Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 25
Lögð er áhersla á ýmiss konar félagsstarfsemi í miðbæ auk versl- unar og þjónustu. Reiknað er með að hótel gæti risið í sjálfum miðbæjarkjarnan- um. Um Strandgötu verði leyfð hæg bílaumferð og út frá Strandgötu er komið fyrir bílastæðum á eins- konar slaufum. Miðsvæðis er gert ráð fyrir byggingarsamstæðu með fjórum húsum, sem mynda torg. Aðkoma er að torginu frá fjórum hliðum. Hugsanlegt er að glerja göngugötu og torg að ofan. Sýnd er greið strætisvagnaleið um miðbæjarkjarnann og er bið- stöð staðsett við einn innganganna ámiðtorgið. Sigurþór Aðalsteinsson Bandaríkjaferð - „WASHBOS” Dagana 20. apríl -1. maí s.l. var farin kynningarferð til að skoða skipulag og byggingarlist fyrir arki- tekta, tæknimenn og sveitarstjórn- armenn til átta borga á austur- strönd Bandarikjanna. Menning- arstofnun Bandaríkjanna í Reykja- vík bauðst til að aðstoða við sicipu- lagningu ferðarinnar, en Skipu- lagsstofa höfuðborgarsvæðisins og Arkitektafélag íslands önnuðust annan undirbúning. Alls tóku 13 aðilar frá íslandi þátt í ferðinni, en farið var til eftir- talinna borga: Washington D.C.. Reston, Columbia, Baltimore, Philadelphia, New-Haven, Boston og New York. Á öllum þessum stöðum var búið að skipuleggja heimsóknir og skoðunarferðir af hálfu Bandaríkjamanna og var hópnum hvarvetna tekið opnum örmum. Mikill fjöldi af bæklingum kort- um og öðrum gögnum safnaðist í ferðinni og liggja þessi gögn frammi á Skipulagsstofunni. Einn- ig var komið á sambandi við Arki- tektafélag Bandaríkjanna og ýms- ar rannsóknarstofnanir í skipu- lagsfræðum, sem lofuðu að verða Islendingum innan handar í þess- um efnum, ef til þeirra væri leitað. Ráðstefna um almenningsvagna- samgöngur Dagana 2. - 4. júní var haldin ráðstefna um almenningsvagna- samgöngur í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan bar heitið „Nordisk lokaltrafikmöde”, og eru slíkar ráðstefnur haldnar annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Ráðstefnuna sóttu einkum stjórnmálamenn og embættis- menn, ér sjá um rekstur og skipu- lag almenningsvagnaþjónustu, þar af 9Íslendingar. Á ráðstefnunni var mikið fjallað um sívaxandi erfiðleika við rekstur almenningsvagna. Niðurgreiðslur á fargjöidum hefðu aukist stöðugt undanfarin ár, þar eð ýmsir kostn- i aðarliðir s.s. laun og eldsneyti, hefðu hækkað töluvert meir en verðlag almennt. Víða væri svo komið, að annað hvort þyrfti að hækka fargjöld eða skera niður þjónustuna. | Enn fremur var greint frá tilraun 1 með „Hringt á vagn” eða „Dial a Bus” í bænum Nynáshamn í Sví- þjóð. Niðurstöður urðu þær, að slíkt kerfi var ca. 2-3 sinnum dýrara en venjulegt almennings- vagnakerfi. Þess ber að geta, að um mjög fullkomna „Dial a Bus” - þjónustu var að ræða. Á ráð- stefnunni kom fram það álit, að í framtíðinni væri rökrétt að gera til- raunir með ófullkomnari en jafn- framt ódýrari „Dial a Bus” - kerfi. Erindi sem flutt voru á ráð- stefnunni liggja frammi á Skipul- agsstofunni. Er notkun negldra hjólbarða þjóð- hagslega hagkvæm? Á undanförnum árum hafa efa- semdir um hagkvæmni negldra hjólbarða stöðugt aukist. í sumum löndum, eins og t.d. í Vestur- Þýskalandi, hefur notkun negldra hjólbarða verið bönnuð. í Noregi hafa komið fram vanga- veltur um, hvort ekki sé rétt að banna notkun negldra hjólbarða þar í landi. Þar hefur verið áætlað, að negldir hjólbarðar leiði til u.þ.b. 110 milljóna n.kr. á ári meiri kostnaðar en ella við lagningu slitlaga og merkinga á yfirborði vega. Kostnaður bíleig- enda vegna neglingar á hjólbörð- um og aukinnar eldsneytiseyðslu er áætlaður um 90 milljónir n.kr. á ári. Samtals eru þetta 200 milljónir n.kr. á ári. Þá vaknar sú spurning, hvort hugsanleg fækkun slysa geti réttlætt hinn mikla kostnað vegna notkunar á negldum hjólbörðum. Viðurkennt er, að negldir hjól- barðar stytti hemlunarvegalengd, þegar ís eða harður snjór er á yfirborði vega. Hins vegar aka menn að jafnaði hraðar á negldum hjólbörðum þannig að fækkun slysa við ofangreind skilyrði er sennilega minni en ætla mætti við fyrstu sýn. Auk þess verður að taka með í reikninginn,að negldir hjólbarðar valda djúpum hjólför- um í slitlagi, þannig að slysahætta verður meiri en ella á sumrin, sér- staklega í rigningu. Reynsla af banni við notkun negldra hjólbarða í V-Þýskalandi bendir til þess að slysum að sumarlagi hafi fækkað álíka mikið og þeim hafi fjölgað að vetrarlagi. Sé litið á aðstæður hér á landi verður einnig að hafa í huga hina umhleypingasömu veðráttu. Á vetrum koma oft hlákukaflar, þar sem negldir hjólbarðar auka jafn- vel hemlunarvegalengd. Að öllu samanlögðu virðist full ástæða til að íhuga, hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt að banna notkun negldra hjólbarða hér á landi. Er ekki þeim fjármunum, sem notkun negldra hjólbarða kostar, betur varið t.d. með því að nota þá í einhverjar aðrar og hag- kvæmari aðgerðir til að fækka um- ferðarslysum? 25

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.