Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 26

Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 26
26 STUÐLABERG 1/2012 varðandi ljóðstafareglur, er hvernig það gerist að lík og jafnvel ólík hljóð geta stuðlað hvert við annað, og stundum stuðla „sömu“ hljóð ekki við sjálf sig. Og hvaða breytingar verða í tímans rás? Það er líka fróðlegt að bera saman hrynjandi eldri og yngri kveðskapar. Hrynj- andi í dróttkvæðum og eldri rímum var dvala- bundin sem kallað er; þar skipti lengd eða þungi atkvæða máli. Síðar varð málbreyting sem riðlaði þessu kerfi. Tímasetning og eðli þessarar breytingar var það sem leiddi mig inn í undraheim bragfræðinnar. Ég kom að þessu sem málfræðingur, en sé smám saman hversu merkilegur heimur þetta er frá fagur- fræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarmiði. Það er í raun skrýtið hvað íslenskir fræði- menn hafa verið áhugalitlir um þetta lykil- svið í bókmenningu okkar lengi vel. Ég er frábærlega laus við að vera hagmæltur og segi stundum að það sé kostur fyrir mig sem rann- sakanda að vera laus við þann innri skilning sem kallaður hefur verið brageyra. Kannski var það svo að meðan allir kunnu þessa list hafi ekki verið talin þörf á rannsóknum á regl- unum og gildi þeirra, en þess þá heldur er nú nauðsynlegt að taka til hendinni. Og reyndar er sjálf formbyltingin og atómskáldskapurinn ekki síður áhugaverður. Hverjar eru form- kröfurnar í kveðskap nútímans? RIA. Íslensk ljóðin ætti þjóðin enn að kunna. Meta óðar meitlað smíði – málsins góðu höfuðprýði. Fleiri næðu földum glæðum fornra hátta. Oftar stæðu orðaglímur ef þeir kvæðu gamlar rímur. Hætti Braga höldar laga harla fáir. Bætti aga ungu kyni ætti bagan fleiri vini. Þessar braghendur Einars Eiríkssonar frá Fjallsseli eru frárímaðar. Fyrsta línan rímar ekki við hinar tvær. Innrímið kallast samhent (Sveinbjörn Beinteinsson 1953:60 og 63). Þar er um að ræða hringhenduform þar sem áhersluatkvæði 2. bragliðar ríma saman (ljóð-/óð-/góð-) og til viðbótar rímar við þessi orð áhersluatkvæði 4. bragliðar í fyrstu línu (þjóð-). Þetta rímform er algengt bæði í braghendu og valhendu. Braghendur Einars eru vel ortar og fallegar. Hvatningin sem þar kemur fram fellur auk þess afar vel að yfir- lýstum markmiðum Stuðlabergs. Síð- asta vísan sker sig úr hvað snertir hag- mælskuna. Tvær síðustu línur þeirrar vísu eru settar saman af mikilli fimi; þar er víxlað orðstofnum (Bætti aga/ ætti baga-) án þess að það skaði á nokkurn hátt heildaráferðina eða mál- farið. Það setur svip á ljóðið ef síðustu línurnar eru fallegastar. Þetta kemur heim við það sem í bragarfræðum er kallað hægri regla. Bragurinn er bund- inn þeirri kröfu að meiri reglufesta sé í ljóðinu eftir því sem lengra dregur til hægri (þ.e. aftar í braglínum eða aftar í ljóðinu). Þetta heyra góðir hagyrðingar og kunna að yrkja samkvæmt því og er því ekki við því að búast að þeim þyki þessi umfjöllun sérlega fréttnæm. Þeir hafa þetta innbyggt. RIA. Braghendur

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.