Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 37 Sigurður Hannesson, Akureyri — Minning Tengdafaðir minn, Sigurður Hannesson, lést þann 28. febrúar á 92. aldursári. Hann fæddist að Gilsárvallahjáleigu, síðar Grund, á Borgarfirði eystra, þann 30. júní 1894. Voru foreldrar hans Hannes Sigurðsson, hreppstjóri og smiður, síðast að Bjargi í Bakkagerðisþorpi, og kona hans, Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Sigurður stundaði nám í ungl- ingaskóla Þorsteins M. Jónssonar á Borgarfírði 1909—1911. Trésmíða- nám stundaði hann hjá foður sínum á Borgarfírði og síðar í Iðnskólan- um í Reykjavík á árunum 1916—1917. Framhaldsnám í iðn- grein sinni stundaði hann í Kaup- mannahöfn á árinu 1920. Síðar settist hann að á Norðfírði þar sem hann starfaði sem húsasmíðameist- ari frá 1921 til 1938. Jafnframt var hann byggingafulltrúi þar um nokk- urra ára skeið. Þar gekkst hann fyrir stofnun iðnaðarmannafélags 1936 og var formaður þess fyrstu tvöárin. Á NorðQarðarárunum, eða þann 7. febrúar 1926, gekk Sigurður að eiga eftirlifandi konu sína, Svan- björgu Baldvinsdóttur frá Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Áttu þau því 60 ára brúðkaupsaf- mæli þremur vikum fyrir andlát Sigurðar. Kreppuárin voru erfíð á Norðfírði og oft stopula vinnu að hafa. Brugðu þau Svanbjörg því búi og fluttust til Akureyrar 1938, þar sem Sigurður starfaði við húsasmíðar og aðra trésmíði fram á áttræðis- aldur. Á Akureyri lét Sigurður einnig félagsmál til sín taka. Hann var formaður Trésmíðafélags Akur- eyrar um tíma, varaformaður Iðn- ráðs Akureyrar 1950—1957 og formaður þess 1957—1961, auk þess sem hann sat í skólanefnd Iðnskólans á Akureyri um nokkurra ára skeið. Hann sat og á fjölmörg- um iðnþingum. Sigurður og Svanbjörg eignuðust þijú börn. Þau eru: Einar, verk- fræðingur, fæddur 1927, nú búsett- urí Kaupmannahöfn, giftur Ragn- heiði Ámadóttur og eiga þau þrjú böm, Hanna Sigríður, starfsmaður hjá Pósti og síma, fædd 1935, gift Sverri Vilhjálmssjmi flugumferðar- stjóra á Akureyri og eiga þau þijú böm, Jóna Kristín, fædd 1940, gift undirrituðum. Búa þau í Kópavogi og eiga fjögur böm. Sigurður Hannesson var um flest sérstæður maður. Hann var einkar góður fagmaður í sinni iðngrein, nákvæmur og afar vandvirkur, hugsaði hvert mál til loka og flanaði aldrei að neinu. Þegar ég kynntist Sigurði var hann kominn á sjötugs- aldur, hættur húsasmíði en hann við trésmíðar og viðhaldsvinnu hjá Franskur maður, 38 ára, með ýms áhugamál, vill komast í sam- band við íslenzkar konur. Skrifar á þýzku og frönsku: Francis Albenesius, 64 Rue Principale, F-67480 Roppenheim, France. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka, með áhuga á ferðalögum, íþróttum, bréfaskriftum o.fl.: Shellylove Long Howel, P.O.Box 1133, Cape Coast, Ghana. Gefjun og Iðunn, verksmiðjum SÍS á Akureyri. Vann ég með honum þar um nokkurra vikna skeið einn sumartíma. Vinnugeð okkar var harla ólíkt. Hann fór sér að engu óðslega, virtist ávallt vita hvað hann var að gera hveiju sinni, vandaði sig gjaman úr hófí að mínu mati, en vannst með ólíkindum vel. Þess- um eiginleikum Sigurðar kynntist ég betur síðar. Eftir að Sigurður hætti að vinna af bæ sinnti hann sínu gamla hugð- arefni, bókbandinu, af sömu elju- seminni, vandvirkninni og natninni. Hann reyndi margoft að kenna mér handtökin við bókbandið, en því miður með takmörkuðum árangri. En mikið hef ég dáðst að bókbandi hans í gegnum tíðina, þar sátu í fyrirrúmi útsjónarsemi, vandvirkni og listrænt handbragð. Fyrir allmörgum árum hafði Sigurður nánast misst sjónina, en þótt skíman væri lítil hélt hann engu að síður áfram að binda bækur og ekki varð þess vart að honum dapraðist handbragðið. Hann fékk sjonina aftur að nokkru marki eftir skurðaðgerðir og hélt bókbandsiðj- unni áfram. í desember á liðnu ári lagðist hann á sjúkrahúsið á Akur- eyri. Hafði hann á orði að hann mætti ekki vera að því að dveljast þar, hann þyrfti að minnsta kosti fyrst að ljúka við þær bækur er hann hafði þá undir. Sigurður var alla tíð mikill og dyggur stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins. Áttum við þar oft litla samleið. En stjómmálaviðhorf Sig- urðar voru mótuð á öðrum tímum en mín. Á fyrstu árunum eftir að ég tengdist fjölskyldunni kom það fyrir að við deildum, stundum all- harkalega. Þá skildi ég hann alls ekki. Síðar breyttist mat mitt á skoðunum hans og viðhorfum. Stjómmálaviðhorf hans vom sam- ofín skaphöfn hans allri. Hann var maður einkaframtaks, dugnaðar, hagsýni og fyrirhyggju. Hann var þjóðemissinnaður í atvinnumálum, vildi efla allt sem íslenskt var, vildi alíslenska atvinnuþróun, íslenskt hugvit, íslenskt framtak. Hann var af þeirri kjmslóð sjálfstæðismanna, sem nú virðist þunnskipuð orðin, þar sem heiðarleiki, þjóðarmetnað- ur og reisn vom sett á oddinn. Og ekki var hann giska sáttur við sinn flokk hin síðari árin og er það engin nýlunda um menn sem lifa langa tíð og hafa fastmótaðar skoðanir í þjóðmálum. Sigurður Hannesson var vel les- inn og fróður og fylgdist grannt með gangi þjóðmála fram til hins síðasta og tók óhikað afstöðu til mála. Mat hans á mönnum og mál- efnum var oftast yfírvegað og hlut- lægt þrátt fyrir mjög sterka pólit- íska sannfæringu. Hann var sterkur persónuleiki, traustur og réttsýnn. Maður sem ekki gleymist, góður fulltrúi þeirra viðhorfa og gildis- mats, sem virðast æ fátíðari með íslenskri þjóð. Sigurður var dulur maður og flík- aði ekki tilfinningum sínum. Hann var ekki afskiptasamur um annarra hagi og virtist nokkuð þungur við fyrstu sýn. En við nánari kynni var hann hlýr og mildur, hafði næma kímnigáfu, var bamgóður með afbrigðum, hjálpsamur og mátti ekkert aumt sjá. Fílósófía hans var heil og heit. Ástvinir allir sjá nú að baki góð- um manni, bamabömin að baki ástsælum afa og ég kveð kæran vin. Hafí hann alúðarþakkir fyrir kynnin. Sigurður Hjartarson Nú hefst nýr kafli í sögu tékkareikninga! Spennandi fyrir þá sem viija ávaxta veltufé sitt betur. Það urðu kaflaskil í bankaþjónustu árið 1984 þegar Verzlunarbankinn, fyrstur banka, kom með óbundinn sérkjarareikning á markað- inn: KASKÓ-REIKNINGINN. Um það geta þúsundir ánægðra Kaskóreikningseigenda borið vitni. Enn ryður Verzlunarbankinn brautina og nú með því að kynna nýjan kafla í sögu tékkareikninga. Hann er ætlaður þeim sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Sérstaða hans felst í því að nú geta eigendur tékkareikninga samið við bankann um að hafa ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum mánuð í senn. Af þeirri innstæðu greiðir bankinn síðan almenna sparisjóðsvexti auk uppbótar. Aðrar staðreyndir um tékkareikninginn. 1. Þú getur breytt lágmarksupphæðinni til hækkunar eða lækkunar fyrir 21. dag hvers mánaðar. 2. Af innstæðu umfram umsamið lágmark reiknast vextir eins og af almennum tékkareikningi. 3. Ef innstæða fer niður fyrir lágmarkið reiknast almennir tékkareikningsvextir af allri innstæðunni þann mánuð. 4. Vextir bætast við vaxtastöðu í lok hvers mánaðar og við höfuðstól reikningsins í árslok. 5. Mánaðarlega færðu yfirlit frá Verzlunar- bankanum sem sýnir uppsafnaða vexti þína. Nú þarftu ekki lengur að standa í millifærslum. Þessi reikningur er einnig tilvalin leið til þess að prófa sig áfram í sparnaði. 1956 1986 Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunarbankans og náðu þér í upplýsingabæklíng eða hringdu og fáðu hann sendan heim. V/6RZIUNRRBRNKINN -vúutun «aeð þén (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.