Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 95 sífelld bylja og blotaveður og all- mikil fannkoma með köflum. Gæft- ir höfðu því verið litlar á vetrar- vertíð, og það sem verra var, eng- inn fiskur gekk á miðin hér við Faxaflóa. Varð afli því með lang rýrasta móti og víða hálfgerður sultur í búi. En seinustu daga vetr- arvertíðarinnar hafði afli verið farinn að glæðast á innmiðum, og þess vegna vonuðu menn að vor- vertíðin mundi bæta eitthvað úr skák. Þennan fyrsta róðrardag öfluðu flestir vel. Sumir fengu 50 fiska í hlut og þótti það ágætt þótt fisk- urinn væri smár. Það var sama sem 300 fiskar á skip, því að skift var í sex staði á fjögurra manna förum, fékk formaður tvo hluti, báturinn einn og hver háseti einn hlut. Þeir Friðrik komu að um fjögur leytið og höfðu fengið 29 fiska í hlut og þótti það vel sæmilegt. Höfðu þeir lagt 2Vz köst, en komu þó með dálítið af kræklingsbeitu í land. Var þá þegar farið að kvis- ast um beituhvarfið. Zakarías fór niður í fjöru til þess að taka á móti þeim og á leiðinni frétti hann, að beitan, sem Friðrik átti að hálfu við Jón Þórðarson væri enn óeydd og í landi, en Pétri Ólafssyni hefði horfið beituskrína sín. Fór þá Zakarías að gruna margt og er hann hitti Friðrik spurði hann hvar Friðrik hefði fengið beitu til við- bótar, en hann eyddi því. Sagði Zakarías honum þá að hann mætti búast við því að verða kallaður fyrir rétt og honum gefið að sök að hafa tekið beituskrínu Péturs ÓkiL'Sonar. Friðrik kom þá að máli við Erlend húsbónda sinn og sagði honum að verið gæti að þeir yrði kallaðir íyrir rétt pg skoraði á hann að styrkja sig meö framburði sínúm. • pétt a eftijr voru þeir kallaðir fyrir bæarfógeta. Vár klukkan þá um 5, og var Friðrik yfirheyrður, og neitaði hann því harðlega að hann hefði tekið neina beitu frá öðrum. Hann viðurkenndi að beit- an, sem hann átti til jafns við Jón Þórðarson, væri enn í landi óeydd og kvaðst ekki hafa haft aðra kræklingsbeitu en þá, er hann skar úr daginn áður, en auk þess hefði hann haft hrognkelsaræksni og ljósabeitu, smálúður og kola, sem hann hefði brytjað niður, og það hefði hann aðallega notað, því að kræklingsbeitan hefði ekki hrokk- ið neitt. Dómarinn spurði þá hvernig á því stæði að hann hefði haft krækl- ing afgangs og komið með hann að landi. Friðrik sagði að það væri vegna þess að hann hefði beitt mest ræksnum og ljósabeitu, nema í fyrsta kastinu hefði hann beitt kræklingnum. Dómarinn kvaðst ekki skilja í því, að sú beita, sem hann notaði í fyrsta kast, hefði enst honum öll köstin og samt orðið afgangur. Þá sagði Friðrik að hann hefði notað mest ræksni í fyrsta kastið. Benti dómarinn hon- um þá á að hann væri þarna kom- inn í mótsögn við sjálfan sig. Og þegar Friðrik vildi ekki breyta framburði sínum, lét dómartnn flytja hann í fangelsið. Var það hægt um vik, því að bæarþingstof- an og fangageymslan var þá í sama húsi, þar sem nú er verzlun Har- aldar Árnasonar. Hásetar Friðriks, þeir Guðmund- ur Gunnlaugsson og Sigurður Diðriksson voru svo báðir yfir- heyrðir. Bar þeim saman um að krækhngsbeitan, sem þeir liöfðu meðferðis í róðurinn, hefði verið sem svaraði 4/5 af áliri beitu en ljósabeitan unf 1/5. En hvorugur vissi hvar ‘Friðrik hafði fengið kr^klingsbeituna, því að þeir höfðu korpið í fyrsta skifti til skips þá um nóttina og þá var beitan í bátnum. Þá var Erlendur Þorsteinsson yf- irheyrður. Hann kvaðst aldrei hafa komið á sjó fyr „og ekki þekkja neitt til beitu“. Kvaðst hann því ekkert geta um það sagt hvort þeir hefði haft meira af kræklingsbeitu eða ljósabeitu og ræksnum. Hann sagðist hafa hjálpað Friðrik til að skera úr daginn áður og hefði þeir látið þá beitu í skrínu, og í þeirri sömu skrínu hefði beitan verið þá um morguninn, en ekkert gæti hann um það sagt hvort hún hefði þá verið meiri en daginn áður. Þá var Zakarías yfirheyrður og sagði hann frá grun sínum „að eitthvað hefði ekki verið íarið rétt að“, eins og hann komst að orði, því að Friðrik hefði að sínu áliti ekki haft næga beitu, úr því að hann hefði ekki náð í beituna iijá Jóni Þórðarsyni. Nú var Friðrik aftur kallaður íyrir réttinn og eftir nokkrar vífi- iengjur meðgekk hann þá allt. Dóm arinn spurði hvort hann hefði gert þetta í ölæði. Friðrik kvaðst liafa vcrið nokkuð drukkinn, cn þó ckki svo að hann hafi ekki vitað livað hann gerði, og kvaðst mundu hafa íarið eins að þólt hann hefði ver- ið ódrukkinn, því að sig hefði lang- að mikið til þcss aö róa þá um daginn. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um hver bcituna átti, en viðurkcnndi nú að hann hefði mátt athuga það, aö hann gerði þeim manni ekki einungis það tjón að ræna hann beitunni, heldur einnig annad og meira tjón með því að hindra liann í að róa, þegar svo vel íiskaðist sem þenn- an dag. Síðan var Erlendur húsbóndi hans kallaður fyrir réttinn og með- gekk haim nu að hann hefoi. bent Friðrik a beitugkrínuna kvoldið að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.