Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 4
. 06_______________________________ ur, en haldið að hann segði satt að hann ætti þessa beitu og ekki grunað neitt fyr en í land kom og Zakarías hefði sagt sér frá því að beitu hefði verið rænt og hann grunaði Friðrik um að hafa gert það. Kvað Erlendur það hafa kom- ið svo flatt upp á sig, að í fyrstu hefði hann ekki viljað segja frá öllu, enda hefði Friðrik mælst til þess að hann styrkti sig. Að þessu loknu var Friðrik sleppt ■ úr varðhaldi og var þá komið kvöld. Fjórum dögum seinna var svo annað réttarhald og voru þá þingvottar látnir meta það tjón, sem Björn á Bergi og hásetar Pét- urs hefði orðið fyrir. Þeir töldu að meðal hlutur þennan dag hefði ver- ið 20—30 fiskar og með tilliti til stærðar fisksins mundi það sam- svara einum fjórðungi af harðfiski, eða 64 skildingum. Töldu þeir því aflatap bátsins sanngjarnlega met- ið 4 rdl. Beita sögðu þeir að væri seld úrskorin á 1 rdl. skeppan, svo að andvirði hinnar teknu beitu ætti þá að vera einhvers staðar á milli 24 og 48 skildinga. Skrínuna sem Friðrik kastaði út á sjó og ekki var enn fundin, töldu þeir 2—4 sk. virði. Hana átti Alexíus lögregluþjónn. Friðrik hafði ekkert á móti þess- ari virðingu, og þeir hinir, sem hlut áttu að máli töldu sig ánægða með hana, og ef Friðrik greiddi sér þetta, þá væri þeir fúsir til að sleppa frekara tilkalli til skaða- bóta eða endurgjalds af hans hendi. Var Friðrik svo tilkynnt að höfð- að yrði mál gegn honum vegna þjófnaðar og kvaðst hann engan málsvara vilja hafa. Hinn 16/ júlí kvað Finsen bæar- fógeti svo upp dóm í málinu og var hann á þá leið, að Friðrik skyldi sæta 2 sinnum 5 daga fangelsi við vatn og brauð í fangahúsinu í Reykjavík, og þar að auki skyldi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann greiða allan kostnað sakar- innar. Eftir ósk Friðriks var dómi þess- um áfrýjað til yfirréttar og fell dómur þar 19. október um haust- ið, en þar var hann ekki dæmdur fyrir þjófnað, heldur í 4 rdl. sekt til fátækrasjóðs Reykjavíkur fyrir gripdeild og svo til að greiða all- an sakarkostnað að auki. í for- sendum dómsins segir: — Þegar meta skal brot ákærða, virðist að hér hljóti að koma til greina, að beitan sem hann tók, var á almannafæri niður við sjó, því þó það kunni að vera vandi sjómanna, að geyma beitu sína á þennan hátt, getur það þó naum- ast talizt nokkur geymsla; enda er í almenningsálitlinu ekki tekið eins hart á því, þó einhver glæp- ist á og grípi með ófrjálsu hendinni til þessara aflaáhalda, eins og ef hann tekur aðra muni, sem eru í reglulegri og venjulegri geymslu eiganda. Þetta atriði, í sambandi við það, að beitan sem kærði tók, var mjög lítils virði, að tiltektin enn fremur atvikaðist við það að ákærði ekki fann sína eigin beitu, og hann þannig greip til beitunn- ar, sem varð fyrir honum í sama svipnum, og loks það atriði, að á- kærði er á unga aldri og hefir góð- an vitnisburð fyrir hegðan sína hingað til, virðist að geta réttlætt það, að láta brot hans aðeins verða fjársekt. Þannig lauk þessu máli að Frið- rik slapp við þjófsorð .En ætla má að útgerðarmönnum í Reykjavík hafi komið dómurinn allmjög á ó- vart. Kvíarnar þeirra úti á Örfiris- eyargranda voru friðhelgar eins og læst hús, en beita, sem þeir geymdu undir bátum sínum á hvolfi, var talin liggja á glámbekk. Annars er svo að sjá á dómi yfirréttar, að það hafi verið alvanalegt að sjó- menn gripu hver frá öðrum það sem þá vanhagaði um og hendi var næst. . . , Saga þessi er nú 95 ára gömul og í henni ýmsár fróðlegar ,upp- lýsingar um útgerðina á þeim ár- um. Þar sést að það hefir verið talinn sæmilegur afli á fjögurra manna far, ef andvirði hans nam 4 rdl. (8 kr.) er skiftast skyldu í sex staði þannig að 1.33 kr. kærhi í hlut. Þá er verð á kræklingsbeít- unni ekki hátt, þegar á það er lit- ið hve mikið menn höfðu fyrir að afla hennar og hve mikil vinna var við að skera úr. Það sést Tíka að formenn hafa ekki sett fyrir sig að fara með algjörlega óvana menn á vorvertíð, jafnvel menn sem aldrei höfðu á sjó komið og þekktu ekki kræklingsbeitu frá ljósabeitu og ræksnum. ----o---- Frásögn þessi er tekin eftir lög- reglubókinni. Um býlin, sem þar eru nefnd, er þetta að segja: í kirkjubókinni er Björn Bjarna- son ekki talinn búa á Bergi heldur á Litla-Holti, sem var á milli Grundar og Syðstabæar og mun hafa dregið nafn sitt af því, að þar skammt frá var býlið Holt, sem venjulegast var kallað Pálsbær. En Litlaholt hét og annar bær og stóð þar sem nú er hornið á Klapp- arstíg og Skólavörðustíg; þar átti Þorlákur Pétursson heima. Steins- holt var fyrir sunnan Skálholtskot og Stekkjarkot var á milli Móhúsa og Félagsgarðs. Myndin, sem þessari grein fylg- ir, er tekin úr ferðabók Gaimards og er frá árinu 1833. Stendur þar að sjómaðurinn heiti Pétur Ólafs- son og hefir dr .Jón biskup Helga- son talið að þetta muni vera Pétur hattamakari, sem einu sinni bjó í Örfirisey. Pétur var fæddur 1804, og andaðist 1876 og átti heima hér í bænum öll hin seinustu ár sín. Ég hefi leitað að honum í sálna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.