Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 8

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 8
8 STUÐLABERG 1/2012 samur en segir stóra hluti á látlausan, áhrifa- mikinn hátt. Hann er bóndi eins og ég og yrkir um landið og náttúruna af djúpri tilfinningu. „að þú ert mitt vor, að þú ert mín ljósa nótt og þú ert mín fósturjörð“ segir hann í ástarljóði til konu sinnar. Hvað þarf að segja meira? Eitthvað að lokum? Ég tel mig lánsama að hafa fengið þann eiginleika í vöggugjöf að geta tjáð mig í ljóð- um og að hafa náð að þroska þann eiginleika með leiðsögn og æfingu. Ljóðin hjálpuðu mér á sárum tímum í lífi mínu. Fyrst og síðast hef ég ort fyrir sjálfa mig en hafi ljóðin ratað til annarra er það gleðiefni. RIA. Handritið sem forlögin höfnuðu Kynni okkar Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni hófust með því að ég las eftir hana ljóð í Lesbók Morgunblaðsins og í framhaldi af því leitaði ég hana uppi gegnum símann. Það mun hafa verið árið 1987 eða þar um bil. Við áttum gott samtal um kveðskap, það fyrsta af mörgum. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2003 að hún gekkst inn á að gefa út. Ég var á suður- leið frá Egilsstöðum og kom við í Hlíð, tók þar allvænt handrit, milli 80 og 90 ljóð, og hafði með mér til höfuðborgarinnar. Svo hófst hin kynlega þrautaganga. Ég hringdi fyrst í bókaútgefanda í Reykjavík, þá í annan á Akranesi, og báðir svöruðu á sömu leið: „Ljóðabók eftir óþekkta konu utan af landi, nei takk.“ Ég stakk upp á yfirlestri en fékk blátt nei, – frá báðum. Þar á bæjum var ekki tími til að eyða í slíkt. Næst sneri ég mér til útgáfufyrirtækis sem hafði að hluta sérmerkt sig bókum eftir konur, og fékk jáyrði. Þar var ákveðið að gefa bókina út. Þar lá handritið svo við lítinn orðstír þar til snemma árs 2005 að ég hafði samband við útgáfuna og spurði fregna af ljóðum Kristínar. Þar var þá ekkert að gerast en útgáfustjóri stakk upp á því að útgáfu yrði frestað þetta ár gegn því að bókin kæmi út árið 2006. Ég hringdi í Kristínu og við gengum að þessu. Síðla árs 2006 hafði ég samband við útgáfuna og þar hafði þá ekkert gerst og stóð ekki til að gefa bókina út. Ekki fékk ég viðhlítandi skýr- ingar, gekk reyndar ekki fast eftir þeim heldur sótti handritið. Þessu næst lagði ég handritið fram hjá þekktu og allvoldugu útgáfufyrirtæki hér í Reykjavík. Þar var það lesið yfir og eftir dúk og disk fékk ég svar: „Laglega ort ljóð en því miður er ekki svigrúm til að gefa þau út hér.“ Þegar hér var komið sögu voru liðin fjögur ár frá því að ég lagði af stað í þetta ævintýri. Ég hafði næst samband við útgáfufyrirtæki eitt á höfuðborgarsvæðinu, sem ég hafði skipt nokkuð við, og gerði tilboð: Bókin yrði gefin út í vönduðu bandi og lágmark 500 eintök prentuð. Í staðinn bauðst ég til að leggja fram tryggingu fyrir því að fyrirtækið tapaði ekki á útgáfunni. Eftir japl og jaml og fuður fékk ég lokasvar þaðan: 300 eintök í kilju og ég ábyrgðist kostnaðinn. Ég sagði nei. Þessi ljóð eiga að koma út í bandi, lágmark 500 eintök. Þar með lauk því samningaferli. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og hefur síðan gefið út bæk- ur eftir ljóðskáld af Austurlandi. Á annan tug bóka hafði komið út hjá félaginu þegar hér var komið, vandaðar bækur og vel unnar. Kaup- endur eru einkum ljóðaáhugafólk á svæðinu en útgáfan hafði fengið styrki til útgáfu allra „Ljóðin hjálpuðu mér á sárum tímum í lífi mínu“

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.