Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U.MARZ 1986 Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra: Arangurs- ríkar við- ræður í Portúgal MATTHÍAS Á Mathiesen utan- ríkisráðherra, Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri, Har- aldur Kröyer sendiherra og Leif Dundas ræðismaður íslands í Lissabon áttu árangursríkar við- ræður við utanríkisráðherra Portúgal um toll á innfluttum saltfiski til Portúgal frá Islandi meðan þeir dvöldu í Lissabon. „Við undirstrikuðum þýðingu þess, ekki síst fyrir Portúgal, að þeir beittu sér fyrir breytingum á þessum málum hjá Evrópubanda- laginu, en utanríkisráðherrann fer með málefni Evrópubandalagsins," sagði Matthías. í gærmorgun fóru fram viðræður við Barreto land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra en Barreto er kunnur þessum mál- um frá því hann var viðskiptaráð- herra og heimsótti ísland á síðasta ári þegar hugmynd Portúgala um tolla á íslenskan saltfisk kom fyrst fram. Beitti hann sér fyrir því að fallið var frá tollahækkuninnni þá. „Báðir ráðherramir eru á sama máli og við um að þessu verði að breyta og munu beita sér í þeim efnum. Þeir ætla að taka málið upp innan Evrópubandalagsins, bæði í hópi utanríkis- og sjávarútvegsráðherra, en fúlltrúi Portúgal fer með sjávar- útvegsmál í stækkuðu Evrópu- bandalagi," sagði Matthías. Niðurstöðu í máiinu er að vænta innan tíðar en fljótlega á næstu vikum mun reyna á með hvaða hætti málið verður leyst. Verði toll- ur hækkaður um 10% á saltfiski hækkar hann jafnframt á mörkuð- um í Portúgal. Árfariá Suðurgötunni Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÓVENJULEGT sjónarhom á slysstaðnum við Reylqavíkúrflug- völl í gær. Fiugvélin Iiggur yfir Suðurgötuna þvera og mið- bærinn í baksýn. Lögreglan kom á vettvang 5—10 minútum eftir að óhappið átti sér stað og lokaði öllum aðkeyrsluleiðum. Erfiðlega gekk þó til að byija með að halda forvitnum veg- farendum frá vélinni, og þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom á vettvang var fjöldi fólks við vélina í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Enn frekari lækkun tolla af bifreiðum Akureyri: 103 atvinnu- lausir Akureyri, 10. marz. UM mánaðamótin síðustu vora 103 skráðir atvinnulausir á Akureyri, 62 karlar og 41 kona. í febrúar voru skráðir 1.963 heiiir atvinnuleysisdagar, sem svar- ar til þess að 98 hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. í febrúar voru gefin út 259 atvinnuleysis- bótavottorð með samtals 2.025 heilum bótadögum. Álagning bifreiðaumboða lækkar í krónum talið ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp um lækkun tolla af bifreiðum í 10% og jafnframt sérstakt gjald af bifreiðum, sem fer stighækkandi eftir stærð. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. marz síðastliðnum. Með þessum breytingum er talið að það markmið kjarasamninganna, að bifreiðir lækki nm 30% og vísitala framfærslukostnaðar lækki um 1,5%, náist. Bifreiðaumboðin hafa samþykkt að hækka ekki hlutfall álagningar sinnar og lækkar hún þvi í raun í krónum talið. Þorsteinn Pálsson, Qármálaráð- verið í kjarasamningunum. herra, lagði frumvarpið fram og sagði að ljóst væri að fyrri aðgerðir ríkisstjómarinnar hefðu ekki gengið nægilega langt til að ná settum markmiðum. Því væri þetta nýja fmmvarp lagt fram enda því ætlað að ná því fram, sem ákveðið hefði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að viðræður vegna þessa hefðu verið teknar upp við fjármála- ráðuneytið strax og fjármálaráð- herra hefði komið heim af Norður- landaþingi. Embættismenn ráðu- V ínlandskortið: Næsta skref að ald- ursgreina bókf ellið — segir Richard Schwab prófessor við Kaliforníuháskóla „EF SANNA á eitthvað eða afsanna frekar um aldur Vinlands- kortsins verður að aldursgreina bókfellið, sem það er teiknað á, með kolefnisaðferðinni C-14,“ sagði Richard Schwab, prófessor í sagnfræði við Kaliforníuháskóla í Davis, í simtali við Morgun- blaðið. Sl. sunnudag birti Morgun- blaðið frétt á baksíðu þar sem sagt er frá því, að nýjar rannsókn- ir vísindamanna við háskólann í Davis hafi leitt í ljós, að Vínlands- kortið gæti verið ófalsað. Fréttin var byggð á grein í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Time. „ Time tók heldur dýpra í árinni en við gerðum sjálfír. Kjami máls- ins er sá, að niðurstöður okkar hér í Davis leiða í ljós, að ekki er hægt að dæma Vínlandskortið falsað á þeim forsendum sem gert var 1974,“ sagði Schwab, sem er einn þeirra er rannsökuðu kortið. „Títanið í blekinu var allt of lítið til þess að sanna nokkuð um aldur þess. Hins vegar sanna niðurstöð- ur okkar ekkert um það hvort kortið er ófalsað. Til þess að finna út aldur þess verður að taka ræmu úr bókfellinu og greina það með C-14-aðferð. Okkar þætti er lokið. Ég er hins vegar á því, að kortið sé falsað," sagði Schwab, „en nokkrir félaga minna í rann- sóknarhópnum telja, að það geti verið ósvikið. Að mínu mati hafa verið færð nokkuð sannfærandi rök fyrir því, sagnfræðileg og kortfráeðileg, að kortið sé fremur ungt; t.d. er Grænland teiknað þar sem eyja löngu áður en það er gert á nokkru öðru korti og svo em útlínur Vínlands, Græn- lands og íslands svo nákvæmar, að mér finnst ótrúlegt að kortið sé eins gamalt og sumir vilja vera láta. Þá finnst mér það hafa varðveist grunsamlega vel. En skoðun mfn eða annarra skiptir ekki máli í þessu efni. Ef finna á aldur kortsins verður að beita kolefnisaðferðinni við ald- ursgreiningu bókfellsins," sagði Richard Schwab prófessor. Vfnlandskortið er nú í vörslu Bginecke-bókasafnsins í Yale. neytisins hefðu síðan unnið að leið- réttingu þeirra mistaka, sem orðið hefðu við fyrri útreikninga. Verð- lagsstjóri hefði einnig rætt við bif- reiðaumboðin og full ástæða væri til að treysta því, eftir þau samtöl, að öll bifreiðaumboðin héldu sig við sama hlutfall álagningar og áður, sem þýddi í raun að hún lækkaði í krónutölu. Þetta þýddi í raun 30% verðlækkun á ódýrari bifreiðum og að staðið væri við samkomulagið. Verðlagsstofnun hefur eftir þetta borið saman verð og álagningu á §órum tegundum bifreiða fyrir og eftir lagabreytingamar og sam- kvæmt þeim lækkar álagning í krónum talið um 12.000 til 17.000 krónur. Daihatsu Charade kostaði áður 401.000 krónur, áiagning 36.000, en kostar nú 280.000 krón- ur, áiagning 24.000. Volkswagen Golf kostaði 585.000 krónur, álagn- ing 41.000, kostar nú 403.000, álagning 27.500. Nissan Cherry kostaði áður 510.000, álagning 49.000, kostar nú 355.000, álagn- ing 33.000. Mazda 323 kostaði áður 490.000 krónur, álagning 51.000, kostar nú 341.000, álagning 34.000. Álagning á bifreiðir er frjáls. Verðlagsstjóri, Georg Ólafsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í kjölfar þessa yrðu verðkannanir auknar verulega og myndi áherzlan á næstunni meðal annars verða lögð á verðlagningu heimilistækja. Sjö millj. horfðu á Hólmfríði New Haven, 10. mars. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni. Ungfrú heimur, Hólmfríð- ur Karlsdóttir, kom afar vel fyrir í sjónvarpsþættinum TODAY í morgun. Hólmfríð- ur var fijálsleg og glaðvær í framkomu. Um það bil sjö milljónir manna horfðu á þáttinn. Hún var kynnt sem Ungfrú heimur „from the top of the world". Stjómandinn, Jane Pauley, spurði margs og Hólm- fríður svaraði í léttum tón. Aðspurð um þessa norrænu fegurð svaraði hún þvl til að ómengað land og vötn, ásamt hollu fískmeti væru meðal helstu ástæðna. Hólmfríður Karlsdóttir kom fram á besta tíma f morgun, en NBC-sjónvarpið sendir TO- DAY-þáttinn út milli kL sjö og níu virka daga. Blaðafulltrúi þáttarins, Cathy Graham, sagði fréttaritara Morgunblaðsins að þetta væri vinsælasti morgun- þátturinn í Bandaríkjunum. Félag starfsfólks í veitingahúsum: Kjarasamningar felldir FÉLAG starfsfólks í veitingahús- um felldi nýgerða kjarasamn- inga með 45 atkvæðum gegn tvcim, þrír sátu hjá, á almennum félagsfundi i gær. Um 600 manns eru í félaginu. „Á fundinn komu fyrst og fremst þeir sem eru með mánaðarlaun á bilinu 18 til 20 þúsund og fínnst að vonum erfitt að lifa af þeim launum," sagði Sigurður Guð- mundsson formaður félagsins Hann sagði að atkvæðagreiðslai hefði komið sér nokkuð á óvart Að vísu hefði verið ljóst að óánægji hefði gætt með nýgerða samningi meðal félagsmanna en vegna já kvæðrar umfjöllunar í öllum Qöl miðlum og þeirrar staðreyndar ai samningamir hefðu verið sam þykktir í öðrum verkalýðsfélögum þá kom svo afgerandi niðurstaði sem þessi, honum á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.