Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 22

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 22
REGLUR UM ÚTHLUTANIR ÍBÚÐARHÚSA- LÓÐA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU í sumum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru ákveðnar reglur um hverjir koma til greina við útlutun íbúðarhúsalóða. Þó reglur þessar séu misítarlegar þá eru þær nokkuð samhljóða þegar á heildina er litið, sérstaklega hvað varðar þau almennu skilyrði sem umsækjendur lóða þurfa að fullnægja ef þeir eiga að koma til greina við úthlutun. Hér að neðan er gerð lausleg samantekt á þess- um reglum. í því sambandi ber að undirstrika að reglum þessum er oft á tíðum breytt milli úthlutanna enda eru þær oftast tengdar lóða- úthlutun á ákveðnum svæðum innan sveitarfélaganna: Kjalarnes. Á Kjalarnesi eru engar ákveðn- ar reglur til um úthlutanir lóða. Þó er tekið mið af ýmsum atriðum sem umsækjendur þurfa að fullnægja s.s. viðvíkjandi búsetu og atvinnu en Kjalnesingar ganga fyrir utansveitarmönnum hvað þau atriði varðar. Ennfremur þurfa umsækjendur að vera skuldlausir við hreppsfélagið og geta sýnt fram á að þeir geti fjármagnað bygging- arframkvæmdir. Mosfellssveit. Mjög svipaða sögu er að segja um úthlutun íbúðarhúsalóða í Mosfellssveit og á Kjalarnesi, því þar eru hin almennu skilyrði um búsetu, atvinnu, skuldleysi við hreppinn og möguleikar á að fjár- magna byggingarframkvæmdir, þausömu. Reykjavík. Síðustu fjögur árin var íbúðar- húsalóðum úthlutað í Reykjavík eftir s.k. punktakerfi. Síðast var úthlutað eftir því fyrirkomulagi í Ártúnsholti en þær úthlutunarregl- ur voru samþykktar í borgarráði 16. feb. 1982 og fara hér á eftir: 1. 0 Almenn skilyrði. 1. 1 Skilyrði fyrir úthlutun eru að umsækjandi sé fjárráða, íslenskur ríkisborgari og skuldlaus við borgarsjóð (gjaldheimtu). Athygli um- sækjanda skal vakin á að gæta þess sérstaklega, að vinnuveitandi hafi gert Gjaldheimtunni skil á þeim fjárhæðum, er dregnar hafa verið af launum umsækj- anda. 1. 2 Eeir einir komatilgreinavið úthlutun, sem sýnt geta fram á með eignum, eigin fjármunum, lánamögu- leikum o.þ.h., að þeir geti fjármagnað byggingarfram- kvæmdir og staðið við þá byggingarskilmála, er gilda hverju sinni. 1. 3 Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem skila inn um- sóknum rétt og tæmandi út- fylltum innan auglýsts um- sóknarfrests. 2. 0 Umsækjendum, sem fullnœgja skilyrðum 1. kafla skulu gefin stig sem hér segir: 2. 1 Stig vegna samfelldrar búsetu í Reykjavík reiknast frá 18 ára aldri. Fyrir fyrstu fimm búsetuárin fær um- sækjandi 8 stig hvert ár, en síðan 4 stig á ári, þar til um- sækjandi hefur náð 80 stig- um. Eigi bæði hjóna, sem sækja um lóð búsetu í Reykjavík skal reikna einn fjórða af búsetustigum þess, sem færri hefur til viðbótar stigum hins, þar til 8 stigum er náð, en 80 stig eru há- mark skv. þessari grein. Námsdvöl utan borgarinnar breytir engu hér um, og telst sem jafngildi samfelldrar búsetu, enda hafi um- sækjandi síðast átt lögheim- ili í Reykjavík. Aðrir um- sækjendur, sem flytja úr borginni tapa áunnum bú- setustigum, er þeir hafa átt lögheimili utan borgarinnar í fjögur ár. Stig skv. þessari grein reiknast ekki meðan búseta utan borgarinnar varir. 2. 2 Þeir umsækjendur, sem stunda samfellda vinnu í Reykjavík með búsetu utan borgarinnar, fá fjögur stig fyrir hvert vinnuár í Reykjavík eftir 18 ára aldur þar til óOstigumer náð. Hafi bæði hjóna, sem sækja um Ióð stundað samfellda vinnu í Reykjavík skal reikna fjórðung af vinnu- stigum þess, sem færri hefur til viðbótar stigum hins, þar til 60 stigum er náð, en 60 stig eru hámark skv. þessari grein. Heimilt er að meta samfellt nám umsækjenda í Reykjavík með sama hætti. 2. 3 Umsækjendur, sem flust hafa til Reykjavíkur eftir 18 ára aldur en stundað hafa samfellda vinnu í borginni frá átján ára aldri og geta þar af leiðandi nýtt sér atvinnu- og búsetustig geta þó ekki fengið meira en 80 stig vegna samanlagðra atvinnu- og búsetustiga. 2. 4 Þröngbýli þ.e. 12 m2 eða minna á íbúa gefur umsækj- anda 12 stig, 12-15 m2 á íbúa gefur 8 stig, 15-18 m2 á íbúa gefur 4 stig. Þeir umsækj- endur, sem æskja þess, að tekið verði tillit til þröngbýl- is, skulu skila með umsókn vottorði viðkomandi bygg- ingarfulltrúa um fermetr- astærð íbúðar. I sérstökum undantekning- artilfellum er heimilt að reikna fleiri stig ef íbúð er sérlega óhentug. Þó aldrei fleiri en 12. 2. 5 Umsækjendur, sem ekki eiga eigið íbúðarhúsnæði, en búa í heilsuspillandi húsnæði (vottorð heilbrið- isfultrúa fylgi) eða leigu- húsnæðifá8stig. Þeir umsækjendur, sem búa hjá foreldrum/aðstandend- um hljóta 4 sig. Stig skv. þessari grein reiknast eingöngu hjá þeim umsækj- endum sem sækja um bygg- ingarrétt í fjölbýlishúsi. 2. 6 Fullgild lóðarumsókn, sem ekki reynist unnt að sinna við árlega úthlutun gefur umsækjanda 8 stig. Þetta ákvæði getur þó aldrei gefið einstaklingi eða hjónum 22

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.