Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 24

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 24
sem er 15-20 m2 á einstakling, 2 stig og fyrir húsnæði sem er 20-25 m2 á einstakling, 1 stig. Hér er átt við heildarhúsnæði á einstakling. Sameign í fjöl- býlishúsi reiknast aldrei meira en 25% af séreign íbúðar. 6. Heilsuspillandi húsnæði reiknast umsækjanda 10 sig enda fylgi vottorð heilbriðis- fulltrúa. Þeir sem fengið hafa lóð undir einbýlishús eða raðhús á s.l. 10 árum koma ekki til greina við þess- ar úthlutanir. Þá gildir þetta ekki um þá, er á þessu tímabili hafa fengið lóð en skilað henni aftur til bæjarins. Þessi stigagjöf skal vera aðalregla. Séu umsækjendur jafnir skal bæjarráð meta aðstæður um- sækjenda og skera úr. Til þess að vikja frá þessum regl- um þarf sérstakar undantekningar- ástæður. Skylt er að endurskoða reglur þessar fyrir hverja úthlutun. .Garðabær. I Garðabæ eru engar sérstakar lóðaúthlutunarreglur til. Þó eru ýmiss atriði höfð í huga þegar að úthlutun kemur, einkum og sér í lagi hvernig umsækjandinn er í stakk búinn fjárhagslega til að framkvæma sín byggingaráform. Garðbæingar hafa þó hin síðari ár fengið vissan forgang umfram utanbæjarmenn um lóðir vegna út- hlutunarreglna nágrannasveitarfé- laganna. Bessastaðahreppur. Engar ákveðnar reglur eru not- aðar við úthlutun lóða í Bessa- staðahreppi, en tillit er tekið til búsetu og hverjir séu fjármögnun- armöguleikar umsækjenda. Hafnarfjörður. Við tvær síðustu lóðaúthlutanir í Hafnarfirði var stuðst við eftir- farandi reglur sem voru úthlutun- arskilmálar fyrir einbýlis- og par- húsalóðir í Norðurbæ og Vesturbæ, samþykktar í maí 1981: a. Umsækjandi þarf að hafa ver- ið búsettur í Hafnarfirði og hafa átt lögheimili þar frá 1. janúar 1973 eða lengur. b. Umsækjendur sem áður hafa fengið einbýlis- eða raðhúsa- lóð hjá Hafnarfjarðarbæ og byggt á henni koma ekki til greina við þessa lóðaúthlutun. c. Umsækjendur sem fæddir eru 1950 eða síðar koma ekki til greina við þessa lóðaúthlutun, nema húsnæðisþörf sé mjög brýn vegna fjölskyldustærðar. d. Tekið er tillit til þess ef um- sækjendur eru Hafnfirðingar, 50 ára og eldri og hafa aldrei fengið úthlutað lóð. e. Litið er til þess ef umsækj - endur hafa oft sótt um lóð áðurán árangurs. f. Tekið er tillit til húsnæðis- þarfa, fjölskyldustærðar og annarra ástæðna, sem bæjar- ráði finnst eðlilegt að komi umsækjendum til góða við mat áumsóknum. HAFNARFJÖRÐUR - ENDURSKOÐUN MIÐBÆJARSKIPULAGS 1981 Skipulag af miðbæ Hafnarfjarð- ar var staðfest árið 1967 að undan- genginni úrvinnslu tillagna byggð- um á skipulagssamkeppni um mið- bæinn árið 1962. Endurskoðun skipulagsins, hef- ur nú verið lögð fram til samþykkt- ar. Var hún unnin með þeim hætti, að gerð var nákvæm vinnuáætlun áður en gengið var til verks. Hófst vinnan í nóvembr 1980 og lauk upp úráramótum 1981/82. Verkefninu var skipt í nokkra vinnuþætti. Var tiltekið hvaða at- riði skyldu athuguð og á hvaða tíma einstakir þættir skyldu liggja fyrir. Að loknum hverjum vinnuþætti tók skipulagsnefnd afstöðu til ákvörðunaratriða. Þannig var tryggð full þátttaka nefnda og ráða bæjarinsíverkinu. Eftir því sem við varð komið var beitt þeirri aðferð að gera beina at- hugun á staðnum fremur en að byggja á opinberum skýrslum. Gerð var úttekt á eldri skipu- lagshugmyndum um miðbæ, og hvernig þær hefðu reynst. Að lokinni heildarúttekt á ein- stökum þáttum miðbæjarveru- leikans, voru dregnar ályktanir, sett markmið og gerðar tillögur til úrbóta. I prentun er greinarerð með skipulaginu þar sem settar eru fram niðurstöður úttekta og til- lögur. Greinargerðin skiptist þannigí: I Grunnathuganir II Tillögurogskilmála. Horfið er frá fastmótaðri fram- tíðarmynd miðbæjar, en miðbæj- arsvæði skipt í gatnareiti og aðeins lagðar fastar línur um stærstu drættina til langs tíma. Tekin er stefnumarkandi eða leiðbeinandi ákvörðun um aðal- notkun gatnareitanna. Eru reitirn- ir flokkaðir í þrennt: I Hreinir atvinnureitir II Blandaðirreitir III Hreinir íbúðareitir Hins vegar eru gerðir bindandi skilmálar fyrir hvern gatnareit sér- staklega. Lögð er til þrískipting gatna- kerfisins í hreinar akrautir, bíla- stæða- og húsagötur með rólegri bílaumferð og hreina göngustíga. Reiknað er með verulegri aukningu verslunar og þjónustu- húsnæðis í miðbæ eða úr 17.000 m2 sem nú eru þar fyrir hendi, í liðlega 35.000 m2. Lögð er áhersla á upp- byggingu þeirra reita, sem nú eru lítt eða ekki byggðir en þeir eru á 20 ára gamali fyllingu milli Strandgötu og Fjarðargötu. Séð er fyrir nægum bílastæðum á sjálfu miðbæjarsvæðinu. Miðað er við að eitt stæði komi á hverja 60 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Aukið er við fyllingu framan við Fjarðargötu og þar komið fyrir nýjum bílastæðum. Lögð er áhersla á að nýbygging- ar lagi sig vel að þeirri byggð, sem fyrir er á hverjum stað hvað varðar lögun, efni og stærðir húsa. Leitast er við að mynda fjöl- breytt og skjólgóð útirými milli bygginga.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.