Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 49 Leit var erfið vegna vatnavaxta á láglendi og slyddu og snjóflóðahættu á heiðum uppi. Morgunbia««/RAX Leit að tveimur mönnum í Botnssúlum: Mikil snjóflóðahætta var á leitarsvæðinu Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni HÁTT á annað hundrað leitar- menn úr björgunar- og hjálpar- sveitum á Reykjavikursvæðinu leituðu í fyrrinótt og gærmorgun tveggja manna úr Alpaklúbbn- um, sem saknað var við Botnssúl- ur. Mjög erfið færð var á leitar- svæðinu vegna krapaelgs og mikil snjóflóðahætta var á slóð- um leitarmanna. Mennirnir tveir fundust heilir á húfi í skála Alpaklúbbsins í Súludal um kiukkan 11.20 í gærmorgun. Það var Iaust eftir miðnætti í fyrri- nótt sem Jóhannesi Briem, deildar- stjóra hjá Slysavamafélagi íslands, barst tilkynning frá lögreglunni á Selfossi um að mannanna tveggja væri saknað. Fjórir meðlimir Alpa- klúbbsins, þrír karlmenn og ein kona, höfðu á sunnudag farið á skíðum upp að Botnssúlum. Tveir urðu viðskila um eftirmiðdaginn og er þeir voru ekki komnir fram um klukkan 23.00 um kvöldið var haft samband við lögregluna á Selfossi. Leitarmenn frá björgunarsveitum SVFÍ, Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveitinni voru kallaðir út og var sérstaklega beðið um vanar fjalla- og klifursveitir, snjóbfla og sleða. Um 70 leitarmenn lögðu upp frá Svartagili um klukkan 4.00 á 5 snjóbflum, 23 sleðum og með 6 hunda. Annað eins lið lagði af stað í birtingu. Leitarsvæðið var Súlumar og svæðin sunnan þeirra frá Svartagili og vestur á Leggjabijót. Slæmt veður var á svæðinu í fyrrinótt, slagveður og rigning. Skyggni var 100 til 200 metrar, krap og ís undir og því mikil snjóflóðahætta. Miðaði leitarflokkum hægt áfram. Reynt var að koma endurvarpa fyrir fjar- skipti upp á Tjallið en það tókst ekki. Þá var flugvél Flugmála- stjómar send á ioft með endurvarpa og að sögn stjómenda leitarinnar brá þá til hins betra með íjarskipti. Var það laust eftir klukkan 10.00 í gærmorgun. Leitarsvæðinu var skipt í þijár leiðir. Var grófleitað á þeim öllum um nóttina og var markið sett á skála Alþaklúbbsins í Súludal. Reyndist vestasta leiðin ein fær að skálanum og fundu félagar úr Hjálparsveit skáta tvímenningana heila á húfi um klukkan 11.20 í gærmorgun. Svæði 2 hafði þá verið fínleitað í um 800 metra hæð. Þyrla Landhelgisgæslunar kom á svæðið um klukkan 11.00 en fékk lítið að gert vegna dimmviðris. Þá var varalið tiltækt í bækistöðvum en ekki þurfti á því að halda. Svæðisstjóm í Svartagili skipuðu Amgrímur Hermannsson FBS,' Engelhart Bjömsson SVFÍ og Jón Grétar Sigurðsson LHS og sögðu þeir að lórantæki á snjósleðum og í snjóbflum hefðu komið í góðar þarfír og hefðu létt allt skipulag vegna réttari staðarákvarðana. Jó: hannes Briem deildarstjóri hjá SVFÍ sagði aðspurður að ekki væri um að ræða að menn hefðu talstöðvar í ferðum sem þessum, og ekki hægt að átelja mennina tvo fyrir slæman útbúnað. Það eina sem mætti ef til vill átelja þá fyrir var að veðurspáin gerði ráð fyrir slæmu veðri um kvöldið og þeir hefðu því lagt á tæpasta vað hvað það snerti. Við viljum vekja athygli þína á að: snowcem sem þú ætlar að mála með í júní þarft þú að panta fyrir 10. apríl. snowcem sem þú ætlar að mála með í júlí þarft þú að panta fyrir 10. maí. snowcem sem þú ætlar að mála með í ágúst þarft þú að panta fyrir 10. júní. A MARKAÐURINN Mýrargötu 2, sími622422 engin spuming! Áttþú videotæki? Efekki, kíktu íHLJÓMBÆ og skoðaðu SHARP videotækin. Þú verðurekki fyrir vonbrigðum þvíhjá SHARP fara saman STERKBYGGING, LIPUR HÖNNUN OG ÓTRÚLEG GÆÐI. En þetta erekkiallt, snillingarnirhjá SHARPhafa haldið framleiðslukostnaði videotækjanna í lágmarki og þess vegna getur HLJÓMBÆR boðið SHARP videotæki á ævintýralegu verði, frá krónum 39,924^- stgr. Otrulegt verð - hágæða heimilistæki HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Snowcem aftur á íslandi Byggingamarkaðurinn hefur tek- ið umboð fyrir SllOWCem og býður þér nú að sérpanta á húsið þitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.