Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 23

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 23
STUÐLABERG 1/2012 23 Þórður Gestsson fæddist 26. mars 1914 í Dal í Miklaholtshreppi. Hann ólst upp þar og að Stakkhamri í sömu sveit. Kenndi hann sig gjarnan við Stakkhamar. Þórður lauk námi frá Samvinnuskólanum 1935 og fór síðan í Kenn- araskólann. Þaðan útskrifaðist hann árið 1936. Hann kenndi um skeið við Barnaskólann á Akranesi, en fluttist síðan til Reykjavíkur, þar sem hann kenndi einn vetur við Austurbæjar- skólann. Eftir það hætti hann kennslustörfum og sneri sér að annarri vinnu. Þórður Gestsson varð ekki langlífur. Hann lést í Reykjavík 27. sept. 1946, aðeins 32 ára að aldri. Fátt eitt er til af kveðskap eftir hann og mest eru það tækifærisvísur af léttara tag- inu. Þórði hefur verið mjög létt um að yrkja. Vísur hans eru fyndnar, gerðar af fljúgandi hagmælsku og næmu brageyra. Ég hef aðeins eitt ljóð undir höndum þar sem alvaran ræður ríkjum en þar má greina skáldleg tilþrif og skemmtileg efnistök. Ljóst er að Þórður féll í valinn að óortum sínum bestu ljóðum. Kvæðið sem hér birtist heitir Árstíðabálk- ur og fjallar, eins og nafnið bendir til, um áhrif árstíðanna á okkur Íslendinga; átta erindi, átta línur hvert nema eitt, þar sem skyndilega er breytt um bragarhátt. Við fyrstu sýn virðist kvæðið galgopalegt og ort af lítilli alvöru en sé rýnt betur í textann má sjá sitthvað skemmti- legt. Rétt er að nefna í þessu sambandi að Þórður Gestsson var náskyldur öðru þekktu skáldi sem yrkir undir nafninu Megas. Þeir Þórður og Megas voru bræðrasynir. Lesendur geta spreytt sig á því að bera Árstíðabálkinn saman við Gamla sorrí Grána eða ljóðið um fatlafólið og reynt að sjá skyldleika. RIA. Árstíðabálkur Hræri ég minnar hörpu strengi. Haustið kemur og er og fer. Rigningar gera rennvot engi rassblautir smalar berja sér, geldast þá kýr og grennast hestar, gránar í rót við kraðaél. Reiðbuxur manna rifna flestar, í réttum er drukkið fast og vel. Svo slitnar haustsins handabandið Þá hamast vetur með grimmum sið. Heimskautaveður herja landið. Á Hornströndum fer að reka við. Máninn í heiði hálfur sprangar, himinninn skartar stjörnunum. Sterkviðri geisa stundir langar. Steingrímur kennir börnunum. Fuglarnir syngja fögur kvæði Árstíðabálkur Þórðar Gestssonar

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.