Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 8
{ 100 ‘ r' LESBÓK MORGUNBLADSINS Magnús Jensson Frd íerðum Kötlu III HjádSvertingjum og kynblendingum Frá Miami. —- Ilér sjást hinar glæsilcgu gistihallir og afmörkuð svæði þeirra á baðstrondinni. í MIAMI BEACH er fátt um ferða- menn að sumrinu, því þá er þar oftast of heitt, en að vetrinum er talið að um 1 millj. gesta sé þar að staðaldri. Þó fara sumir enn lengra suðureftir, alla leið til Havana (borgin heitir reyndar Habana), aðrir til Key West eyjanna suð- vestur af Floridaskaga, en þar hef- ur Bandaríkjaforseti vetrarhús sitt, en dvelst þar afar sjaldan. Heldur sig aðallega í Havana á vetrum. Ráðlegt mun vera fyrir þá, sem hugsa sér að dveljast á hótelum í Miami að vetri til, að hafa fjárhag- inn í lagi. í beztu hótelum, sem hafa meðal annars afgirta einka- baðströnd, kostar herbergið um 50 dollara á dag, þegar ferðamanna- straumurinn er mestur, en á sumr- in lækkar allt því þá er lítil aðsókn og munu slík herbergi komast nið- ur í 10 dollara. Menn geta svo hugs- að sér hvað kosta muni heil her- bergjasamstæða, eins og auðkýf- ingar leigja yfir veturinn í þessum dýru gistihúsum. Nú er það samt svo að ekki eru það allt milljónerar, sem dveljast í Mian?i, í lengri eða skemmri tíma, enda eru gististaðir ódýrari eftir því sem lengra dregur frá baðströndinni, en samt er allt afar dýrt yfir „vertíðina“, ekki sízt ef kaupa þarf dollarana á svarta- markaði! Það er alkunna að Ame- ríkumenn kunna að auglýsa og ekki eru verzlunarmennirnir í Miami neinir eftirbatar í þeirri list. Þegar hausta tekur og veður að spillast í Norðurríkjunum, gleyma þeir ^ ekki að geta um hitastigið hjá sér ög bera það saman við kuldann í New York og víðar. Þegar við vorum á ferðinni við Florida, gekk mikil hitabylgja yfir öll suðurríkin, allt norður að Hatt- eras og lét margt fólk lífið af þess- um sökum, aðallega í Texas og Louisana. Það má því nærri geta að okkur íslendingunum hafi ekki ávallt líðið sem bezt, þótt ehginn hlyti mein af. Mikil hressing var að koma inn í kvikmyndahús, verzlanir og veitingastaði, því þar var víðast loftkæling, en þegar út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.