Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR ll.MARZ 1986 íslenzk mínni Gísli Sigurðsson við eitt verka sinna. Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrir réttum fjórum árum hélt Gísli Sigurðsson málverkasýn- ingu í Kjarvalssal á Kjarvalsstöð- um og sótti þá myndefnið í Ijóð íslenzkra góðskálda. Nú er hann aftur á ferðinni með málverkasýningu er byggir á myndefni er hann hefur að veru- legu leyti sjálfur séð og upplifað í sinni æskusveit í Hreppunum. Allt frá kreppuárunum austur í Tungum þegar kirkjan í Úthlíð fauk og kaupakonur komu á hveiju sumri með pilsaþyt og fyrirheit. Þá fá þjóðsögurnar sitt rými og nokkuð er af manna- myndum, bæði í „portrett“-stfl og lausbeislaðri mótun. Hér stílar Gísli á líf og gleði í margri mynd og víst er það verðugt viðfangs- efni fyrir nútímamálara. Að þessu sinni er það Vestur- salur Kjarvalsstaða sem hýsir málverkin sem eru 70 að tölu, flest í meðalstærð en nokkur allstór. — Það er mikil litagleði sem einkenn- ir þessa sýningu og litimir eru af glaðlegri tegundinni í flestum myndanna og þannig séð nær hún tilgangi sínum. Þá er samræmið hér meira en á fyrri sýningum Gísla, óþvingaðra og markvissara. Þegar svo formið og skynræn uppbygging fylgja þessari þróun nær hann án efa heillegustum árangri og hér vísa ég til mynda eins og „Sláturhúsaballið" (31), „Tvær úr Tungunum" (36), „Af- mælisveisla" (58) og „Á frumsýn- ingfu“ (62). Allt eru þetta sterkar myndir og hér hefur gerandinn náð mikilsverðum áfanga því að myndimar taka því stórum fram, sem hann hefur áður gert í senn litrænt sem og í listrænni mótun. Þetta er einnig í heild sterkasta sýning Gísla Sigurðssonar til þessa þótt hann hafi ekki sniðið af sér allra hnökra hvað snertir formflækjur og ruglingslega myndbyggingu. Ekki er ég heldur sáttur við ljúfa og glaðlega liti þegar lýsa skal voðaviðburðum líkt og jarðskjálftanum 1896 „Við hruninn bæ“ (67). Hér hefðu átakameiri vinnubrögð í lit verið ineir við hæfi, — gjaman sterkir og hvellir en síður undurblíðir og fagrir. Þá finnst mér fólkið í myndum Gísla öllu viðkunnanlegra utan landslagsins en inni í því — ein- faldlega vegna þess að það er þá svo miklu betur málað. Þessi leik- ur með svipmyndir inni í landslagi er að verða nokkuð útjaskaður þótt hann eigi fyllsta rétt á sér í sumum tilvikum. Hér þarf þá iallt að falla saman og upplifunin að vera hrein, sönn og sterk — helst þarf að gneista af henni. Það er mjög rétt stefna að leita fanga í umhverfi sitt, vera virkur í því og sannur uppruna sínum. Þetta er hægt að gera á ótal vegu og hér þarf enginn að virka gamal- dags né „sveitó", því að virkja má hér byltingarkenndustu fram- úrstefnu líkt og hvað annað. Hér gildir að upplifa og uppgötva og gæða hlutina nýju og safaríku lífi í ætt við ramma lífskvikuna. Að sumu leyti minnir þessi sýn- ing mig á heimsókn í Borgarlista- safnið í Helsingfors og þá einkum hvað myndir frá sveitaböllum snertir svo og sumar þær myndir er ég nefndi hér áður. Finnar hafa nefnilega gert þessu mynd- efni góð skil en bein áhrif sé ég þó ekki nema að litameðferðin hefur yfír sér norrænan hugblæ. — Það er auðséð af þessari sýningu að Gísli hefur gefíð sér meiri tíma til málunar en áður og jafnframt haft til þess meira næði því að myndimar eru óþvingaðri, opnari og ferskari en fyrr. Sýning- in markar dijúgan áfanga fyrir Gísla Sigurðsson og opnar honum nýja möguleika til margra átta og meiri átaka. Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, s: 21870,20998 Ábyrgö — reynsla — öryggi Akurholt Mos. Einb.hús á einni hæð ca. 138 fm. Bílsk. 30 fm. Markarflöt Gbæ. Einlyft einb.hús ca. 245 fm ásamt tvöf. bílsk. Laugalækur Endaraðhús á 2 hæðum auk kj. með lítilli íbúð. Verð 3,8 millj. Laugarnesvegur Parhús á þremur hæðum ca. 110 fm. Mikið endurn. Bílskúr. Goðheimar 150 fm íbúð á 2. hæð. 28 fm bílsk. Geta verið tvær ibúðir. Verð 3,8-4 millj. Efstasund Ca. 130 fm sérhæð og ris, 48 fm bílsk. Verð 3,2 millj. Holtagerði Ca. 106 fm rúmgóð neðri hæð ítvíb.húsi. Bílskúrssökklar. Æsufell 4ra-5 herb. ca. 110 fm íb. á 3. hæð. 50% útborgun. Njálsgata 4ra herb. íb. ca. 101 fm á 2. hæð í fjórb.húsi. Mikið endurn. Krummahólar 3ja herb. ca. 85 fm íb. á 5. hæö. Bílskýli. Kirkjuteigur 3ja-4ra herb. ca. 80 fm kj.ibúð. Mikið endurn. Verð 1900 þús. Guðrúnargata 3ja herb. ca. 87 fm lítið niðurgr. kj.íbúð. Sérinngangur. Verö 1800-1850 þús. Bergstaðastræti 3ja herb. ca. 80 fm íb. á 1. hæð. Verð 1600 þús. Rekagrandi Mjög falleg 2ja herb. ca. 67 fm íb. á 1. hæð. Bílskýli. Blikahólar 2j herb. íb. ca. 65 fm á 4. hæð. Verð 1650 þús. Góð matvöruverslun með 2-2,5 millj. króna veftu. Uppl. aðeins á skrifstofu. Hilmar Valdimarsson s. 687225, Kolbrún Hilmarsdóttir s. 76024, Sigmundur Böðvarsson hdl. Afmælissamkeppni 1986 »Álog notkun þess í framtíðinni“ Árið 1886 kom fyrst fram vísir að áliðnaði. í tilefni þessa afmælis efna Samband svissneska áliðnaðarins (VSAI) og tíma- ritið Svissneska álhringsjáin (SAR) til samkeppni meðal þeirra sem kunna að hafa nýjar hugmyndir fram að færa í notkunartækni áls. 1. Viðfangsefni Hægt er að senda inn tillögur sem miðast við nýjar vörur, hönnun, lausn á tilteknum vandamálum og aðferðir sem snerta notkun- arsvið áls, svo sem umbúðir, vöruflutninga, byggingariðnað, raftækniiðnað, vélsmíði o.s.frv. 2. Þátttaka Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni. Þátttökueyðiblöð ásamt fást hjá ÍSAL. 3. Verðlaun í samkeppninni Sérstök dómnefnd velur fjórar bestu tillögurn- ar, sem hljóta eftirtalin verðlaun: 1. Verðlaun u.þ.b. kr. 132.000 (Sfr. 6.000) 2. Verðlaun u.þ.b. kr. 88.000 (Sfr. 4.000) 3. Verðlaun u.þ.b. kr. 44.000 (Sfr. 2.000) 4. Verðlaun u.þ.b. kr. 22.000 (Sfr. 1.000) 4. Skilafrestur Tillögum skal skilað í sfðasta lagi mánudaginn 31. marz 1986 (dagsetning póststimpils) til ritstjórnar SAR með eftirfarandi heimilisfangi Ritstjórn Schweizer Aluminium-Rundschau ^ Postfach 978 ^ CH-8034 Zíirich. Símanúmer 00411/472410. 1836-1986 AL I HUNDRAÐ AR Frisenette snýr aftur DÁVALDURINN Frisenette er væntanlegur hingað til lands og er í ráði að hann sýni listir sínar á fjórum skemmt- unurn. Hin fyrsta verður í Háskólabíói fimmtudaginn 13. mars næstkomandi. Frisenette hefur löngum verið vel tekið hér á landi og tilefni heimsóknar hans að þessu sinni er 50 ára starfsafmæli hans um þessar mundir. Morgunblaðið/RAX Dávaldurinn Frisenette á skemmtun í Háskólabíói. Veistu hvað er innifalið í fermingar- myndatökunni hjá okkur? 14 til 16 mismunandi prufur 9x12 sm hver í sinni möppu. 2 prufur 18x24 sm. Önnur í gjafamöppu og hin í ramma. Ljósmyndastof an Mynd, sími 54207. Ljósmyndastof a Kópavogs, sími 43020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.