Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 lnnilegar þakkir til sveitunga minna, Breið- dœlinga, til safnaðanna í Heydala- og Djúpa- vogsprestaköllum, Prestafélags Austurlands, svo og annarra, sem glöddu mig með kveöjum, gjöfum og heimsókn á sjötugsafmœlinu. Kœrar kveÖjur og heillaóskir þeim öllum. Kristinn Hóseason Heydölum. Fjármálaráðgjöf Grundarstíg 2 Opið virka d. kl. 13—18 og laugard. kl. 9-13. Viðtalstíma skal panta í síma 91 -622211. Fjármálaráðgjöf er nýtt fyrirtæki sem hefur það markmið: 1. að aðstoða einstaklinga við að skipuleggja eiginfjármál 2. að annast fjármálastjórn fyrir einstaklinga, þannig að þeir fái reglulega yfirlit yfir fjár- hagsstöðu sína og spá um framvindu mála. Fjármálaráðgjöf annast ekki sölu á fast- eignum eða verðbréfum og er ekki með lána- starfsemi. Fjármálaráðgjöf veitir því alger- lega hlutlausa ráðgjöf. Þeir sem eru að spara ættu að fá hlutlausa aðstoð Fjármálaráðgjafar við að skipuleggja sparnaðinn og meta vexti, áhættu, áhrif á skatta o.fl. Þeir sem ætla að kaupa fasteign ættu að fá hlutlausa aðstoð Fjármálaráðgjafar við að meta greiðslugetu sína, bera saman verðtilboð, at- huga áhrif á skatta o.s.frv. Allir ættu að hafa gott skipulag á fjármálum sínum: 1. það bætir nýtingu tekna 2. það kemur í veg fyrir ýmsan aukakostnað vegna vanskila eða gleymsku 3. það sparar tíma og fyrirhöfn 4. það dregur úr áhyggjum og eykur öryggi Fjármálaráðgjöf leggur áherslu á góða en jafnframt það ódýra þjónustu, að fáir hafa efni á því að vera án hennar. Góð vinnuaðstaða Tölvuborð og skrifborð skapa eina heild. Hæðarstilling á báðum borðum. GÍSLI J. JOHNSEN n i NÝBÝLAVEG116 »P0 BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 Snjóflóð í Norður-Noregi: Síðustu lík- in fundin Ósló, 10. mars. AP. Lík hermannanna þriggja, sem saknað var eftir snjóflóðið i Norður-Noregi, fundust um helg- ina. Er dánartalan þá komin upp i 16 manns, en 15 hermenn komust'lífs af, flestir með ein- hver meiðsl. Hermennimir, sem lentu í snjóflóð- inu, voru þátttakendur í átta þjóða vetrarheræfíngu, „Anchor ex- press", á vegum NATO. Gegndu þeir herþjónustu í skíðadeild hersins og voru á aldrinum 20 - 23ja ára. Æfingunni var aflýst daginn eftir slysið, en þátttakendur í henni voru alls 20.000 talsins. Hátt á þriðja hundrað björgunar- menn tóku þátt í leitinni, sem stóð í fimm daga, og voru veðurskilyrði á leitarsvæðinu erfið og sífelld hætta á snjóflóðum. Vamarmálaráðherra Noregs, Anders C. Sjaastad, mun gefa þing- inu skýrslu um málið á fostudag, en þingið hefur skipað rannsóknar- nefnd til að grafast fyrir um að- draganda og orsakir slyssins. Sri Lanka: Yfir 3000 Tam- ilar felldir á síðasta ári Colombo, Sri Lanka, og Nýju-Delhí, Ind- landi. 10. mars. AP. SKÆRULIÐAR tamíla á Sri Lanka felldu í dag sjö óbreytta borgara úr röðum Sinhalesa í þorpinu Maroawewa I austur- hluta landsins, að sögn öryggis- máiaráðuneytisins á Sri Lanka. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að þorpið hefði verið yfírgefið fyrir nokkm eftir margendurteknar ár- ásir skæruliða, en fáeinir hefðu þó snúið heim, eftir að hægðist um. í fréttatilkynningu, sem skæru- liðar gáfu út á sunnudag, sagði, að yfír 3.000 tamílar, karlar, konur og böm, hefðu fallið í árásum her- sveita stjómarinnar á Sri Lanka á undanfömum 14 mánuðum. í tilkynningunni sagði, að í nokkrum tilvikum hefði fólki verið kastað inn í brennandi hús sín, eftir að kveikt hafði verið í þeim. Hefði stjómarherinn kveikt í yfír 3.500 húsum tamíla í norður- og austur- hémðum landsins. Ingemar Hedman, einn fremsti lásasérfræðingur Svíþjóðar, reynir að opna læsingarnar með hor. Sérfræðingar lögreglunnar þurftu fjóra sólarhringa til að opna skápinn. Oruggur peningaskápur — stóðst bæði atlögxi þjófanna og lögreglunnar Lundi, 10. marz. Frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR nokkru keyrðu bíræfnir ræningjar á stolnum trukk í gegnum vegg verzlunarmið- stöðvar hér í Lundi og höfðu á brott með sér forláta peninga- skáp með skartgripum fyrir rúma milljón sænskra króna (tæpar sex milljónir isl. kr.). Þjófunum reyndist ekki auðvelt að opna peningaskápinn. Bfllinn fannst úti í skurði ásamt skápn- um. Verksummerki sýndu að það hafði verið reynt að opna skápinn með alls kyns tólum, logsuðutækj- um, bor og sleggju. Lögreglan tók hann í vörslu sína. Tóku nú sér- fræðingar hennar við, þar sem þjófamir höfðu frá horfíð. Þeir áttu við hann í íjóra sólarhringa, bæði dag og nótt, áður en þeim tókst að ljúka honum upp. Skápurinn kostar um 300 þús- und íslenzkar krónur og það kost- aði álíka mikið að opna hann. Enginn græddi á þessu ævintýri nema fyrirtækið sem framleiðir peningaskápa af þessari gerð. Skápafræðingurinn Erling Skoog baksar árangurslaust við skáp- inn. Leiðtogar sex ríkja: Frestið tilraunum með kjarnorkuvopn New York, 10. mars. AP. LEIÐTOGAR sex þjóða, þar á meðal Svíþjóðar, Grikklands, Indlands og Argentinu, hafa skorað á Bandaríkj amenn og Sovétmenn að fresta öllum til- raunum með kjarnorkuvopn fram að fyrirhuguðum fundi leiðtoga stórveldanna siðar á árinu. Það var eitt af síðustu verkum Olof heitins Palme, forsætisráð- herra Svía, að undirrita áskorun- ina en aðrir eru þeir Raul Alfons- in, forseti Argentínu, Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, Miguel de la Madrid, forseti Méxíkó, Julius Nyerere, fyrrum forseti Tanzaníu, og Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Að áskoruninni stóðu einnig alþjóðleg þingmannasamtök, sem „Heimsá- tak“ kallast. Sovétmenn segjast hafa frestað öllum tilraunum með kjamorku- vopn en sá frestur rennur út nú í mánaðarlok. Bandaríkjastjóm hefur hins vegar ekki viljað fallast á frestun eða bann við tilraunum að svo stöddu. INNLENTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.