Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR U-MARZ1986 Búnaðarþingi lokið: Maggisúpa er góð hugmynd að kvöldverði. Góð hugmynd að kvöldverði felur í sér að maturinn verður að vera öllum til hæfis, hollur, bragðgóður, einfaldur í matreiðslu, ódýr og tilbreyting frá hefðbundnum matseðli. Maggi súpa og meðlæti að óskum hvers og eins sameinar þetta ágætlega. Af Maggi súpum eru til 22 tegundir - þar á meðal uppáhaldstegundin þín. (frTTTTPdKfrFTlfift. SÍMI 83788 Ályktað um f itu o g sölumál lambakjöts Morgunblaðið/Ól. K. Mag. Nokkrir búnaðarþingafulitrúar við setningu búnaðarþings. Vinstra megin við borðið má m.a. sjá 8f.v.) Hjalta Gestsson, Gunnar Bjamason, Hermann Siguijónsson og Jón Olafsson, og hægra megin (t.v.) Egil Bjamason, Magnús Sigurðsson, Guttorm V. Þormar, Birki Friðbertsson, Júlíus Jónsson og Jón Kristinsson. 3Ö mál afgreidd frá búnaðarþingi BÚNAÐARÞINGI 1986 lauk á sunnudag. Það stóð yfir í 14 daga og afgreiddi 30 mái af 33 sem fyrir það voru lögð. Meðal þeirra eru yfirgripsmiklir lagabálkar, það er jarðræktar- og búfjárræktarlög. Þetta búnaðarþing er það síðasta á kjörtímabili búnaðarþingsfulltrúa. í sumar verða kosnir búnaðar- þingsfulltrúar til næstu fjögurra ára. í ávarpi sínu við þingslitin þakkaði Ásgeir Bjarnason forseti búnaðarþings búnaðarþingsfulltrúum fyrir gott starf og lýsti þvi yfir að hann gæfi ekki kost á sér á næsta búnaðarþing. Ásgeir hefur verið búnaðarþingsfulltrúi í 30 ár og viðloðandi búnaðarþing í 36 ár. Formaður Búnaðarfélags Islands og jafnframt forseti búnaðarþings hefur hann verið í mörg ár. Vitað er að fleiri búnaðarþingsfulltrúar munu nú láta af störfum, m.a. Hjalti Gestsson, sem setið hefur 20 ár á búnaðarþingi, og Teitur Bjömsson, sem setið hefur 24 búnaðarþing. Hér á eftir verður getið nokkurra máia frá búnaðarþingi. BÚNAÐARÞING ályktaði um sölu sauðfjárafurða og kynbætur með tilliti til fitusöfnunar. Hafði þingið til meðferðar skýrslu milliþinganefndar um bætta verslunarhætti við sölu á lamba- kjöti, ásamt erindi Magnúsar Sigurðssonar búnaðarþingsfull- trúa á Gilsbakka um kynbætur sauðfjár til minnkandi fitusöfn- unar á kjöt. Búnaðarþing tók eindregið undir það viðhorf sem fram kemur í erindi Magnúsar, en eftirfarandi kemur fram í því: „Það er einróma álit þeirra, sem fást við að selja kinda- kjöt, að fita sé of mikil á því og spilli sölu- og samkeppnismöguleik- um þess á markaði, líklega bæði hérlendis og erlendis. Ástæða er til að ætla, að með skipulegu ræktun- arátaki megi breyta þessu til nokk- urra bóta. Til þarf að koma: Rann- sóknir , frumrannsóknir og af- kvæmarannsóknir á kynbótakind- um; stefnumörkun af hálfu ráðu- nauta Búnaðarfélags íslands og kynbótanefndar, ennfremur stjóma kynbótastöðva að þvf er varðar val sæðingahrúta; leiðbeiningar um flárval til bænda af hálfú ráðu- nauta; og einbeitt viðleitni ein- stakra bænda til að þekkja eigin- leika Qárstofns síns að þessu leyti." Taldi Magnús að þetta þyrfti að ganga fyrir öðru í sauðfjárkyn- bótum á næstunni, án þess að þar með sé sagt að ekkert eigi að skeyta um kynbætur á öðrum eiginleikum. Vegna þessa erindis fól búnaðar- þing kynbótanefiid sauðfjárræktar eftirfarandi framkvæmdaatriði: 1) Að hlutast til um, að komið verði á nýju og markvissara kjötmati strax á næsta hausti. 2) Að auka afkvæmarannsóknir á hrútum, einkum þar, sem fjárstofnar hafa náð mikilsverðu ræktunarstigi I hagrænum eiginleikum, og leggja þar ríka áherslu á lágt fituhlutfall kjötskrokkanna. 3) Að leggja aukna áherslu á notkun hrúta á sæðingar- stöðvum, sem gefa afkvæmi með hagstætt vöðvahiutfall en litla fitu- söfnunareiginleika. Ennfremur beindi þingið því til stjómar Búnaðarfélags fslands ásamt markaðsnefnd og Landssam- tökum sauðfjárbænda að vinna að endurbótum á sölu og framboði á sauðfjárafurðum í samræmi við til- lögur milliþinganefndarinnar, en þær eru eftirfarandi: 1. Nýtt kjötmat komi til fram- kvæmda haustið 1986. 2. Verðlagningu einstakra gæða- flokka verði þannig hagað, að hún knýi framleiðendur til að aðlagast breyttum markaðskröfum. 3. Leitað verði samninga við nokkur sláturhús um að lengja sláturtíð í 3 mánuði. 4. Verðlagskannanir fari fram reglulega og til þeirra vandað þann- ig að borið sé saman verð á sam- bærilegum vörum. 5. Tryggja stöðugt gæðaeftirlit á vinnsluvörum. 6. Athuga möguleika á sérstökum Iambakjötsmatstað, til dæmis með samningum við aðila í veitinga- rekstri. 7. Verðlauna skyndibitastaði fyrir árangur í sölu á lambakjöti. 8. Verðlauna verslanir fyrir fram- boð og sölu á lambakjöti. 9. Koma á lambakjötsviku á veit- ingastöðum. 10. Koma á lambakjötskynningum í verslunum. 11. Gefa út handhæga „dreifipésa" með uppskriftum og leiðbeiningum um meðferð og matreiðslu. 12. Auglýsingaherferð í fjölmiðlum, einkum sjónvarpi. Undir nefndarálit milliþinga- nefndarínnar skrifa: Egill Bjama- son, Sauðárkróki, Hjalti Gestsson, Selfossi og Sigurgeir Þorgeirsson, sauðflárræktarráðunautur. Farymann Smádíselvélar 5.4 hö viö 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöövar 3.5 KVA StiM[rtia(y®(yr Vesturgötu 16, sími 14680. Kona á aldrinum 15-45? Þú gœtir þarfnast Oeöa oo vHagna B Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.