáls. Framburðarstafsetning sigraði ekki, og því fór betur, segi ég og hlýt að vera andvígur meginboð- orði hennar, svo lengi sem ekki er búið að temja allt talmál miklu rækilegar en tamið verður fram yfir árið 2000 að minnsta kostb Ilér skal eigi rúmi eytt til að rekja stafsetningardeilur. Tillögur Björns M. Ólsens gengu í fram- burðarátt, en miklu skemmra en Fjölnismanna. Að ráðum Jóns Þór- arinssonar fræðslumálastjóra var í stjórnartíð Jóns Magnússonar ráðherra fest sú skólastafsetning, sem næst hefur komist framburði hér á landi. Núgildandi skólastafsetning var löggilt með stjórnarráðsauglýsing 25. febrúar 1929. Aðalatriðin í breytingunum þá voru, eins og seg- ir í formála að ritreglum Frev- steins Gunnarssonar það ár, að rita skyldi é og z og enn fremur tvö- faldan samhljóða, þar sem stofn visar til. Markmiðið var að færa stafsetning eins langt til uppruna og hægt væri í nútíðarmáli. Einn þáttur þessarar breytingar varð ekki framkvæmdur nema í framhaldsskólum og lifði því eins konar skuggatilveru lengi vel. Það v^r a;. jEftir 23 ára réynslu stend- ul: liún enn veikum fæti. Ég’ tel sennilegt, að hún verði afnumin, og varla ómaksvert í þessari grein, að herða fast á eftir því afnámi. Orðið nútíðarstafsetning táknar hér því stafsetninguna frá 1929 án tillits til þess, hvort z ritist eða ekki. Orðið framburðarstafsetning táknar rithátt, sem er Fjölnisstaf- setning eða enn nær framburði. Upprunastafsetning, fullkomin, er óhugsanleg. En með því að fyrna stafsetning Eddukvæða eins langt aftur og hægt er að hugsa sér með aðstoð íslenskra málfræðirita (ís- lenzk tunga í fornöld eftir Alex- ander Jóhannesson, Stafsetningar- orðabók með skýringum eftir Hall- dór Halldórsson) geta greindir menn samið sér einkaréttritun, ef þeir vilja, eftir upprunasjónarmið- um frá dögum Jörmunrekks og Sigurðar Fáfnisbana. Aldrei vildi ég banna neinum að fyrna mál sjálfs sín, þótt stafsetning skóla ætti að breytast í auðveldara horf. Nútíðarstafsetning er ekki mis- heppnað spor, sem stigið verði til baka og réttritun Jóns Magnússon- ar sett í staðinn. En það spor sló því föstu, að nær fornmáli kemst almenna stafsetningin ekki fram- ar. Og næsta stafsetningarbreyting hlýtur að verða í hina áttina, sátta- spor, sem minnki bilið milh rit- festu og framburðar. Síðustu ár hafa heyrst raddir merkra manna um það. Myndræm stafsetning, sem ég kalla, er hugsuð frá þverstæðu sjónarmiði bæði við framburð og uppruna, ef í ágreining fer. Ein- mitt þess vegna hygg ég hún sé eina leiðin til samræmis úr glund- roða. Hvað er myndræmi málsins og samræmismyndir? Myndræmi, sem táknar m. a. samlögunarafl orðmynda, samræm- ingarafl sjónmynda, sem algengar eru, er hugsað á myndræman hátt, skíring þess sjálfs væri hentugt dæmi um málsögufyrirbrigðið. Skyldleiki við mynd og samræmi er hverju mannsbarni ljós undir- eins, og af því leiðir þessa á- lykun: Myndræmust er sú stafsetning- in, sem bestar og fastastar sjón- myndir grópar í vitund unglinga. Sjónmyndir þessar mega ekki truflast af meðvitandi árekstri við framburð, en vitundarlítið ósam- ræmi gerir ekkert. Þær mega ekki truflast af grun og ótta um sam- blöndun við öðruvísi skrifuð orð né af því upprunagrufli, sem slitið er úr tengslum við merking orðs- ins. Upprunagrufl, sem dýpkar merking orðsins, styrkir hins veg- ar sjónmyndina og hvern bókstaf hennar um sig. Það er þess vegna, sem t. d. tvöfaldur samhljóði eftir uppruna hefur í flestum tilfellum reynst myndræmari, kennsluhæf- ari en framburðarstafsetning. Samræmismyndir málsins (ana- logi) eru í sífellu að skapast, og þær festast, ef myndræmi þeirra er nógu sterkt og ótruflað. Til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.