Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Seglsleði á hjólum á baðströndinni hjá Miami. kom, því ekki er hægt að vera á slikum stöðum að staðaldri, var eins og að stíga inn í ofn. Með okkur frá íslandi voru fjórir farþegar, framkvæmdastjóri skips- ins, Harald Faaberg, kona hans og dóttir, ásamt skólasystur hennar. Ungu stúlkurnar (15 ára) lífguðu heldur en ekki upp á blaðamenn- ina, sem kölluðu þær „icelandic Sailoresses“. Þær voru líka einar um að þola hitann vel og skemmtu sér auðvitað konunglega. En nú skildu leiðir. Farþegarnir héldu aftur norður á bóginn, til New York, áleiðis heim, en Katla suður — til Kúbu. í PUNTA GORDA Floridasundið, sem skilur á milli Kúbu og Floridaskaga, er ekki breitt, eða aðeins um 80 sjómílur, þar sem það er mjóst, á móts við Havana, en við eigum að fara til Sagua de Tanamo, sem er á Austur- Kúbu, en þangað er miklu lengra, því Kúba er 700 mílur á lengd, en Havana á norðvestur horninu. Til Sagua de Tanamo komumst við reyndar aldrei, því sú borg liggur 40 mílur uppi í landi, en það kom ekki að sök, því að í Tanamoflóa eru þrjár bryggjur og skipaaf- greiðslur, sem heita: Cuyo Mambi, Puerto Sagua og Punta Gorda, en þar leggst Katla upp að og þar er skipinu skilað til leigjenda snemma morguns hinn 23. ág. s.l. Um Kúbu skrifar Kólumbus: „Þetta er hið fegursta land, sem mannlegt auga hefur nokkru sinni litið.“ En þar erum við hú ekki alveg sammála, Kólumbus og ég, og vel hefði átt við íslenzki máls- hátturinn: „Maður, líttu þér nær“, því ólíkt þykir mér fegurri landsýn við suðausturströnd heimalands hans, Spánar og Suður-Ítalíu, við Messinasund, en víst er um það að Kúba er fagurt land, sérstaklega vestur- og austurhlutinn. Á norður- og austurströnd Kúbu eru ágætar hafnir, lokaðar af nátt- úrunnar hendi og þannig er Tanamoflói. Við siglum um þröng sund í milli hárra skógþaktra eyja, inn í rennsléttan flóann, sem er í skjóli fyrir öllum áttum, og leggj- umst upp að ágætri, steinsteyptri bryggju. Við bryggjuhausinn er rúm fyrir tvö skip og þegar við komum, er annað þar fyrir, frá negraríkinu Líbería í Afríku — ísland og Líb- ería! Fyrir ofan bryggjuna í Punta Gorda eru örfá hús, eða kofar. — Byggingar þessar eru timburkumb- aldar, svo gisnir að hægt er að sjá í gegn um þá, og allt grautfúið í raka loftinu. Gluggar eru litlir, fáir og víða engir. Þarna eru líka veit- ingastaðir, þar sem verkamennirn- ir geta borðað meðfluttan mat, þ. e. a. s. þeir sem komnir eru alla leið frá Sagua eða Cuyo Mambi, til ao vinna við skipin. Einnig fást þar alls konar svaladrykkir svo sem Coca Cola, Pepsi Cola og Romm. Þá eru þar einnig stórir, sívalir geym - ar, svipaðir olíugeymum, en í þeim er sykur í fljótandi ástandi, eða sýróp. Frá geymum þessum liggja rör niður á bryggjuhaus, en þess- um sykri er dælt um borð í skipin, sem hafa til þess gerða geyma og verður að hita löginn upp í 80 stig á celsius, til þess að slíkt sé hægt. Yfir rör þessi er byggður pallu’- þeim til verndar, en því get ég þessa, að bryggjan virðist vera að.a! samkomustaður þorpsbúa, efti • vinnutíma. Þá sezt fullorðna fólkiu á palhnn á miðri bryggjunni, en börnin fara í leika, sitt hvorum megin. Þegar dimmt er orðið, sés! varla ljóstýra í landi, en bryggjan Mjólkui'sali í smábæ á Kubu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.