Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 11
V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Menn skilja kannske betur við hvað ég á, þegar haft er í huga, að við á Kötlu erum flestir búnir að fara nokkuð víða og kynnast ýmsu í siglingum, austur um allt Miðjarð- arhaf, til Grikklands, suður með Afríku, til Dakar og síðast Suður- Ameríku o. s. frv. Þá bætir það ekki úr skák, að um viðræður er ekki að ræða, að minnsta kosti ekki að neinu gagni, því spænsku kunn- átta okkar er mjög takmörkuð, en Kúbamenn tala spænska mállýzku. Það er því ekki neitt óeðlilegt þótt nokkur misskilningur geti orðið, svona einstöku sinnum, en til al- varlegra árekstra hefur ekki komið og kemur vonandi ekki, því manni lærist brátt að svnda milli skers og báru og hafa eins lítil afskipti af þessum fjarskyldu mönnum, eins og hægt er. Eitt atvik ætla ég þó að minnast á, sem skeði er við vor- um nýkomnir til Kúbu og verið var að ganga frá lestum eftir losun í Mariel, sem er smábær nokkru fyrir vestan Havana. Við höfðum komið þangað með kartöflufarm frá New York, en þær eru ekki ræktaðar á Kúbu. Unnið hafði ver- ið nótt og dag við losun skipsins, en það er venja á Kúbu, og eina nóttina var þessu lokið. Einn stýri- mannanna, sem var á verði, stjórn- aði vinnunni við að loka lestarop- um og þess háttar. Af einhverjum ástæðum reiddust verkamennirnir honum heldur betur, ráku upp ösk- ur mikið og brugðu hnífum á loft. Stýrimaðurinn stóð kyrr og hreyfði sig ekki, þótt hópurinn væri ekki árennilegur. Málið leystist þó brátt á þann hátt að verkstjórinn kom hlaupandi og gekk í milli. Hvað skeð hefði annars. skal ég ekki leiða neinum getum að. Á SLÓÐUM SJÓRÆNINGJA í gamla daga þegar sjóræningjar og ævintýramenn sigldu undir hauskúpufánanum um höfin og gerðu allar siglingar friðsamra verzlunarskipa óvissar og hættu- legar, var líf og fjör á Kúba. Þræla- skipin frá Afríku voru tíðir gestir í Havana, en þar er prýðileg höfn írá náttúrunnar hendi, eins og í Tanamo og víða við norðurströnd- ina og þar mæltu sér líka mót kaupförin, með silfur frá Mexico og gull frá Perú, til þess að hafa samflot yfir hafið til Evrópu. En á næstu grösum leyndust sjóræn- ingjarnir í vogum og víkum, bak við skógiþaktar eyjar og hólma, eins og til dæmis í Cojimar, rétt austan við Havana, þar sem íbú- arnir lifa nú á hákarlaveiðum, en kjötið af þeim er selt í ódýrari veit- ingahúsum sem bacalao — saltfisk- ur! Dagar sjórána eru nú löngu liðnir, segja menn, en það er nú ekki alveg rétt. í blaðinu Havana- post 2. des. s.l., en það er eina blaðið, sem gefið er út á ensku á Kúbu, og kostar 20 cent (á fjórðu krónu) eintakið, sakar Kúba ná- grannaríki sitt, Dominican, um sjó- rán, og ákæran hefur við nokkur rök að styðjast. Málið var þannig til komið, að varðskip frá fyrr- nefndu ríki tók með valdi skip nokkurt, sem skráð var í Honduras, 60 mílur fyrir sunnan vesturodda Kúbu. Ástæðan til þessa var sú, að einhver óróaseggurinn í Dom- inican hafði vopnaða stjórnarbylt- ingu á prjónunum og var þetta skip með vopnafarm til hans. Nú komst allt upp, eins og stundum vill verða og var varðskipið sent af stað til að leita vopnaskipsins og fann það þarna, mörg hundruð mílur frá Dominican. Nú er Kúba alveg sama um allt pólitískt brölt í Dominican, en afskipti þeirra af þessum at- burði koma af því, að á skipinu voru 4 skipverjar kúbanskir borg- arar og hafa þeir setið í fangelsi síðan, ef þeir þá hafa ekki verið gerðir höfðinu styttri, sem er öllu sennilegra. Nú virðist liggja bein- ast við að senda nokkra kúbanska verkamenn til að sækja mennina, en, nei, tímarnir eru breyttir, því að í blaðinu segir, að málið verði kært fýrir Öryggisráðinu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.