Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 9
varð sú, að farþegum fækkaði um 20%. Fargjaldatekjur juk- ust því aðeins um 60%. f) Minnka eitthvað ferðatíðni utan mesta annatíma. T.d. mætti fækka ferðum fyrir hádegi á sunnudögum, en þá er nýting vagna mjög léleg. Einnig kemur til greina að fela einkaaðilum, sem ráða yfir minni bílum (litlir áætlunarbílar/leigubílar), að sjá um almenningsvagnaþjónustu á þeim tíma, sem venjulegir al- menningsvagnar nýtast mjög illa, a.m.k. ásumum leiðum. g) Bæta aðbúnað farþega (t.d. með þægilegri sætum, fleiri og betri biðskýlum). h) Hækka bílastœðagjöld. Bíla- geymsluhús með mörgum bíla- stæðum í Gamla miðbænum í Reykjavík myndi væntanlega leiða til töluverðrar hækkunar á bílastæðagjöldum, a.m.k. fyrir starfsmenn. Hækkun bíla- stæðagjalda myndi einkum hvetja þá, sem vinna í Gamla miðbænum, til að ferðast með almenningsvögnum. Slíkt gæti skapað grundvöll fyrir bætta þjónustu almenningsvagna. Langtímaaðgerðir: Ef horft er til langs tíma koma ýmsar aðgerðir til greina við að endurbæta almenningsvagna- þjónustuna og minnka fyrirsjáan- legan rekstrarhalla almennings- vagna. Fyrrgreindir möguleikar á skammtímaaðgerðum koma að sjálfsögðu einnig til greina sem langtímaaðgerðir, væntanlega þannig, að lengrajrði gengið í ein- stökum atriðum. I því sambandi er vert að nefna sérstaklega mögu- leikann á sérgötum og sérak- reinum fyrir almenningsvagna (og samakstur, leigubifreiðar, hættu- bifreiðar o.þ.l.). Gera má ráð fyrir því að ferðatími vagna (frá einni endastöð til annarrar) gæti styst um allt að 5 mín., a.m.k. á mesta álagstíma umferðar. Fyrrgreindir möguleikar gætu hugsanlega bætt þjónustu almenn- ingsvagna álíka mikið og tvöföldun á ferðatíðni, en yrðu mun ódýrari þegar til lengri tíma er litið. Gera má ráð fyrir þó nokkurri aukningu á farþegafjölda (allt að 30-40% skv. erlendum rannsóknum). Betri nýting yrði á almenníngsvögnun- um utan asatíma. Á asatíma þyrfti hins vegar væntanlega að bæta við aukavögnum (óhagstætt rekstrar- lega séð), en aukinn samakstur fólks í einkabíl gæti hugsanlega dregið úr þörfinni fyrir fleiri auka- vagna. Samakstur myndi aðallega eiga sér stað á asatíma, þegar fólk eráleiðí/úrvinnu. Hér er vert að taka fram, að töluverð óvissa er um vinsældir samaksturs í framtíðinni. Á þetta má þó hafa áhrif að vissu marki, t.d. með ódýrari stæðum fyrir bíla, sem væru merktir/skrásettir fyrir samakstur. Einnig gætu t.d. fyrir- tæki í Gamla miðbænum í Reykja- vík átt frumkvæði að samakstri starfsfólks. Enn fremur má benda á þann möguleika að semja við einkaaðila um akstur aukavagna á asatíma. Slíkt yrði hugsanlega hagstæðara en akstur aukavagna hins opinbera rekstraraðila, því slíkir aukavagn- ar nýtast ekki utan asatíma. I þessu sambandi má geta þess, að einnig er möguleiki að semja við einka- aðila um áætlunarferðir í og úr vinnu fyrir starfsfólk. Slíkar ferðir yrðu væntanlega bundnar við á- kveðin fyrirtæki eða ákveðin svæði (t.d. Gamla miðbæinn í Reykja- vík). Otaldar eru þær langtímaað- gerðir, sem gætu bætt þjónustu almenningsvagna einna mest, en þær eru á sviði landnotkunar og landnýtingar. í þessu sambandi skiptir miklu máli staðarval nýrra íbúðarhverfa annars vegar og stað- setning t.d. verslunar- og þjónustumiðstöðva, skóla og at- vinnustaða hins vegar. Til dæmis er talið æskilegt að aðalskipti- biðstöðvum sé valinn staður í tengslum við verslunarhverfi. Enn íremur skiptir þéttleiki byggðar miklu máli. í Nordkolt-athug- uninni kom t.d. í ljós, að í Uppsö- lum kostaði það 40% meira á hvern íbúa að afla íbúunum sömu samflutningskjara og í Lundi. V. Lokaorð Hér að framan hefur verið greint frá ýmsum möguleikum á að bæta þjónustu almennings- vagna á höfuðborgarsvæðinu og minnka fyrirsjáanlegan rekstr- arhalla þeirra. Til þess að unnt sé að gera upp á milli þessara möguleika er æski- legt að mörkuð verði í grófum drátíum stefna í samgöngumálum fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Slík stefna er, eðli sínu samkvæmt, að hluta sjórnmálalegs eðlis. Enn fremur er Ijóst að skipulag umferðar verður ekki slitið úr samhengi við aðra málaflokka. Á þetta sérstaklega við um stefnu- mörkun viðvíkjandi landnotkun og þéttleika byggðar. Þéttbýlisformin í Lundi eru með tilliti til afkomu samflutninganna verulega hagkvæmari en í Uppsölum. útreikningar benda til þess, að það kosti 40% meira á hvern íbúa að afla íbúunum í Uppsölum sömu samflutningakjara og í Lundi. Á síðari staðnum er þetta að hluta til árangur fyrir fram ákveðins skipulags, þar sem tillit var tekið til krafna almenningsvagnaflutninga strax kringum 1965. 9

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.