Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 3
SKIPULAGS- MÁL HÖFUÐBORGARSVÆfMSJNS 2.TBL.3. ARG. 1982 Fréttablaðið SKIPULAGSMAL HOFUÐBORGARSVÆÐISINS er gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200 Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Olafsson. Efnisyfirlit * Framtíðarskipulag almenningsvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. * Hugleiðingarum SVR Eiríkur Asgeirsson * ReksturSVK. KarlArnason * Endurskoðun leiðakerfis SVR Baldvin Baldvinsson * Almenningssamgöngur í Mosfellshreppi Bjarni Snæbjörn Jónsson * Rekstur Landleiða hf. milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Ágúst Hafberg * Hugsanleg lækkun árlegs kostnaðar SVR með því að fella niður skatta og veita olíustyrk * íbúðarhúsabyggð 1982 * Reglur um úthlutanir íbúðarhúsalóða á höfuðborgarsvæðinu. * Hafnarfjörður, endurskoðun miðbæjarskipulags 1981 Sigurþór Aðalsteinsson * Bandaríkjaferð — „WASHBOS” * Ráðstefna um almenningsvagnasamgöngur * Er notkun negldra hjólbarða þjóðhagslega hagkvæm? * Nýjar bækur og skipulagsáætlanir á S.H. * Sölukynning Forsíðumynd Forsíðumynd er eftir Gylfa Gíslason. Hann er Reykvíkingur, fœddur 1940. Hann hefur haldið margar einkasýningar og myndskreytt bœkur ásamtýmsu öðru. 10 11 13 14 15 17 22 25 26 26 26 27' 27 Almenningssamgöngur. Auðveldar samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu eru algert grund- vallaratriði til þess, að það fólk sem þar býr geti fært sér í nyt þá aðstöðu og tækifæri sem þar er að finna. Þeir sem hafa yfir einkabif- reið að ráða eru hér tiltölulega vel settir, en mikill fjöldi fólks hefur ekki yfir slíkum farkosti að ráða Þessu fólki þarf líka að tryggja góða samgöngumöguleika um svæðið hvort heldur um er að ræða unga, gamla, hreyfihamlaða, eða aðra sem þurfa á sérstakri flutn- ingaþjónustu að halda. Samgöngukostnaður á þessu svæði hefur einnig vaxið mjög ört á undanförnum árum með útþenslu byggðar og hækkandi bensínverði. Nú er svo komið að ekki er óalgent að samgöngukost- naður 4 manna fjölskyldu á höfuð- borarsvæðinu sé orðinn allt að 5.000 kr. á mánuði. Það fé, sem sveitafélög á höfuð- borgarsvæðinu greiða með al- menningssamgöngum á svæðinu, mun væntanlega nema rúmlega 50 milljónum króna. Hér skiptir því mjög miklu, að vel sé haldið á málum, og að mótuð sé samgöngustefna fyrir þetta svæði, sem sé nátengd almennri byggðastefnu á svæðinu. Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var í jan. s.l., lagði áherslu á mikilvægi góðra almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæðinu og fól Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins að gera tillögur um fram- tíðarskipulag þessra mála. Einnig var þeim tilmælum beint til Sam- gönguráðuneytisins og Skipulags- stjórnar ríkisins, að þessir aðilar tækju þátt í og styrktu þessa til- lögugerð. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að grundvallarathugunum á þessu máli á Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins, og áformað er að tillögur geti legið fyrir seinni hluta þessa árs. Hér er um mjög mikið hags- munamál að ræða fyrir alla þá, sem byggja þetta svæði. Þessu máli verður ekki ráðið til lykta svo vel sé innan vébanda hvers sveitarfé- lags fyrir sig og ekki án þess að mynduð sé ákveðin stefna, sem tekur bæði mið af núverandi byggð og fyrirhugaðri þróun þessa svæð- is. GesturÓlafsson.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.