Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Fylgst með verðlagi # Leiksvið illskunnar Um svipað leyti og gengið var frá kjarasamningum hér á landi, sem eiga að vera lokaskref á leið verðbólgunnar niður á líkt stig og í nágranna- löndum, ákvað Jose Samey, forseti Brasilíu, að gera leiftur- sókn gegn verðbólgu. I Brasilíu var verðbólga 220% á síðasta ári. Á síðustu tveimur mánuðum hefur hún stefnt í 500% á ári. Brasilíuforseti hélt, að hann gæti farið niðurtalningarleið í verðbólgustríðinu. Hann hefur nú horfið frá því og tekur meðal annars mið af reynslu nágranna sinna í Argentínu; í júní á síðasta ári var verðbólga 30% á mánuði í Argentínu. Hún er nú komin niður í 3% á mánuði. Breska vikuritið Economist segir, að í Argentínu hafí þessi árangur náðst, af því að tekist hefur að minnka halla á ríkissjóði, sem nam allt að 12% af landsfram- leiðslu. Til að nýgerðir kjarsamningar stuðli að minnkandi verðbólgu hefur ríkissjóður lækkað skatta, tolla og opinber þjónustugjöld. Hið sama má segja um sveitar- félög. Nokkur halli er fyrirsjáan- legur á ríkisbúskapnum á árinu. Hann á þó að vera töluvert minni en á árinu 1985 og ætlunin er að brúa bilið með lántöku innan- lands. Til að efnahagsþróun fari ekki úr böndum er brýnt að fýlgjast náið með verðlagi. Eco- nomist segir okkur þessar fréttir frá Brasilíu: „Enginn þarf að efast um, að léiftursókn Jose Samey, forseta Brasilíu, gegn verðbólgu nýtur vinsælda. Neyt- endur hafa sýnt honum stuðning með innkaupavögnum í stór- verslunum, þeir hafa stöðvað afgreiðslu við kassana í búðum, þar sem kaupmenn liggja á því lúalagi að hækka verð þrátt fyrir „hraðfrystingu" forsetans á öllu verðlagi, launum ogvöxtum." Hér á landi er nú náið fylgst með þróun verðlags eftir fyrir- heit, sem ganga ekki aðeins út á, að það skuli vera óbreytt heldur skuli það beinlínis lækka. Viðbrögðin við hækkun iðgjalds á bifreiðatryggingum era til marks um, að þess er krafíst, að fyrirtæki geri nákvæma grein fyrir því á opinberam vettvangi á hvaða forsendum hækkanir byggjast. Þegar í ljós kom, að lögin, sem Alþingi samþykkti strax eftir kjarasamninga, dugðu ekki til að lækka verð á bílum eins og um hafði verið samið, ákvað Þorsteinn Pálsson, íjármálaráðherra, að flytja nýtt framvarp til að ná yfírlýstu markmiði. Skjót viðbrögð ráð- herrans í þessu efni era stað- festing á því, að stjómvöldum er full alvara, þegar þau segja, að verð skuli lækka. Auglýsingar um verðlækkanir setja nú svip á fjölmiðla. Verð- lagsstofnun segir, að hún ætli að fylgjast náið með þróuninni. Því hefur verið hreyft, að opin- bert hámarksverð kunni að verða sett, telji yfírvöld það nauðsynlegt. Opinber miðstýr- ing á verðlagi dugði okkur ekkert í verðbólguslagnum. Segja má, að betur hafí gengið í honum eftir að verðlagshöft vora afnumin. Markaðsöflin era best til þess fallin að hafa hemil á verðlagi og veita þeim aðhald, sem ganga of langt í hækkun- um. Neytendur sjálfír, viðskipta- vinir verslana og kaupendur þjónustu, ráða hér úrslitum. Nú gefst þeim prýðilegt tækifæri til að sýna vald sitt gagnvart ís- lenskum fyrirtækjum — vonandi þurfa þeir ekki að sýna sömu hörku og neytendur í Brasilíu. Hurð nærri hælum Sú gleðifrétt barst um hádeg- ið í gær, að með snarræði hafí tekist að forða 45 manns frá stórslysi í flugtaki Fokker- vélar Flugleiða til Patreksfjarð- ar. Frásagnir af því, sem gerðist þegar vélin gat ekki hafíð sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli heldur skall á nefíð og rann út á Suðurgötu við Skeijaijörð, lílgast kraftaverkasögu. Það steðjaði ekki einvörðungu hætta að þeim, sem í vélinni vora, heldur gerðist atburðurinn við fjölfama umferðaræð og svo vel vildi til, að þar var enginn á ferli í þann mund sem flugvélin rann út af vellinum. Samkvæmt hugmyndum um framtíðarskipulag Reykjavíkur- flugvallar, sem nýlega vora samþykktar í borgarstjóm Reykjavíkur, era ráðagerðir um að lengja þá braut er liggur frá Öskjuhlíð út að Skerjafírði (austur-vesturbrautina) um 300 m út í fjörðinn. I tillögu Olafs Pálssonar, verkfræðings, sem fylgir skipulagsstillögunni er rætt um tvo kosti við vegagerð vegna þessa: (a) Suðurgata haldi sér og gerð verði göng undir flugbrautina; (b) Suður- götu verði lokað en Einarsnes, gatan meðfram flugbrautinni, verði lengd fyrir endann á braut- inni og tengd Ægissíðu gegnt Lynghaga. Þessi lenging brautarinnar á að draga úr flugumferð yfír miðborg Reykjavíkur. För flug- vélarinnar inn á Suðurgötu í gær minnir Reykvíkinga óþyrmilega á nábýlið við flugvöllinn. Aldrei er nóg að gert í öryggismálum, þótt jafn giftusamlega hafí tek- ist í þessu tilviki og raun ber vitni. Leiklíst Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: RIKARÐUR ÞRIÐJI eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Tónlist: Terry Davies. Lýsing: Ben Ormerod. Búningar: Hilary Baxter. Leikmynd: Liz da Costa. Leikstjóri: John Burgess. Aðstoðarleikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Það er ekkert minna en sjálf veröld- in sem William Shakespeare fæst við að lýsa í Ríkarði þriðja. Öll veröldin er leiksvið. Að þessu sinni er það illskan sem stjómar, allir þeir lestir sem nöfnum tjáir að nefna leika lausum hala á sviðinu. Og þeir eru einkum samankomnir í gervi kroppinbaksins, ófreskjunn- ar Ríkarðs konungs þriðja. Samviska, það er orð sem heiglum hentar, segir Ríkarður í einni af mörgum einræðum sínum. I þeim afhjúpar hann fláttskap sinn, veitir áhorfendum innsýn í myrkviði hugans. Það er þessi voðamaður sem á tímum Shakespeares er far- inn að heilla áhorfendur meira en góðmennið. Það er vissulega einnig staðreynd að í félagslegum og list- rænum tilgangi gerði Shakespeare Ríkarð þriðja verri en hann í raun og veru var. Ríkarður verður í leik- ritinu persónugervingur alls hins vonda, verri en unnt er að ímynda sér einn mann. En þessi hræðilegi maður á sínar mannlegu hliðar. I bæklun hans felst viss réttlæting gerðanna. Vegna klókinda sinna og greindar nýtur hann þess að leika á hina sviplausu hirð sem hópast í kringum hann. Hann er í senn hrekkjalómur og fantur. Þetta kemur ekki síst fram í samskiptum hans við konur. Hann smánar móður sína og hann fer á fjörur við konur sem hann hefur gengið eins langt í að niður- lægja og nokkur kostur er. í upp- hafí leikritsins tekst Ríkarði til dæmis að gera Önnu prinsessu sér undirgefna þótt hann hafí myrt eiginmann hennar og bræður. John Burgess leikstjóri er trúr nýjungum í sviðsetningu leikrita Shakespeares. Sama er að segja um Liz da Costa leikmyndahönnuð, Hilary Baxter sem er höfundur búninga, Ben Ormerod ljósahönnuð og tónskáldið Terry Davies. Sam- vinna þeirra stuðlar að mjög eftir- minnilegri sýningu þótt ekki verði hún talin stórkostleg. Sýningin öll vitnar um fagmannlega vinnu og skemmtilegar lausnir. í anda tím- ans er texti skáldsins aðalatriðið. Þýðing Helga Hálfdanarsonar er mergjuð og markviss, í senn einföld og kjammikil. Tekist hefur betur en ég man eftir að koma þýðingu eftir Helga til skila, láta orðin njóta sín á vörum leikaranna og ná fram í sal. Þótt sýning Ríkarðs þriðja sé löng eru fáar gloppur í henni, áhorf- andinn verður gagntekinn af orðum leikskáldsins. I textanum sjálfum er fólginn svo mikill kraftur að eilítið hik sumra leikara og smá- vægilegir gallar í framsögn skyggja ekki verulega á. I jafn langri sýningu hlýtur það að teljast eðlilegt að áherslur séu misjafnlega áhrifaríkar. Ég verð þó að játa að ofsafengin túlkun Helga Skúlasonar strax í upphafi skaut mér skelk í bringu. Tekst honum að tjá sig með þessum hætti sýning- una á enda? spurði ég sjálfan mig. Smám saman urðu þessar áhyggjur að engu. Helgi náði góðum tökum á hlutverki hins illa. Og honum tókst að vekja dálitla samúð með Ríkarði, jafnvel þegar illar hugsanir voru hvað ágengastar, samanber óþol hans vegna þess að ungir synir Játvarðar fjórða ógna veldi hans. Ríkarður þriðji mun;verða talinn meðal helstu hlutverka Helga Skúlasonar. Það eru mörg sterk atriði í Rík- arði þriðja. Meðal þeirra bölbænir Margrétar ekkjudrottningar sem Kristbjörg Kjeld lék. Margrét spáir í upphafi um þá ógnartíma sem framundan eru. Kristbjörg náði að túlka Margréti af sannri reisn. Magnþrungið atriði frá höfúnd- arins hendi varð þó duaflegt. Það minnti á sunnudagaskóla. Eg á við það þegar fórnarlömb Ríkarðs birt- Sinfóníuhlj óm- sveit æskunnar Tónlist Jón Asgeirsson Þessir tónleikar eru um margt mjög merkilegir, ekki aðeins fyrir þá sök að flutt var eitt af meirihátt- ar hljómsveitarverkum tónlistar- sögunnar heldur og að þama ber fyrir augu og eyru árangur þess starfs sem tónlistarskólamir í landinu eiga sameiginlega þátt að og lyft hefur tónlistarlífí íslendinga upp úr ládeyðu kunnáttuleysis. Það eru ékki mörg ár síðan ekki var mögulegt að manna slíka hljómsveit og jafnvel að nokkur þeirra hljóð- færa, sem nota skal, vom ekki til MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U.MARZ 1986 27 Helgi Skúlason í hlutverki Ríkarðs þriðja. ast honum í draumi á örlagastundu. Sjaldan hefur mér þótt Gunnari Eyjólfssyni takast betur en í hlut- verki Játvarðar konungs fjórða. Harmræn túlkun Gunnars var hljóðlát og átakanleg. Hertogafrúin af Jórvík, móðir illfyglisins, var í höndum Herdísar Þorvaldsdóttur, og var hún ákaf- lega sannfærandi í hlutverkinu, ekki síst þegar hún harmar að hafa borið slíkan ógæfumann sem Ríkarð undir belti. Mjög kveður að Margréti Guð- mundsdóttur í hlutverki Elísabetar, drottningar Játvarðar fíórða. Eink- um var Margrét stórbrotin þegar- þau áttust við, hún og Helgi Skúla- son, þegar að því kemur að konung- urinn vill fá dóttur Elísabetar eftir að hafa látið myrða bræður hennar. Slíkur samleikur er ekki á hveiju strái. Ragnheiður Steindórsdóttir var svipmikil í hlutverki Önnu prinsessu og lét engan bilbug á sér fínna þótt röddin háði henni að þessu sinni, en það stendur til bóta. Með túlkun Hastings lávarðar náði Flosi Ólafsson óvenjulegri breidd. í túlkun hans varð þó skopið ofan á. Geðfelld var túlkun Erlings Gísla- sonar á Georg, hertoga af Klarens. Vitanlega mætti halda slíkri upptalningu lengi áfram. En aðrir sem nokkra athygli vöktu fyrir túlk- un sína vom: Pétur Einarsson, Ró- bert Amfinnsson, Rúrik Haralds- son, Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Skúlason, Valur Gíslason og Þröst- ur Guðbjartsson. Vandmeðfarin hlutverk bamanna vom túlkuð furðuvel af hinum ungu leikumm. Leikhús með metnað hefur skyld- ur við klassískar leikbókmenntir, þarf að kynna áhorfendum það sem best hefur verið gert. Ég lít á sýn- ingu Þjóðleikhússins á Ríkarði þriðja sem virðingarverða tilraun hvað þetta varðar. Sýningin er sem fyrr segir ekki stórbrotin, en mjög vel gerð, öguð og framsækin. Um William Shakespeare segir Helgi Hálfdanarson m.a. að „þó hátt sé liðið á fíórðu öld síðan hann brá á loft sprota snilldar sinnar, á hann enn jafn brýnt erindi við hvert mannsbam; því hjörtu mannanna em söm við sig, og þar á hann sér vígðan vettvang". Shakespeare var bam síns tíma og með því að skyggnast djúpt í samtíð sína og í mannsálina kom hann með feng sem enn er í fullu gildi. Hjá honum urðu ýkjumar spegilmynd mannlífs, en mestu skiptir að þær urðu að lífvænlegum skáldskap. Stórbrotmn píanóleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Hollenskur píanóleikari, Her- mann Uhlhom að nafni, dvelst nú hér á landi og auk þess að halda píanóleikara að Kjarvalsstölum sl. föstudag, er hann leiðbeinandi á námskeiði sem haldið er á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Efnis- skrá tónleikanna var í raun fjór- skipt, fyrst klassík, þá rómantík og eftir hlé impressionismi og að end- ingu modemismi. Fyrsta hlutverkið var c-moll (K475) fantasían eftir Mozart og lék Uhlhom verkið mjög fallega en ef til vill einum of nærri rómantíkinni og notaði „mikinn pedal", eða eins og sagt er næstum „fraseraði" með pedalnum. Grand Gigue eftir Johann Wilhelm Ilássler (1747-1822) var næst á efnis- skránni og er það skemmtilegt verk. Hássler var nemandi Johanns Christian Kittel er var nemandi Bachs síðustu ár hans í Leipzig og var Hássler frægur hljómborðssnill- ingur, þó Mozart hafí orðið fyrir vonbrigðum, er þeir hittust í Dresd- en 1789. Næst var á dagskrá rómantíkin og það var Camaval op. 9 eftir Schumann. Uhlhom er feikna tekn- ískur og víst má leika Camaval með miklum tilþrifum, þó eitthvað kunni að berast til er stormar mikinn. Það vill svo til að margt sem þar ber á góma, em stemmn- ingar sem erfítt getur reynst að greina virkilega, þó gaman sé að heyra leikið með slíkum glæsibrag, sem Uhlhom gerði í Camaval. Eftir Hermann Uhlhorn hlé voru fulltrúar impressionismans Hollendingurinn Willem Pijper og Spánverjin Frederico Mompou. Það var svolítið einkennilegt með þau verk sem Uhlhom lék eftir þessa menn, að þau eru í raun aðeins tónræn hönnun og næstum án tón- rænnar merkingar. í síðasta verk- inu, „Þrír þættir úr Petrúska" eftir Stravinsky, er hin stefræna merk ing mjög kraftmikil og verkið því annað og meira en tónræn hönnun. Það var í þessu þrælerfiða verki sem Uhlhom sýndi leik sem trúlega er ekki að heyra á hveijum degi og í einu orði sagt var flutningur hans stórbrotinn. Björnsson (Dóri). A Abyrgð, skylda og fórn í landinu. Nú gera nærri eitt hundr- að hljóðfæraleikarar sér lítið fyrir og flytja þá níundu eftir Gustav Mahler. Skjótt hafa veður skipast í lofti, en vel að merkja, þá er sagan ekki öll sögð, þó þakka megi tónlist- arskólunum og starfsmönnum þeirra fyrir vel unnin störf, því það þarf ávallt einhvem einn til að ýta þar við steini, að skriðan fari af stað og þar á fiðlusnillingurinn Paul Zukofsky drýgstan hlut að máli. Starf hans verður seint þakk- að, því þó eflaust megi fá til starfa aðra hljómsveitarstjóra, hefur Paul Zukofsky haft lag á að espa með mönnum þann metnað, að þessir nemendatónleikar íslenskrar tón- listaræsku hafa undanfarin ár og í hvert sinn markað þáttaskil í tón- menntasögu íslands. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar var troðfullt hús. Stjómandinn, Paul Zukofsky, og unga tónlistarfólkið vom hyllt í lok tónleikanna með dynjandi lófataki og „bravó“-hróp- um. Á köflum lék hljómsveitin mjög vel, sérstaklega strengjasveitin og undur fallegur var leikur fyrsta homista í nokkmm strófum verks- ins. Frammistaða unga fólksins var í heild mjög góð, því verkið er mjög erfítt, hvort sem um er að ræða frá einfaldasta rithætti, þar sem eitt hljóðfæri leikur aðeins einn tón, til tónbálks, þar sem öll hljóðfærin em þanin til hins ýtrasta. I verkinu er ofíð í eitt úr hinum undarlegustu andstæðum, einfaldur með flóknum rithætti, grátur við hlátur, stríðs- mynd einnar mannsævi og sátt hans við að beygja sig fyrir dauðan- um en í þeim ósigri birtist fyrst mikilfengleg reisn mannsins. ís- lensk tónlistaræska flytur lífsupp- gjör Mahlers og er það ef til vill táknrænt fyrir andstæðurnar, þar sem upphafíð myndar samfellu við niðurlagið, til eilífrar framvindu andstæðnanna. Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Dalvíkur JÓI Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leikstjórn og leikmynd: G. Margrét Óskarsdóttir. Lýsing: Ingvar Jóhannsson. Félög áhugafólks um leiklist víða um land eiga Kjartani Ragnarssyni gott upp að inna. Hann hefur á liðnum áratug skrifað leikrit, sem hafa leyst af hólmi þvæld verk, innihaldsrýra farsa, sem hafa geng- ið ótrúlega lengi frá einum stað ti! annars eins og flakkarar fyrri tíða, jafnvel flækst hring eftir hring. Verk Kjartans hafa flest brýnan boðskap að flytja, eiga erindi við samtíð hans, án þess að það bitni á listrænum tökum eða kæfi alla gamansemi. Að því hefur verið vikið áður, að hann hafí fágætlega næmt auga fyrir því skoplega og undar- lega { fari mannskepnunnar og þykir þar að auki vænt um hana án þess að vera blindur á galla hennar. Svo vel hefur Kjartani tekist með leikrit sín, að þau eiga jafnt heima í atvinnuleikhúsunum, þar sem strangar kröfur eru gerðar, og í félögum áhugafólks víðsvegar um landið. Leikfélag Dalvíkur hefur áður sýnt leikritið Saumastofuna eftir Kjartan árið 1979 á 35 ára afmæli félagsins. Var það vönduð sýning og flest hlutverk í höndum sviðsvanra Svarfdælinga og Dalvík- inga. Að þessu sinni eru leikarar allir nýliðar, að tveim undantekn- um, sem ekki fara með veigamikil hlutverk. Af inngangsritsmíð í leik- skrá má ráða, að félagið hafí verið í nokkurri lægð á liðnu ári, en hafí nú hrist af sér slenið og ráðið til sín G. Margréti Óskarsdóttur leik- stjóra. Margrét er einn af stofnend- um Litla leikklúbbsins á ísafírði og starfaði með honum fyrstu árin, en síðasta áratuginn heftir hún komið við sögu leiklistarinnar víða um land, að því er leikskrá hermir, „m.a. við ljós, smíðar, saumaskap og leikstjóm." Er ekki að efa, að margþætt reynsla hefur komið henni að góðu gagni við uppfærslu á leikritinu Jóa við erfiðar aðstæður á Dalvík. Það þarf nokkum kjark til þess að setja upp sýningu sem þessa með algjörlega óvönu fólki. Þrátt fyrir ýmsa augljósa hnökra er árangurinn sómasamlegur og óhætt að fullyrða, að kvöldstund í ' leikhúsi Dalvíkinga er ekki illa varið. Albert Agústsson leikur þroskahefta piltinn, Jóa, á sann- færandi hátt. Framsögn hans er einkar skýr og klunnaleg einlægnin eðlileg. Einræður Alberts og sam- leikur hans og Óskars Óskarssonar í hlutverki brúðunnar Supermans em næsta minnileg og styrkja sýn- inguna og gefa henni listrænan svip. Mjög reynir á þau Áma Bjömsson og Helgu Matthíasdóttur í hlutverki hjónanna Dóra og Lóu. Bæði leggja þau sig mjög fram og með köflum er leikur Helgu með öllu óþvingaður, jafnvel með nokkr- um tilþrifum. Áma gengur verr að varpa af sér klafa reynsluleysis. Efast ég ekki um að þessi frumraun er þeim báðum góður skóli, svo þess er að vænta að þau leggi leik- listinni á Dalvík lið í framtíðinni. Aðrir leikarar em Sigmar Sævalds- son í hlutverki pabba, Sigurbjöm Hjörleifsson í hlutverki Bjama og Fjóla Magnúsdóttir, sem leikur Maggý. Þótt ekki sé ástæða til að nota sér sterk lýsingarorð, þá er þessi sýning heilsteyptari, en við er að búast af svo óvönu fólki og því og leikstjóranum til sóma. Hún vekur athygli á ýmsum þáttum mannlegra samskipta á líðandi stundu, sem ástæða er til að bregða ljósi á og meta. Ég er sammála leikstjóranum um það, að á þessari kvöldstund í leikhúsi Dalvíkinga hljóti hugir okkar að dvelja við hugtök eins og ábyrgð, skyldu og fóm. Hvað er íslensku þjóðfélagi nauðsynlegra um þessar mundir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.