Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 34

Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 34
34 STUÐLABERG 1/2012 Tvennur hef ég kallað vísnapar, sem verð- ur til með þeim hætti, að varpað er vísu að einum, en sá svarar á móti. Oft eru vísurnar kersknisfullar og svarað er í sama dúr, en það þarf þó ekki að vera. Helst þurfa vísurnar að vera ortar undir sama bragarhætti. Hér eru tvö dæmi: Markús Jónsson á Borgareyrum kom til granna síns Valdimars Auðunssonar frá Dals- seli. Valdimar svaf og Markús náði ekki sam- bandi við hann. Hann skildi þá eftir vísu og fór: Á sunnudögum sefur vært í sínu fleti. Af honum geta aðrir lært aðeins leti. Valdimar rumskaði og sendi þessa vísu á eftir gestgjafanum: Latur skrifar letingja af lítilli snilli. Latur hefur litla hylli. Latur flækist bæja milli. Andrés Valberg var á leið með félögum sínum í Iðunni suður frá landsmóti hag- yrðinga í Skúlagarði. Ekið var um tröllaveg suður Sprengisand. Andrés var bílveikur og sat í framsæti við opinn glugga. Honum rann í brjóst, höfuðið lá í bílbeltinu og hossaðist, er bílinn þræddi holurnar. Sveinn Jónsson sá þetta: Sæll í belti sefur hann. Sjáið! – hausinn dinglar. Banakringlan bresta kann brátt í kvörnum hringlar. Andrés rumskaði við þetta. Hann nam seinni part vísunnar og svaraði samstundis: Ef að hausinn af mér fer ofan í gólfið skitið, hefur Sveinn minn hugsað sér að hirða úr´onum vitið. Latur skrifar letingja Sigurður Sigurðarson dýralæknir skrifar um tvennur Sigurður á góðri stund.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.