Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 7
•T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 dæmis dettur fáum í hug, sem é skrifa á annað borð, að skrifa ann- að en féndur, fégur (mállýsku- mynd fyrir fjögur) stél, pési (bæklingur), þótt reglan sé raun- ar, að é tákni fornt e, sem hefur lengst, og ekki je-hljóð annars upp- runa (stafsetningarorðabók bannar að vísu enn féndur og stél). Það væri þokkalegt að vera neyddur að skrifa gæiunafnið Pési með é (Petrus, Peder, Per), en bækling- inn með je, pjesa, af því að pieee er útlenda fyrirmyndin! Rétt- ritun, sem bannar samræmismynd- ir þessarar tegundar, er fjandsam- leg öllum endurbótum í myndræm- isátt. Myndræming máls er að sam- ræma sjónmyndir einstakra hópa af orðum, beygingarformum, hljóð- táknum o. fl. Rithátturinn pési um bækling er samræmdur við nafnið Pési, Kannka, af Rannveig, er sam- ræmd við Rönku, sem skírð er Ragnheiður, og allt kennsluíhald er máttlaust gegn þeim lagfæring- um. Framburður á þarna engan þátt heldur. Ritun y í nútíðarmáli skaðar ekki framburð fremur en ritun á é og tvöföldum samhljóða (rr inni í orðum undanskilið). Þess vegna ætti deila um y ekki að koma fram- burðarmönnum neitt við. í þeim fjölda dæma, sem vafi er um upp- runa með y eða i eða deilt um, hvolt fylgja skuli tímabundnu u- hljóðvarpi áfornri ritöld eða sækja i-upprunann lengra aftur (sbr. niða, niður, biskup, mikill), harð- neita ég því, að úrskurður um stafsetning komi upprunafræðing- um við. í þeim orðum á að viður- kenna rétt íslenskunnar til mynd- ræmingar. Ef ég væri ekki sannfærður um, að þetta er rétt og bendir manni á bjargráð, skvldi ég láta stafsetn- ingarmálin afskiptalaus. Takmörkun regla um tvöfaldan samhljóða. Reglan um tvöfaldan samhljóða ætti að mínum og margra dómi að hljóða svo: Rita skal tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða, þar sem stofn vísar til, nema a) aldrei rr á undan viðskeyti eða seinni lið orðs, þegar það stríð- ir gegn almennum, (skírum framburði, eigi ritist heldur rr eftir uppruna gegn framburði, þegar sérhljóði fer á eftir. Tvö- falt r, sem heyrist í stofni orðs, helst í beygingarmyndum. b) aldrei þar, sem merkingatengsl við tveggja sérhljóða upprun- ann voru að mestu fyrnd á fornri ritöld landsins eða ættar- mót er nú orðið torkennilegt á annan hátt; tökuorð ritist yfir- leitt eftir framburði. Dæmi a-liðar: annara, fyrnefnd- ur, fyrverandi, gorta, hérað kyr- viðrasamur, kyrð, verfeðrungur, Þórður, Þuríður, þurkur, þurlegur, en hins vegar: arra og siga, barr- skógur, hnarreistur, kjarrlendi, kyrra — kyrrði, sperra — sperrti, og í enda orðs: fyrr (sumir rita fyr), verr (sumir rita ver), knörr, kyrr — kyrrir, þurr — þurrir. Dæmi b-liðar: brölta, glens, hlökta, Hölkná, kjamsa, krumla, kyngi (af göldrum eða snjó), titlingur (af títa eða tittur) tætla, ugla, ýglibrún, ýgldur, hvarvetna; — babla (sumir rita bafla), biblía (sumir rita biflía), konst (úr d. konst eða kwnst=kunnusta), kramarhús (d. kræmmerhus), æru- gírugur (ærgerrig). Það er öllum málfræðingum ljóst, að rr, sem stríðir gegn fram- burði inni í orðum, er viðsjárverð- asta atriði upprunareglunnar. Framburðarbreyting í rr kemur varla til mála í dæmum a-liðar yfir- leitt og styðst ekki við hljóðfeg- urðarkröfur. Sennilegt er, að eng- in teljandi mótstaða verði gegn lagfæringunni, sem í a-lið felst. Um tökuorð munu .menn ásáttir. Um langsóttan norrænan uppruna b-liðarorða gæti hins vegar tekist endalaus þræta. Deila má t, d- um, hvort Atli sé meir í ^jtt við Atla Húnakonung (frummynd Attila, sem gæfi Attli, sbr. stafsetningar- orðabók) eða orðið. atall, ötulL Raunar er Atli af báðum þessum rótum leitt. Eða ökli, samstofna við ancle og ankel, sem kennt er að rita ökkli, en fornmenn leiddu af því orðið ökulbrækur og sýndu með því, að þeir höfðu ekki hug- mynd um, að k orðsins hefði verið tvöfalt. Þess vegna er ég ófáanleg- ur að rita það samkvæmt fyrnda upprunanum .Umræður dómbærra manna mundu brátt gera ljósara en nú er, hvaða skyldleikakennsl eru lífvænleg. Ekki trúi ég öðru en nefnd, vel valin, yrði ásátt um að vinsa þau orð stafsetningarorðabókar úr, sem sanngjarnt er að hætta að skrifa með tvöföldum samhljóða, og læt ég útrætt um þann þátt máls. Hvort á að afnema eða reglubinda y? Framburður yfsilons hvarf úr máiinu um 1600. Aðrir sérhljóðar hafa þrengt svo að rúmi því, sem yfsilon skipaði í talfærahreifing- um, að nú væri ekki hægt að taka upp mismunandi framburð á y, ý né ey. Hið síðastnefnda mundi þá renna saman við au, sem það spratt af í fyrstu. Segjum, að reynt yrði einhvern tíma að kenna framburð á ý (=uj). Þá yrði y að halda i- hljóði eftir sem áður. Slík tilraun mundi ekki minnka stafsetningar- vandann, og skal það útrætt l.átið. Dauð hljóð eru með flestum þjóðum numin úr rithætti einni eða fáum öldum eftjr að þau týn- Framh, á bls. 104

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.