Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 28

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 28
28 STUÐLABERG 1/2012 Hér eru stuðlarnir h í hrímgaðir og -hélu og höfuðstafur h í horfinna. l-in í lokkar og ljósir standa í orðum sem eru hlið við hlið í braglín- unni og heimta athygli. Sá sem les fyrri línuna í þessu braglínupari reiknar ósjálfrátt með því að höfuðstafurinn sé l. Kristján Jónsson var þó nákvæmur og vandvirkur bragsmiður og of- stuðlun var afar fátíð í ljóðum hans (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2004:65 o.áfr.). En þegar fjallað er um ljóðstafi er stundum ekki allt sem sýnist í fyrstu. Til gamans vil ég tilfæra hér vísur sem Hermann Jóhannesson gerði að því hann segir sjálfur „mest af stríðni og hrekkjanáttúru“. Sú fyrri er ort á seinni hluta 20. aldar um merkan guðsmann í Persíu. Steyptist erkiklerkur klár, Khomeni, af stalli. Girnd til vífa, valda og fjár varð honum að falli. Þetta er vissulega rétt gerð vísa hjá Her- manni. „En fleiri prestar hafa verið merkilegir á einhvern hátt,“ heldur Hermann áfram. „Séra Stefán á Mosfelli var til dæmis frægur fyrir krafta sína. Eitt sinn vann hann það afrek að draga fullorðna kú á eyrunum upp úr dýi. Um það hefði vel mátt yrkja þannig: Stebbi sterki, klerkur klár, kúna dró úr feni. Sá var ekki síður knár en sérann hinn, Khomeni.“ (Hermann Jóhannesson.) Flestir munu vera nokkuð sammála um að í seinni vísunni séu aukaljóðstafir til skaða. Hermann heldur því hins vegar fram og hefur vissulega nokkuð til síns máls, að ef við teljum fyrri vísuna rétta en þá seinni ranga þá hljóti það mat að vera „huglægt, skynbundið og til- finningalegt.“ Steyptist erki klerkur klár Steypti st erki klerkur klár Stebbi sterki klerkur klár Stebbi st erki klerkur klár Gaman væri að fá álit lesenda á þessu efni. Hvenær eru aukaljóðstafir til skaða og hve- nær falla þeir að bragnum án vandræða? Er hægt að setja þarna einhverja reglu? Bent skal á í þessu sambandi að reglur geta verið gagnlegar þegar verið er að kenna byrjendum sem ekki þekkja stuðlasetninguna og hafa ekki brageyra. Slyngir og þjálfaðir hagyrðingar eiga það hins vegar flestir sam- eiginlegt að kunna engar bragreglur heldur hlusta þeir eftir bragnum og segja þá gjarnan: „Nei, þetta má ekki vera svona!“ Þetta minnir á það þegar spilað er á hljóðfæri eftir eyranu, oft af fólki sem þekkir ekki eina einustu nótu, en spilar samt ljómandi vel. Forvitnilegt er að heyra hvað hagyrðingarnir segja um þessar vísur Hermanns. Þeir eiga að hafa síðasta orðið um það hvað sé rétt og hvað rangt þegar bragurinn er annars vegar. RIA. Heimildir: Einar Benediktsson. 1994. Kvæðasafn. Mál og menning, Reykjavík. Jónas Hallgrímsson. 1989. Ljóð og lausamál. Svart á hvítu, Reykjavík. Kristján Jónsson Fjallaskáld. 1986. Ljóðmæli. Almenna bókafélagið, Reykjavík. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2004. Frá Braga til Steins. Óprentuð M.A.-ritgerð við Háskóla Íslands. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2012. Tólf alda tryggð. Athugun á þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans. Doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Sveinbjörn Beinteinsson. 1953. Bragfræði og háttatal. H.f. Leiftur, Reykjavík. Sjá einnig Suttung I, kennsluleiðbeiningar. Iðnú 1996.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.