Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 23
meiraen24 stig. Stig vegna synjunar reiknast því aðeins að sótt hafi verið um byggingarrétt á einu byggingarsvæði og öðru til vara. Umsóknir frá 1980 og eldri sem ekki reyndist unnt að sinna, reiknast að fullu til stiga. 2. 7 Umsækjandi, sem áður hef- ur hlotið úthlutun á aðild að fjölbýlishúsi getur sótt um úthlutun á sérbýli 5 árum eftir að fjölbýlishúsið varð fokhelt. A sama hátt getur umsækjandi, sem áður hef- ur hlotið úthlutun á sérbýli sótt um á ný 10 árum eftir að sérbýli varð fokhelt. Ein- ungis skal reikna umsækj- anda fjórðung þeirra búset- ustiga, sem hann fengi þetta tímabil, ef engin úthlutun hefði átt sér stað. Stig skv. grein 2.6 reiknast fyrst 5 eða 10 árum eftir fokheldi. Hámarksstigafjöldi skv. greinum 2.1-2.6erll6stig. 3. 0 Ymis atriði. 3. 1 Sérbýli skv. reglum þessum telst einbýlishús, tvíbýlis- hús og raðhús, annað telst fjölbýli. 3. 2 Ekki er gerður greinarmun- ur á óvígðri sambúð og hjú- skap 3. 3 Verði margir umsækjendur jafnir að stigum skal hlutkesti ráða röð þeirra. 3. 4 Hafni lóðarumsækjandi út- hlutaðri lóð, án þess að að- stæður hans hafi breyst verulega að mati lóða- nefndar, kemur hann ekki til greina við næstu tvær út- hlutanir og áunnin stig vegna fyrri umsókna falla niður. Sama á við ef úthlut- unarhafi greiðir ekki gatna- gerðargjöld innan tilskilins frests. 3. 5 Komi lóðir til endurúthlut- unar hljóta þeir lóðirnar, sem næstir stóðu frumút- hlutun. 3. 6 Hætti umsækjandi við byggingarframkvæmdir eftir að þær eru hafnar skal lóðanefnd gera tillögu um kaupanda að mannvirkjum með hliðsjón af þessum reglum og tilliti til mögulegs byggingahraða.Ef kaup- andi finnst enginn skal borgarsjóður leysa til sín byggingarframkvæmdir skv. framlögðum staðfest- um reikningum. Náist ekki samkomulag um kaupin skal hvor aðili, lóðanefnd og úthlutunarhafi, skipa sinn matsmanninn til að meta framkvæmdirnar. Ná- ist ekki samkomulag skal dómkveðja matsmenn. Hvor aðili ber helming kostnaðar af mati. Sama á við, ef borgarráð afturkall- ar úthlutun byggingar- réttar. 3. 7 Verði úthlutunarhafi stað- inn að því að bjóða til sölu lóð eða byggingafram- kvæmdir, áður en lóðar- samningur er gerður, skal úthlutun afturkölluð, og hefur úthlutunarhafi þá fyrirgert rétti sínum til frekari lóðaúthlutunar. Við endurkaup á mannvirkjum fereftir grein3.6. 3. 8 Lóðanefnd er heimilt að krefja umsækjendur um vottorð varðandi búsetu, vinnuveitendur og annað er nefndin telur máli skipta. 3. 9 Frá þessum reglum er heim- ilt að víkja, ef um sérstök undantekningartilfelli er að ræða, og borgarráð sam- þykkir frávikið einróma. 3. 10 Nöfn allra úthlutunarhafa skulu birt í fundargerðum borgarráðs og jafnframt við hvaða lágmarksstiga- mörk umsækjendur fengu lóðir. Jafnframt skal tiltaka fjölda þeirra, sem hlutu út- hlutun skv. grein 3.9. 3. 11 Reglur um lóðaúthlutun skulu samþykktar árlega af borgarráði áður en lóðaút- hlutun er auglýst. Seltjarnarnes. Lóðum undir íbúðarhús er ekki úthlutað á Seltjarnarnesi þar sem þær eru seldar á frjálsum markaði. Kópavogur. í Kópavogi er notast við punkta- eða stigakerfi svipað því og var í Reykjavík. I mars s.l. voru eftirfarandi út- hlutunarreglur fyrir lóðir undir sambýlishús samþykktar: Skilyrði fyrir lóðaúthlutun er að umsækjandi geti sýnt fram á með eignum, eigin fjármunum, lána- möguleikum o.þ.h., að hann geti fjármagnað bygingarframkvæmd- irnar og staðið við þá byggingar- skilmála, sem settir eru hverju sinni. Umsækjendum, sem fullnægja fyrrgreindu skilyrði og átt hafa lögheimili í Kópavogi í að minnsta kosti 3 ár á s.l. 10 árum eða sem sannanlega hafa stundað fasta atvinnu í bænum í s.l. 12 ár eða lengur, en ekki átt þar lög- heimili, skulu gefin stig skv. eftir- farandi atriðum. 1. Búsetustig í Kópavogi. Fyrir hvert búsetuár reiknast 2 stig síðustu 12 árin. Umsækjanda skulu ekki reiknuð búsetustig á meðan hann var yngri en 18 ára. 2. Stig vegna fjölskyldu reiknast umsækjanda 5 stig og 5 stig vegna maka hans. Ekki er gerður greinarmunur á vígðri eða óvígðri sambúð (skv. regl- um Trygingarsstofnunar ríkis- ins). Hverju barni umsækj- anda eða maka hans undir 18 ára aldri sem búsett eru hjá þeim reiknast 5 stig hverju. Hverju barni þeirra sem orðið er 18 ára, en yngra en 23 ára og býr á sama stað, reiknast 3 stig. Hverju foreldri umsækj- anda eða maka hans sannan- lega í heimili þeirra reiknast 3 stig hverjum einstaklingi. 3. Stig vegna atvinnu. Þeim um- sækjendum sem stundað hafa samfellda fasta aðalatvinnu í bænum s.l. 12 ár eða lengur, en ekki átt þar lögheimili, reiknast 12 stig. 4. Stig vegna núverandi húsnæðis skulu reiknuð umsækjanda og hverjum einstaklingi í fjöl- skyldu hans skv. grein 2 sem hér segir: Húseigendur: Fjölbýlishús 2 stig á einstakling, einbýlis-/ par-/raðhús0stig. Leigjendur: Umsækjandi sem enga íbúð á nýtur sömu stig- agjafar og sá sem á íbúð í fjöl- býlishúsi. 5. Þröngbýli reiknast umsækj- anda og hverjum einstaklingi í fjölskyldu hans skv. grein 2 sem hér segir: Fyrir húsnæði sem er 15 m2 eða minna á ein- stakling, 3 stig. Fyrir húsnæði 23

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.