Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 11
þar sem það komi flestum bæjar- búum best, og ákveðið hefur verið að greiða mismuninn úr hinum sameiginlega sjóði. Ríkisvaldið hefur hinsvegar ekki áttað sig á því enn þá, hve mikilvæg þessi þjónusta er, og eru álögur á þennan rekstur dæmi um það, svo sem þungaskattur, aðflutnings- gjöldofl. sýna. Á þessu ári er heildarrekstrar- kostnaður S.V.K. áætlaður um 12 miljónir króna, stofnkostnaður ekki meðtalinn. Tekjur eru áætlaðar um 5,3 milj- ónir. Fargjöld eru nú kr. 5.50 fyrir fullorðna, (miðaverð kr. 5.26), en þyrftu að vera ca. kr. 11.00 til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtækið á 11 strætisvagna. 28. febr. 1981 var tekið í notkun nýtt leiðakerfi fyrir S.V.K., og var það talsverð breyting frá því, sem áður var í gildi. Við gerð þess var stuðst við farþegakönnun, sem gerð var af Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, og ábending- ENDURSKOÐUN Dagana 19. og 20. október 1976 fór fram á vegum Þróunarstofnun- ar Reykjavíkurborgar könnun á notkun almenningsvagna. Mark- mið könnunarinnar var að afla sem gleggstra upplýsinga um notkun almenningsvagna á höfuðborgar- svæðinu, en slíkar upplýsingar eru mjög mikilvægar við áætlanagerð um almenningsvagnasamgöngur í aðalskipulagi, en einnig við hag- ræðingu á leiðakerfi dagsins í dag. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar í fjórum skýrsl- um, sem Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar og Borgarskipulag Reykjavíkur hafa gefið út: Farþegakönnun, bráðabirgða- yfirlit, apríl 1978 Farþegakönnun, ágúst 1979 Staðalkönnun, janúar 1980 Rekstrartæknileg athugun, nó- vemberl980 í júní 1980 samþykkti stjórn S.V.R. að endurskoða leiðakerfi S.V.R.. í ljósi niðurstaðna al- menningsvagnakönnunarinnar. AðóskS.V.R., lét Borgarskipulag tvö erlend ráðgjafafyrirtæki á sviði ar farþega, (svo sem um akstur, sitt í hvora áttina um Austurbæinn) Margar hugmyndir voru ræddar og skoðaðar, en þessi varð fyrir valinu. Félagsfræðideild Menntaskó- lans í Kópavogi, undir stjórn Þór- hannesar Axelssonar gerði skoðanakönnun á viðhorfi farþega S.V.K. til nýja leiðakerfisins þann 30 mars s.l. ár, eða mánuði eftir að þaðfórígang. Helsttu niðurstöður voru þær, að farþegum sem líkaði það mjög vel og ágætlega voru 66% (af 420), illal5%. Gert var ráð fyrir, að þetta kerfi væri 10% dýrara í rekstri en það, sem fyrir var. Jafnframt var gert ráð fyrir um 10% aukningu á far- þegum, sem greiddu S.V.K. far- gjald. Komið hefur í ljós, að S.V.R. skiptimiðum hefur fækkað úr 20 - 22% í 10 - 11% af heild. í núgildandi leiðakerfi eru 7 vagnar í akstri (virka daga) 4 innanbæjar og2-3 á Reykjavíkurleiðinni. Á hverjum virkum degi eru ekn- ar 61 ferð milli Skiptistöðvar og Reykjavíkur, en 62 ferðir innan Kópavogs. Það þýðir að samtals eru eknir um 1500 km. á dag og um 500 þús- und km. á ári, eða sem svarar til tunglsins og hálfa leið til baka. Á virkum dögum eru farþegar um 5000 á dag Á laugardögum eru farþegar um 2600 á dag Á sunnudögum eru farþegar um 1900 ádag Við fyrirtækið starfa 23 vagn- stjórar, og á verkstæði eru 9-10 menn sem sjá um viðhald, eftirlit, smurningu, dekkjaviðgerðir og næturhreinsun. Að lokum: Leiðakerfi og rekst- ur strætisvagna þarf ávallt að vera íendurskoðun. Kópavogi, 27. maí 1982. Karl Árnason, forstöðumaður S. V.K. LEIÐAKERFIS SVR umferðarskipulagsmála gera vinnu- og kostnaðaráætlanir fyrir verkið. Þessi fyrirtæki eru Anders Nyvig A/S í Danmörku, sem hefur verið ráðgjafi Reykjavíkurborgar í umferðarskipulagsmálum um langt skeið, og Volvo Transport- system í Svíþjóð, sem er dótturfyr- irtæki Volvo og sérhæfir sig í ráð- gjöf á sviði almenningssamgangna. Vinnuáætlanir fyrirtækjanna voru lagðar fram og kynntar í skipulagsnefnd Reykjavíkur og stjórn S.V.R. í nóvembermánuði 1980. Á fundi sínum 3. des. 1980 samþykkti stjórn S.V.R. tilmæli til borgarráðs þess efnis, að Borgar- skipulagi yrði falin endurskoðun leiðakerfis S.V.R. í samvinnu við stjórn fyrirtækisins. Þetta erindi var síðan samþykkt í skipulags- nefnd23. marsl981. Borgarskipulag réði Anders Ny- vig A/S sem ráðgjafa við þetta verkefni, m.a. vegna þess, að fyrir- tækið var einnig ráðgjafi við endurskoðun á umferðarkerfi eldri hverfa, en þessi tvö verkefni tengj- ast allnokkuð. Samkvæmt vinnuáætlun skiptist vinnan við endurskoðun leiðakerf- isins í þrjá höfuðverkþætti. I. Stefnumörkun og tillögugerð II. Matátillögum III. Hönnun leiðakerfisbreytinga og framkvæmd. Stefnumörkun kemur fram í svonefndum staðalkröfum, þar sem sett eru fram almenn markmið fyrir þjónustu almenningsvagna, svo og ýmsar stærðir, sem skil- greina lágmarksþjónustu, t.d. hámarksgönguvegalengd að bið- stöð, ferðatíðni, fjölda skiptinga o.s.frv. Nú liggja fyrir tillögur Anders Nyvig A/S um staðalkröf- ur. I þeim leiðakerfistillögum sem til umfjöllunar hafa verið í stjórn S.V.R., eru mestu breytingarnar á þjónustu við Breiðholt og Árbæ. Staðalkönnunin sýndi, að veru- legur munur var á þjónustu við byggðina á Seltjarnarnesi (vestan Elliðaáa) og Breiðholt/Árbæ, þ.e. lengri ferðatími og hærra skiptir hlutfallVið endurskoðunina hefur einnig verið höfð hliðsjón af þeim svæðum í Reykjavík, sem eru í byggingu eða verða tekin til bygg- 11

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.