Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 21 Skýrslur nautgriparæktarfélaganna 1985: Freyja 28 mjólkaði mest — Efri-Brunná í Saurbæ með nýtt Islandsmet KÝRIN FREYJA númer 28 á Sólheimum í Staðarhreppi í Skagafirði mjólkaði mest allra kúa á síðasta ári, 9.059 kOó mjólkur. Tíu kýr mjólkuðu meira en 8.000 Idló á árinu, og eru það mun fleiri kýr en áður. Sýnir þetta að þeim fjölgar alltaf afburðamjólkurkúnum, að sögn Jóns Viðars Jónmundssonar nautgriparæktarráðunautar Bún- aðarfélags íslands sem tekið hefur saman lista um afurðahæstu kýrnar og bestu meðaltölin eftir búum og landshlutum. Fía nr. 153 frá Hríshóli í Eyja- fírði á íslandsmetið, hún mjólkaði 9.551 kg mjólkur árið 1983. Hér á eftir fer listi yfír bestu kýmar: Kýr sem mjólkuðu 8.000 kg af mjólk eða meira árið 1985. Sturlaugur Eyjólfsson á Efri- Brunná í Saurbæjarhreppi í Dala- sýslu átti afurðahæstu kýmar í fyrra samkvæmt skýrslum naut- griparæktarfélaganna. Kýmar hans mjólkuðu 6.207 kg að meðal- tali og em það mestu afurðin hjá búi sem sést hafa í skýrslum félag- anna, að sögn Jóns Viðars. Félags- búið Baldursheimi í Mývatnssveit átti fyrra met, 6.019 kíló. Hér á eftir fer listi yfír afurðahæstu búin, þar sem vom 10 árskýr eða fleiri. Kýr: Freyja28 Véfrétt 5 Líf 17 Bönn 58 Flóra 25 Lukka 153 Fía 153 Skvetta 88 Rósa 27 Kotasæla 48 Bær: Sólheimum, Staðarhreppi Kaldbak, Rangárvöllum Efri-Bmnná, Saurbæ Stóm-Sandvík, Sandv.hr. Heiði, Ásahreppi Dæli, Svarfaðardal Hríshóli, Saurbæjarhr. Syðri-Bægisá, Öxnadal Gmnd, Svínavatnshreppi Búrfelli, Y-Torfustaðahr. Mjólk kg: 9.059 9.014 8.934 8.674 8.478 8.331 8.204 8.102 8.037 8.034 Prófastar landsins þinga á Akureyri ÁRLEGUR fundur biskups með hinum 15 próföstum landsins verður að þessu sinni haldinn á Akureyri dagana 11.—13. mars. Fundurinn mun m.a. fjalla um þau lagafrumvörp, sem eru á döfinni, t.d. um kirkjugarða og ennfremur um framkvæmd þeirra laga kirkjulegs efnis sem nýverið hafa tekið gOdi. Fundur- inn er haldinn i kapeOu Akur- eyrarkirkju, segir í frétt frá Biskupsstofu. Fundurinn verður settur síðdegis á þriðjudag en síðan flytur sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ fram- sögu um efnið: Héraðssjóðir og héraðsnefíidir. Slíkir sjóðir em nú að komast á innan prófastsdæm- anna og styðja við sameiginleg verkefni þar. Á miðvikudag em tvö meginmál á dagskrá. Sr. Hjálmar Jónsson prófastur Skagfírðinga fjallar um framkvæmd nýrra laga um sóknar- nefndir og fl. og prófastur Vest- firðinga, sr. Láms Þ. Guðmunds- son, hefur framsögu um prófasts- dæmið sem starfsheild, verkstjóm prófasta og samfélag innan pró- fastsdæmisins. Starfsháttanefnd kirkjunnar hefur einmitt lagt ríka áherslu á prófastsdæmin sem starfsheildir enda era þau yfírleitt heppilegar einingar til þess, land- fræðilega sem tölulega. Á fímmtudag mun sr. Ólafur Skúlason dómprófastur kynna fmmvarp til laga um kirkjugarða, sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi. Bæjarstjóm Akureyrar býður próföstum til hádegisverðar og sóknamefndir hafa einnig boð inni og munu kynna prófostum kirkju- legt starf í höfuðstað Norðurlands, m.a. byggingu Glerárkirkju. Á miðvikudagskvöld 12. mars kl. 20.30 verður föstuguðsþjónusta í Akureyrarkirkju með þátttöku pró- fastanna. Þar predikar sr. Fjalar Siguijónsson. Þetta er í 8. sinn sem prófasta- fundur er haldinn og í fyrsta sinn sem efnt er til hans utan Reykjavík- ur. Afurðahæstu bú áríð 1985 þar sem voru 10 árskýr eða fleiri, Bú: Sturlaugur Eyjólfsson, Efri-Bmnná, Saurbæ Jón og Sigurbjörg, Búrfelli, Y-Torfustaðahr. Félagsbúið, Baldursheimi, Mývatnssveit Sverrir Magnússon, Efra-Ási, Hjaltadal Guðmunda Tyrfíngsd., Lækjartúni, Ásahreppi Kristján B. Pétursson, Ytri-Reistará, Ámeshr. Guðlaugur Jónsson, Voðmúlast. A-Landeyjum Guðbj. Ingvas., Arabæjarhjál., Gaulverjab.hr. Viðar Þorsteinsson, Brakandi, Skriðuhreppi Guðmundur Guéjónss., Brekkukoti, Reykholtsdal Árs- Mjólk Kjarnf. kýr: kg: kg: 27,5 6.207 958 21,9 5.974 1.400 15,5 5.739 1.146 27,5 5.681 921 17,3 5.654 13,8 5.612 1.112 24,6 5.570 20,9 5.546 910 25,6 5.351 634 24,8 5.310 843 Meðaltal árskúa hefur aldrei verið betra en á árinu 1985, sam- kvæmt skýrslum nautgriparæktar- félaganna, eða 3.948 kg mjólkur. Mestar hafa afurðimar áður verið 1983, 3.872 kfló. Siglufjörður: Skarphéðinn efstur hjá fram- sóknrmönnum Siglufirði, 10. mars. UM HELGINA fór fram prófkjör hjá framsóknarmönnum á Siglu- firði vegna bæjarstjórnarkosn- inganna í vor. Urslit urðu sem hér segir: 1. Skarphéðinn Guðmundsson, kennari. 2. Ásgrímur Sigurbjömsson, um- boðsmaður. 3. Freyr Sigurðsson, forstjóri. 4. Guðrún Hjörleifsdóttir, húsfrú. 5. Ásdís Magnúsdóttir, skrifstofu- maður. BODY FORMING Ný snyrtilína fyrir líkamann frá TBiodroqa BodyForminfr\>ygg\r upp, styrkir, mýkirogveitirafslöppun. Body Forming snyrtilínan samanstendur af: 1) IMuddkrem fyrir appelsínuhúð og þurra bletti. !) Skrúbbkrem til að mýkja stíflaða fitukirtla, fílapensla og hreinsa upp dauð- ar húðfrumur. 3) Styrkingarkúr fyrir bringu, brjóst og háls. 4) Sápa fljótandi í sturtu eða í afslapp- andi karbað. Dekraðu við sjálfa þig og veittu þér Body | Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu Biodroga Body Forming sett á tilboðsverði Forming-tilboðssettið frá Biodroga strax kr. 760,00... stk. + póstkröfugjaid. <cS/ Nafn: fella Heimili: I Póstnr: Staður: Bankastræti 3, sími 13635. Póstsendum. | Tilboðið gildir til 15. marz 1986 FAG kúlu-og rúllulegur SUÐURLANDSBRAUT 8 jgfsÍMI 8467°^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.