Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 5 Vímulaus æska: Kosið í 16 manna und- irbúningsnefnd að stofnun landssamtaka LAUGARDAGINN 8. mars efndu SÁÁ, Lionshreyfingin og áhugahóp- ur foreldra til almenns fundar foreldra um vímulausa æsku. Á þriðja hundrað manns sótti fundinn sem haldinn var í húsakynnum SÁÁ og var húsfyllir þannig að hiuti fundarmanna varð að sitja í hliðar- sölum. í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur fram, að nú í vor skuli stefnt að stofnun landssam- taka foreldra fyrir vímulausa æsku. Tímabært sé að foreldrar á íslandi taki höndum saman um að spoma við vímuefnaneyslu unglinga m.a. með einbeitni, skynsamlegri um- hyggju og fordómalausri fræðslu á heimavelli. Slík samtök gætu í því skyni stuðlað að fræðslu meðal foreldra um einkenni vímuefna- neyslu og verið hvetjandi og mót- andi fyrir hönd foreldra um fyrir- Félagsfundur hjá BI í dag BLAÐAMANNAFÉLAG íslands boðar til félagsfundar um samn- ingamálin á Hótel Borg í dag, þriðjudag, klukkan 17. Áríðandi er að allir félagsmenn mæti, segir í frétt frá stjóm félags- ins. byggjandi aðgerðir og forvamir af hálfu stjómvalda. Á fundinum var kosin 16 manna undirbúningsnefnd til að undirbúa stofnun landssamtaka foreldra og í henni eiga sæti: Bogi Amar Finn- bogason formaður Sambands for- eldra og kennarafélaga í skólum í Reykjavík, Ragnheiður Guðnadóttir stjómarmaður SÁÁ, Ómar Ægis- son ráðgjafi SÁÁ, Þórarinn Tyrf- ingsson yfirlæknir, Einar Kristinn Jónsson framkvæmdastjóri SÁA, Hendrik Bemdsen formaður SAA , Amar Jensson yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, Jón Bjami Þorsteinsson í vímuefna- vamamefnd Lions, Þórhildur Gunn- arsdóttir í vímuefnavamamefnd Lions, Friðrik Theodórsson fram- kvæmdastjóri, Ingunn Sturlaugs- dóttir læknir, Halldóra Jónsdóttir húsmóðir, Sigurbjörg Magnúsdóttir húsmóðir, Lísa Wium húsmóðir, Jón Guðbergsson starfsmaður Félags- málastofnunar og Ragnar Lárusson ráðgjafí. Morgunblaðíð/Ami Sæberg Húsfyilir var á fundinum og varð hluti fundargesta að sitja í hliðar- sðlum. Háskólatón- leikar á morgun SJÖTTU Háskólatónleikarnir á vormisseri verða haldnir í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 12. mars. Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleik- ari og Hrefna Eggertsdóttir píanó- leikari flytja verk eftir G. Fauré og B. Martinu. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. (Fréttatilkynning.) Sparisjóður vélstjóra: Sparibók með 12 mánaða bindingu og 20% ársvöxtum SPARISJÓÐUR vélstjóra, Borg- artúni 18, hefur ákveðið að bjóða sparifjáreigendum nýja Spari- bók, með tólf mánaða bindingu og 20% ársvöxtum, miðað við vaxtakjör eins og þau eru nú. Sparibókin tekur gildi frá og með morgundeginum, 11. mars 1986. Sparibókin er boðin til að mæta kröfum sparifjáreigenda, sem vilja binda sparifé sitt um tíma, gegn betri vöxtum, en almennt gerist. Um nýju Sparibókina gilda afar einfaldar reglur. Þegar innborgun hefur t.d. staðið í tólf mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30 daga, en binst þá á ný í ellefú mánuði. Vextir af innistæðu Sparibókar- innar em færðir árlega 31. desem- ber og eru lausir til útborgunar strax eftir færslu. Það má einnig geta þess, að vaxtakjör Sparibókarinnar eru tvisvar á ári borin saman við kjör sex mánaða verðtryggðu reikning- anna. Ef ávöxtun á þeim reynist hærri, hækkar ávöxtun Sparibókar- innar, sem nemur mismuninum. Það er stefna sparisjóðsins að gefa viðskiptavinum sínum kost á bestu ávöxtun sparifjár sem völ er á hveiju sinni. Sparisjóður vélstjóra býður einn- ig áfram hinn vinsæla Trompreikn- ing sparifjáreigenda. (Fréttatilkynning.) COROLLA er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gœðaflokki ofar en verðið segir til um. Hún er framhjóladrifin, með fyrsta flokks fjöðrunar- og stýrisbunaði. Léttbyggð 12 ventla vélin er í senn kraftmikil og sparneytin. Farþega- og farangursrýmið stenst allan samanburð á nýtingu, þœg- indum og hagkvœmni. COROLLA DX SPECIAL SERIES er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. nndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að COROLLA DX SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. TOYOJA^r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.