Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 7

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 7
STUÐLABERG 1/2012 7 dómur Sigurðar Hróarssonar í Fréttablaðinu og umfjöllun í Kiljunni ásamt því að bókin virtist ekki „einnota“, það er ennþá eftirspurn eftir henni. En það sem gladdi mig mest voru upphringingar frá bláókunnugu fólki í öðrum landshlutum, sem hafði fundið í ljóðum mín- um eitthvað sem það þekkti úr eigin lífi. Ég hef eignast vini á þennan hátt. Hvaða ljóð í bókinni þykir þér vænst um? Það er erfitt að segja hvort mér þykir vænna um eitt ljóð öðru fremur. Mér þykir þó mjög vænt um ljóðin „Af jörð“ og „Í spegil- mynd“. Sömuleiðis um „Mynd“ sem er ort um börnin mín. Ég held að öll þessi ljóð séu heil og sönn og túlki það sem ég vildi segja. Ertu enn að yrkja? Ef svo er, hver eru yrkis- efnin? Ég yrki lítið í dag, við höfum stórt bú og mikið að gera. Ég orti svolítið í fyrrasumar fyrir áhrif vinkonu minnar Sigríðar Jóns- dóttur í Arnarholti. Í mínum huga er aðeins eitt yrkisefni – ástin. Ástin eða andstæða hennar. Ástin til annarrar manneskju, ástin til landsins og náttúrunnar, til dýranna. Ástin er bak við allt sem við gerum, eða látum ógert. Hvað táknar það í þínum huga að vera skáld? Að vera skáld táknar í mínum huga ein- faldlega að vera manneskja sem leitast við að túlka tilfinningar sínar og reynslu í ljóðum; „að eiga sýn til sólar gegnum ský og sorg í hjarta – það er skáldi nóg,“ segir Kristján frá Djúpalæk. Hverjar telur þú að séu skyldur skáldsins við lesendurna og umhverfi sitt? Skyldur skálds við lesendur sína og um- hverfi eru bara þessar einföldu skyldur sem alls staðar eiga við, heilindi, að reyna að gera vel og standa með því sem þér þykir þess vert. Að vera einlægur án þess að vera væminn. Að sýna sjálfan sig, gefa af sér án þess þó að standa berskjaldaður eftir. Áttu þér eitthvert uppáhaldsskáld? Þegar ég var yngri las ég mikið af ljóðum, ljóðasöfn flestra „gömlu“ skáldanna voru til á heimilinu. Ég las Einar Ben og Stein Steinarr spjaldanna á milli og lærði mikið af ljóðum. Guðmundur Böðvarsson er þó það skáld sem stendur hjartanu næst. Hann er ekki hávaða- „Ég er hvorki betri né verri manneskja þó ég hafi ort þessi ljóð“ Kristín Jónsdóttir á Hlíð í Lóni sendi fyrir þremur árum frá sér ljóðabókina „Bréf til næturinnar“ þar sem meðal annars er fjallað um ást í meinum. Stefán K arlsson

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.