Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 10
102' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er uppljómuð af Ijósum frá skip- unum. — Alamo, Alamo — syngja börnin og leikinn þekki ég strax. Það er: Fram, fram fylking, forð- um okkar hættu frá.... Það vekur fljótt athygli okkar hversu dökkir Kúbabúar eru yfir- leitt. Þjóðin er þó mjög blönduð. Litarhátturinn frá biksvörtum Negrum upp í ljósbrúna Spánverja, en mest ber á hálf-negrum, eða Múlöttum. Seinna komumst við að því, að til landsins hafa flutzt margir frá Kongó í Afríku, en þeir eru mun dekkri á hörund heldur en Spánverjar og ítalir, þótt ekki séu þeir Negrar. En á bryggjunni í Punta Gorda gaf fleira að líta. Sjómennirnir á þessum ólíku skipum raða sér meðfram borð- stokknum til þess að horfa á leik barnanna og fólkið á pallinum, en þá skeður nokkuð, sem vekur mikla athygli og hrifningu meðal okkar á Kötlu. Fram bryggjuna gengur kona. Hún er að minnsta kosti 6 fet á hæð. Kolsvört á brún og brá og fer ekki einsömul. Hún gengur teinrétt og ber sig eins og drottn- ing, þrátt fyrir það að hún ber sitt barnið á hvorum handlegg, bik- svarta negradrengi. En það er ekki allt. í pilsum hanga enn fjögur börn. Tvö þeirra eru Múlattar, en síðan ljósbrún telpa, með Ijóst, lið- að hár og svo lítill negradrengur með hrokkið — rautt hár! Rétt við bryggjusporðinn er eitt veitingahúsið, en þar er nú lítið um að vera, því aðkomuverka- mennirnir frá Sagua og Cuyo Mambi eru farnir heim, með vöru- járnbrautinni, en alltaf er von á gestum, þegar skip liggja við bryggjuna og „hótelið“ selur ís- kælda drykki. Nú er Neirob litli, 11 ára gamall Múlatti, sonur veit- ingamannsins, hótelstjóri, og hann segist tala „Americano", en það er meira en sagt verður um allan al- menning á Kúbu, því að það er staðreynd að leitun er á Kúba- manni, sem getur gert sig skiljan- legan á ensku, eða skilið það mál. Orðaforði Neirobs litla í enskri tungu er þó fjarska takmarkaður, sem sagt: „Plíssör“ og „Jessör“ og þar með búið. Á Kúbu eru allir útlendingar Americano og erfitt reynist mér að koma Neirob litla í skilning um að við séum alls ekki Americano, heldur íslendingar. Ég gefst reynd- ar alveg upp við það eftir fjóra mánuði, því síðast þegar ég hitti Neirob, sagði hann: Amigo Makk, jessör — Americano! Kúba er auðugt land í bezta lagi. Þar er í jörðu járn, kopar, króm, nikkel, tungsten, gull, silfur, gips, salt, bik o. fl. Ekki er gróðurinn lakari: Sykurreyr, tóbak, ananas, bananar, citrónur og alls konar ætisveppir. Þó eru ekki nema 17% af landinu ræktanleg, hitt er fen, fúamýrar og frumskógar. Gróður- moldin í þessu gósenlandi er sums staðar 70 feta djúp. Landið allt er 44.217 fermílur (ísland 39.698). En íbúarnir eru aðeins fleiri, eða um 5.8 millj. Stærsti liðurinn í útflutningi Kúbu er sykurinn, en framleiðslan á honum nemur um 5 millj. smál. árlega. Mestur hlutinn er fluttur út óunninn, svokallaður hrásykur. Hann er ekki ósvipaður hinum gamalkunna púðursykri, en þó mun grófari. Manni skilst að þetta muni vera dýr vara jafnvel á Kúbu, því ef eitthvað sáldrast úr poka við útskipun, sópa verkamennirnir því upp af bryggjunni og hirða. Svo er það tóbakið og allir kannast við hina góðu Havanavindla, en „ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé kom- ið,“ því þessi munaðarvara er dýr á Kúbu. Sæmilegur vindill kostar um 25 cent (rúmar 4 kr. ísl.), en beztu tegundir komast upp í 1 peso stykkið, en svo heitir gjaldmiðill- inn á Kúbu og jafngildir amerísk- um dollara. Hið svokallaða „maga- belti“ á vindlum er upp runnið frá Kúbu, þannig til komið að í gamla daga þegar kvenfólk reykti vindla, vafði það pappírsræmu um vindil- inn til þess að fá ekki gulan lit á fingurna, en nú er þetta orðið skrautlegt vörumerki á beztu teg- undum. VOPNAÐIR VERKAMENN Kúbanskir hafnarverkamenn eru hávaðasamir við vinnu, eins og flestir suðurlandabúar, en þeir eru ólíkir ítölum og Spánverjum, að því leyti að þá vantar þessa léttu glaðværð og lífsgleði, sem einkenn- ir hina, en blóðið er afar heitt og kemur því alloft til árekstra meðal þeirra innbyrðis. Við slík tækifæri er það venja Norðurlandabúa að láta hendur skipta, en á Kúbu er það á annan veg. Verkamennirnir eru nefnilega vopnaðir. Bera hár- beitta hnífa undir beltinu, oftast falda undir buxnastrengnum svo varla sést á skaftið. En hnífurinn er þarna og mjög tiltækilegur, ef á þarf að halda, sem virðist vera nokkuð oft, því margir bera ör á baki (auðvitað!) eftir hnífstungur og töldum við 7 slíka áverka á baki eins verkamannsins í Mariel og ekki færri en 18 á baki verkstjóra í Cardenas. Nú er það skiljanlegt að íslendingar og Kúbamenn hafa ólíka skapgerð, hugsunarháttur og vinnubrögð öll frábrugðin því, sem við eigum að venjast. Þar við bæt- ist að almenningur á Kúbu er á mjög lágu menningarstigi, jafnvel í samanburði við illa upplýstan al- menning í löndunum við Miðjarð- arhaf, og bezt er að taka það fram strax, að allt í þessu landi er svo ólíkt því, sem við höfum áður kynnzt, að maður gæti alveg eins verið kominn til annarrar stjörnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.