Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 17

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 17
STUÐLABERG 1/2012 17 sönglög eftir Jónas Jónsson“. Þau komu síðar út í nótnahefti eftir Jónas Jónsson sem var þinghúsvörður í þrjátíu ár (f. 1850, d. 1917). Hann var hagmæltur, orti til dæmis ljóðið „Fljúga hvítu fiðrildin,“ þýddi leikritin „Æv- intýri á gönguför“ og „Jeppi á Fjalli,“ en var einkum þekktur fyrir gamanljóð sem hann orti undir höfundarnafninu Plausor.8 Jónas fékkst við rannsóknir á uppruna íslenskra sálma og gaf út tímarit sem nefndist Hljómlistin. Hendingin „guðs og manna hylli“ kemur fyrir í mörgum ljóðum, meðal annars rúmum áratug síðar í ljóðabók eftir Jens Sæmundsson trésmið og alþýðuskáld (f. 1878, d. 1949), en hann orti margar heilræðavísur.9 Tvö kvæði eftir hann, undir fullu nafni, höfðu birst í Fræ- kornum árið 1905.10 Jón, Jónas, og Jens koma allir til greina sem höfundar vísnanna. Enda þótt ekki sé vitað hver orti um- ræddar vísur er orðið ljóst að hvorug þeirra er eftir Nóbelsskáldið, sem var sex ára þegar þær birtust í Frækornum. Halldór hefur getað séð vísurnar þá eða síðar og skrifað þær hjá sér. Jónas Ragnarsson tók saman. 1 Inga Rún Sigurðardóttir: Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness er í póesíbók á Vegamótastíg. Heilræði Halldórs Laxness. Samdi vísurnar aðeins 12 ára gamall. Morgunblaðið, 21. september 2008, bls. 1. 2 Var vísan rituð eftir minni? Morgunblaðið, 22. september 2008. 3 Trausti Þór Sverrisson: Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir. Morgunblaðið, 26. mars 1998, bls. 45. 4 Trausti Þór Sverrisson geymir bók sem amma hans átti. Erindi sem Laxness skrifaði með eigin hendi. DV, 2. maí 2002, bls. 4. 5 J.: Stökur. Frækorn, 25. desember 1908, bls. 221. 6 Lárus Salómonsson: Jón Jónsson frá Hvoli. Minning. Morgunblaðið, 2. febrúar 1949, bls. 8. 7 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Minningarorð. Jón Jónsson frá Hvoli. Alþýðublaðið, 2. febrúar 1949, bls. 3. 8 Jónas Jónsson. Ísafold, 28. júlí 1917, bls. 2. 9 Jakob Jóh. Smári: Ritfregn. Morgunblaðið, 28. febrúar 1919, bls. 1-2. 10 Jens Sæmundsson: Sumar. Frækorn, 14. apríl 1905, bls. 63. Jens Sæmundsson: Kveðja. Frækorn, 8. desember 1905, bls. 188-189. Sagt um ljóð Meira en tískufyrirbrigði „Ljóðið viðurkennir ekki annan sannleika en þann sem birtist í því sjálfu á hverjum tíma ... Góð ljóðlist getur aldrei sagt ósatt og hún er meira en tískufyrirbrigði.“ Tómas Guðmundsson skáld. Svo kvað Tómas, 1960. Gáfuð skáld „Ungu skáldin eru sjálfsagt flest gáfuð, ekki síður en aðrir, en mér finnst þeim ganga treglega að koma hugs- unum sínum í þann búning sem öðrum má að gagni verða. Margt af gamla skáldskapnum var reyndar órímað, en þá voru setningarnar svo andskoti fal- legar og meitlaðar.“ Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Ógleymanlegir menn, 1977. Ljóðið var fjölmiðill „Nútíminn hefur tilhneigingu til að hafna ljóðinu – alveg eins og sígildri tónlist. Þjóðfélagið gengur meira og minna fyrir dægurlögum og fjölmiðl- arnir ýta undir það. Í gamla daga var ljóðið sjálft fjölmiðill, menn sögðu svo margt í því. Ljóð voru eins og trúss- hestar milli byggðanna, með allar mögulegar upplýsingar og fréttir. Nú þarf þess ekki lengur en hin ljóðræna snilld er eftir og verður alltaf eftir. Hana drepur enginn.“ Matthías Johannessen skáld. Hellan, 2011.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.