Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Qupperneq 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Qupperneq 5
FRAMTÍÐARSKIPULAG ALMENNINGSVAGNA- ÞJÓNUSTU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. I upphafi þessa árs var ákveðið að framtíðarskipulag almennings- vagnaþjónustu yrði eitt megin- verkefni Skipulagsstofunnar á þessu ári. Vinna við þetta verkefni er þegar komin töluvert áleiðis. Gerð hefur verið athugun á nú- verandi ástandi og framtíðarhorf- um. I ljósi þessara athugana hafa nú nýverið átt sér stað umræður um markmið fyrir skipulag al- menningsvagnaþjónustu. í þeim umræðum hafa tekið þátt bæði stjórnmálamenn og þeir aðilar, er sjá um rekstur almenningsvagna á svæðinu. Skipulag almenningsvagna- þjónustu verður ekki slitið úr samhengi við aðra þætti sam- göngumála, þannig að vel fari. Þess vegna höfum við lagt til, að mörkuð sé stefna í samgöngumál- um fyrir höfuðborgarsvæðið, áður en markmið fyrir skipulag al- menningsvagnaþjónustu eru endanlega ákveðin. í þessu sambandi skiptir landnotkun einn- ig tóluverðu máli. Við áframhald þessa verkefnis mun því verða fjallað a.m.k. í grófum dráttum um þá þætti landnotkunar, sem hafa mest áhrif á skipulag almennings- vagnaþjónustu, s.s. íbúðarsvæði, verslunarhverfi, atvinnusvæði, þéttleika byggðar o.fl. Mikilvægt er að koma á samræmdu almenningsvagnakerfi fyrir allt svæðið. Almennings- vagnaþjónusta verður ekki skipu- lögð alfarið innan vébanda ein- stakra sveitarfélaga svo að vel sé. Á vegum Reykjavíkurborgar er hafin endurskoðun á leiðakerfi SVR. Æskilegt er að sú endur- skoðun verði þáttur í samræmdu framtíðarskipulagi almennings- vagnaþjónustu fyrir allt höfuð- borgarsvæðið. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir niðurstöðum fyrr- greindra athugana á núverandi ástandi og framtíðarhorfum fyrir almenningsvagnaþjónustu á svæðinu. Enn fremurverðurgreint frá hugsanlegum markmiðum og umræðum um þau. Að lokum verða raktar ýmsar grófar hug- myndir um það hvernig megi ná þessum markmiðum. II. Núverandi ástand Þjónustugœdi: Borgarskipulag Reykjavíkur gerði árin 1979-80 athugun á nú- verandi almenningsvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, byggða á Almenningsvagnakönnun 1976. Helstu niðurstöður í sambandi við þjónustugæði urðu eftirfarandi: 1. Meðalferðatími með al- menningsvögnum 1976 var 33 mínútur. Þar af fóru 44% í akstur, 21% í gang til og frá biðstöð og 35% í ýmiss konar bið. Meðalferðalengd var áætl- uð 6,2 km, þannig að meðal- ferðahraði (ganga og bið innifal- ið) var ca. 11 km/klst. Meðalökuhraði almennings- vagnanna var áætlaður 23 km/ klst. 2. Þjónusta almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu er mjög mismunandi eftir hverfum. Byggðin norðan Fossvogslækj- ar og vestan Elliðaáa nýtur bestrar þjónustu. Fyrir byggð utan þessa svæðis er ferðatím- inn lengri, skiptihlutfall (hlut- fall þeirra, sem skipta um vagn, af heildarfjölda farþega) hærra og ferðatíðni lægri. I grófum dráttum giidir, að þjónustu- gæðin eru lakari eftir því, sem sveitarfélagið er minna og fjar- lægð þess frá þungamiðju höf- uðborgarsvæðisins er meiri. I Kjalarneshreppi og Bessa- staðahreppi er t.d. engin al- menningsvagnaþjónusta. Segja má, að þjónusta almenn- ingsvagna á höfuðborgarsvæðinu sé allgóð, þar sem um slíka þjónustu er að ræða, í samanburði við aðrar álíka fjölmennar borgir á Norðurlöndunum, sérstaklega ef tillit er tekið til aðstæðna (lengri vegalengdir - minni þéttleiki byggðar - meiri bílaeign á höfuð- borgarsvæðinu). Rekstur: Samkvæmt almenningsvagna- könnun 1976 var farþegafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 46.600 á virk- um degi. Þetta jafngildir 0,4 far- þegum pr. íbúa á dag. Þetta er fremur lítið saman borið við aðrar borgir á Norðurlöndum af svipaðri stærð, sérstaklega þegar um er að ræða borgir með svipað loftslag og hnattstöðu. Meðalfarþegafjöldi í almenn- ingsvagni á ferð reyndist vera u.þ.b. 17. Samkvæmt Nordkolt-at- huguninni virðist þetta vera góð nýting samanborið við aðrar borgir á Norðurlöndum, en þar er sam- svarandi tala nálægt 10. Þrátt fyrir tiltölulega góða nýt- ingu vagnakostsins er mikið tap á rekstri almenningsvagna á höfuð- borgarsvæðinu. Heildarútgjöld munu nema um 100 milljónum króna (verðlag 1/4 ’82) fyrir árið 1981. Hins vegar eru fargjaldatekj- ur aðeins rúmlega 50 milljónir króna, þannig að útlit er fyrir, að halli verði tæplega 50 milljónir króna á verðlagi 1/4 ’82 (eigna- breytingar meðtaldar). Ef eignabreytingar eru ekki taldar með, þá standa fargjalda- tekjur undir u.þ.b. 65% af rekstrarkostnaði almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Fróðlegt er að bera þessa nið- urstöðu saman við reynslu frá ýms- um erlendum borgum: Fargjaldatekjur sem hlutfall af rekstrarkostnði (eignabreytingar og fjármögnunarkostnaður ekki með talinn). Borg 1971 1979 Rotterdam 47% 28% Brússel 56% 30% Barcelona 101% 38% Berlín 55% 39% Stokkhólmur 62% 43% París 65% 44% Helsinki 52% 49% Frankfurt 54% 50% Stuttgart 72% 50% Múnchen 87% 52% Vín 52% 53% Dublin 108% 58% Lyons 94% 59% Merseyside 108% 59% Zúrich 88% 65% Hamborg 81% 67%

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.