Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 97 r— Björn Sigfússon háskólabókavörður Ný samræmd stafsetning Tillögur og röksemdir STAFSETNING vor er uppruna- stafsetning, en full af ósam- kvæmni, sem ekki er hægt að laga. Bæði er það, að vafi leikur á upp- runa margra orða í nútíðarmáli, og það mundi, þegar einhver nýr upp- runi þykir hér um bil sannaður, vera óhæft rask á smámunum smá- muna vegna að fara að breyta ný- myndunum nútíðarmáls í samræmi við upprunann. Tökum tvö dæmi. Þágufall nafnsins Þórður var stundum Þórröði í fornmáh, og á eldra stigi var nefnifall einnig registri Reykjavíkur 1857, en hann er þar ekki neins staðar. Hefði hann þó átt að teljast til heimilis hjá Birni Bjarnasyni, úr því að liann er talinn vinnumaður hans. En í sálnaregistrinu hefir vcrið skrifað nafn heimilismanns hjá Birni og síðan skafið út svo ræki- lega, að ekki verður lesið hvað þar hefir staðið. Má þó sjá að nafnið hefir verið stutt og gæti eftir lengd inni samsvarað því að þar hefði staðið Pétur. En aldur mannsins sést og er hann talinn 63 ára, en Pétur hattari hefir þá einmitt ver- ið svo gamall. Um engan annan Pétur Ólafsson er að ræða í sálna- registrinu frá því ári, er gæti hafa verið formaður. Kom mér því til hugar að Pétur hattari hefði ver- ið formaður á báti Björns og hann hefði í fyrstu verið ski'áður heim- ilismaður hjá honum, en nafn hans svo af einhverjum ástæðum skafið þar út og svo gleymst að bæta því inn á skrána þar sem það hefir held ur átt að vera. Á. Ó. Þórröður, enn eldra stigi Þonara- friþaR, meðan Þór hét ÞonaraR. Nafnið Þuríði ritar Ari Þorgilsson Þórríði um 1120, og sýnir það upp- runa. Regla nútíðar um tvöfaldan samhljóða eftir uppruna heimtar ritháttinn Þórrður og Þurríður á þessum nöfnum. Allir íslendingar eru sammála um, að lagfæra þyrfti nútíðarregluna um tvöfaldan sam- hljóða þannig, að hún fyrirskipi ekki slíkan rithátt, en meðan það er ógert, skuli hún bara brotin eft- ir þörfum. Hitt dæmið er um sjálfsagt brot á y-reglu forns framburðar. Orð- in niður (lækjar) og mikill áttu samkvæmt hljóðlögum að fá y að fornu, þótt hið síðarnefnda lyti eigi þeim lögum nema að nokkru leiti*) og missti y sitt hjá miklum hluta landsmanna, svo að mykilí (sbr. norsku og sænsku: mykje, mycket) telst órithæft nú. Orðið niður var að fornu gnyður, og niða var að gnyðja (Gnyðja mundu grisir, mælti Ragnar loðbrók). Vonlaust væri að bæta nú y og j inn í sögnina og nafnorðsíöll og talaum að lilusta á hjal lækjargnyðjarins eða fossgnyðjarins, þótt uppruna- regla heimti. Nýmyndir orða eru *)Stafsetning á y í þessari grein er sett á mína ábirgð. Þegar orðmyndir, seni ég er alráðinn að vilja breyta, standa hér með núgildandi stafsetning í dæmuin, eru þær feitletraðar til að- greiningar. U. S. búnar að taka þar ráðin af okkur málfræðingum og eiga að ia að gera það. í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar er niður án y, en réttlætt að nokkru með því að vísa í dönsku: gnide (nudda), þar sem liið norræna u- eða w- hljóðvarp náði ekki að skapa y. Með stafsetningunni á miklum nið í stað hins hljóðrétta myklum nyð er brotið vísvitandi gegn því, sem var framburðarlögmál ís- lenskunnar fram til 1600, því að Nýa testamenti Odds Gottskálks- sonar, 1540, segir (í Opinberunar- bók, 1. og 19. kap.), að rödd Krists heyrðist „sem nyðr mykilla vatna“ (skrifað myckilla) og klið engla- skara mátti heyra „svo sem nyð mykilla vatna.“ Sé tekin rökrétt afleiðing og felld burt úr staísetn- ing öll þau u- eða w-hljóðvörp, sem voru reikul í fornum fram- burði, og lögleitt upprunalegt i í staðinn, eru það vísindi á sinn hátt, en töluvert rask, borgar sig ekki einsamalt fyrir sig. Enn íleiri orð hljóta að missa y, ef ströng alvara væri gerð úr reglu, sem raunar er kennd í skólum að nafni til, að skrifa y yfirleitt aldrei,.þar sem vafi getur leikið á réttmæti þess. Sterkar lík- ur eru annað en vissa. Fyrsti prófessor íslenskra fræða við háskólann, Björn M. Ólsen, hafði reynt að læra íslensku eftir föngum og' þar á meðal rithátt á y. Rektorsstaða við Lærða skólann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.