Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Qupperneq 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Qupperneq 15
um bæinn og í samfelldum hring- akstri, að gönguleið frá heimili að strætisvagni fari ekki yfir fjögur - til fimmhundruð metra. Það fyrir- komulag er fyrir hendi í Hafnar- firði í dag. í Garðabæ hefur verið miklu erfiðara um vik, vegna þess að engin tenging er milli Garða- bæjar og annarra bæja, nema um Hafnarfjarðarveg og því ekki hægt að mynda gegnumakstur á leið vagnanna til Hafnarfjarðar nema um þann veg. Verður aukaþjón- ustan því að fara fram með sérstök- um vagni, sem er að sjálfsögðu mun óhagkvæmar. Tíðni ferða er þannig háttað, að aldrei eru færri en tveir vagnar á klukkustund, sem aka frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar í gegnum Garðabæ. Um miðjan daginn aka fjórir vagnar á klukkustund frá Reykjavík til þessara bæja, þrír af þeim aka alla leið í Hafnarfjörð, en fjórði vagninn fer um Garðabæ. Þrátt fyrir fjölgun íbúa á þessu svæði á undanförnum árum má segja, að ferðafjöldinn sé óþarf- lega mikill miðað við fjölda farþega. Stafar það vafalaust af hinni miklu aukningu einkabíla, að farþegum hefur fækkað þrátt fyrir fjölgun íbúa. Höfuðrekstrarerfið- leikar stafa af alltof lágri farþega- tölu, einkum á vissum tímum dags- ins. Þannig er fjöldi farþega til Hafnarfjarðar í algjöru lágmarki og til Garðabæjar verulega of lítill, til þess að tíðni ferða og dreifing geti verið eðlileg, án þess að afkomu sé stefnt í voða. Þetta vandamál var ekki fyrir hendi meðan Landleiðir önnuðust einnig rekstur strætisvagna til Kópavogs, þar sem samanlagður fjöldi farþega til allra bæjanna var það mikill, að hægt var að hafa tíðni ferða meiri en hún er í dag. Af þessum sameiginlega rekstri var ýmislegt hagræði, bæði fyrir rek- straraðila og farþega. En þá er eðlilegt að spyrja, hvað telja Landleiðamenn til ráða svo að ekki aðeins núverandi þjón- ustustig geti haldist, heldur frekar að það geti enn batnað? Skal ég nefna nokkra veigamikla þætti í því sambandi. Eitt atriði er, að hægt verði að aka fleiri leiðir á milli bæjanna, þannig að betri nýting fá- ist og um leið bættar samgöngur milli einstakra bæja. Sú reyndin hefur orðið á, að það er ekki að- eins sami og eini vegurinn á milli þessara bæja og var fyrir 30 árum, þegar Landleiðir byrjuðu, heldur hefur aðstaðan fyrir strætisvagna- farþega stórlega versnað. Svo illa hefur til tekist, að þegar nýir kaflar Hafnarfjarðarvegar hafa verið byggðir má segja að öll aðstaða fyrir farþega til að nota stræt- isvagna hafi stórlega versnað. Þannig má nefna, að í Kópavogi á Ieið frá Reykjavík til Hafnarfjarð- ar er engin viðunandi viðkomu- stöð. Annars staðar á Hafnarfjarð- arveginum verður aðstaða fyrir farþega að teljast fremur slæm, og til hreinna undantekninga verður að teljast, ef biðstöð fyrir farþega er góð og fullfrágengin. Þessar slæmu og oft hættulegu aðstæður hafa valdið stórlegri fækkun farþega. Það er því eitt af brýnustu verk- efnum að bæta aðstöðu á viðkomu- stöðvum á Hafnarfjarðarvegi og gera gönguleiðir að þeim greiðar og svo öruggar, sem mögulegt er. Til þess að biðstöðvar á slíkum vegi geti talist í fullkomnu lagi, verður að vera þar biðskýli og gangstétt (10-12 m), sem gerir inn- og útöngu í vagnana þægilegri og forðar því að farþegar þurfi að standa í bleytu í risjóttum veðrum. Einnig þarf að bæta þessa aðstöðu víðaí bæjunum. Síðast en ekki síst þarf að stuðla að betri möguleikum fyrir farþega að skipta um vagna milli þeirra strætisvagna, sem ganga innan hvers bæjarfélags annars vegar, og hinna sem fyrst og fremst þjóna tengihlutverki milli bæjanna. Þannig er mikil nauðsyn að koma aftur á bættum tengingum í Kópavogi, sömuleiðis verður að vcrna að með aukinni byggð í hin- um svokallaða „nýja miðbæ” í Reykjavík skapist betri tengi- möguleikar fyrir farþega frá Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði, sem þurfa að ferðast til eystri hluta Reykjavíkur. Aukin samvinna milli rekstraraðila, getur eflaust bæði leitt af sér betri þjónustu og hagkvæmari rekstur. AgústHafberg HUGSANLEG LÆKKUN ARLEGS KOSTNAÐAR SVR MEÐ ÞVI AÐ FELLA NIÐUR SKATTA OG VEITA OLÍUSTYRK Árlegur kostnaður SVR1981 var u.þ.b. 60 milljónir króna. Þar af fóru nálægt 48 milljónir í beinan rekstur, en um 12 milljónir til eignabreytinga. Á verðlagi 1/4 ’82 yrði þessi árlegi kostnaður SVR u.þ.b.80 milljónir króna. Með því að fella niður skatta og tolla og veita t.d. 50% olíustyrk myndi árlegur kostnaður SVR lækka sem hér segir (verðlag 1/4 ’82); 1) Niðurfelling þungaskatts: 0,9 millj. kr. 2) Niðurfelling tolla og söluskatts af innkaupum á 5 nýjum vögn- um: 2,5 millj. kr. 3) Niðurfelling tolla og söluskatts af varahlutum og efni til viðgerða (óviss tala): 2,6 millj. kr. 4) Styrkur er næmi t.d. 50% af olíukostnaði: 4,0millj. kr. Lækkun árlegs kostnaðar SVR samtals: 10,0millj. kr. Samkvæmt ofanskráðu ætti ár- legur kostnaður SVR að geta lækk- að um 12-13% með því að fella niður tolla og söluskatt og veita 50% olíustyrk. Stefna borgaryfirvalda í Reykja- vík er að rekstur SVR sé með sem minnstum halla, en borgarsjóður standi þó að öllu leyti undir eigna- breytingum. Árið 1981 vantaði 23 milljónir (verðlag l/4’82) upp á að fargjalda- og auglýsingatekjur gætu staðið undir rekstri SVR (eignabreytingar ekki innifaldar). Ofangreindar aðgerðir ættu því að geta minnkað rekstrarhalla SVR um nálægt helming. Svipuð nið- urstaða gæti orðið hjá SVK. 15

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.