Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 10

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 10
■ HUGLEIÐINGAR UM SVR Á s.l. ári voru 50 ár liðin frá því að stofnað var til reksturs almenn- ingsvagna í Reykjavík, er hlutafé- lagið Strætisvagnar Reykjavíkur var stofnað. Ekki er ástæða til að rekja sögu fyrirtækisins í þessi 50 ár þar sem það var gert með ýms- um hætti á s.l. ári í tilefni afmælis- ins, en rétt þykir að greina frá nokkrum staðreyndum. Vagnar SVR aka nú á 15 leiðum, sem eru samtals 247 km að lengd. Heildarakstur á ári er rösklega 4 miljónir km og farþegafjöldinn u.þ.b. 14miljónir. Ferðatíðni er breytileg eftir álagi. Eannig eru 15 mín. á milli ferða á flestum leiðum að deginum á virkum dögum, en yfirleitt 30 mín. á kvöldin og um helgar. Til að anna þessu eru 48 vagnar í stöðugri notkun á virkum dögum, en 6-8 vögnum er bætt við á mestu annatímunum. Alls á fyrirtækið 68 vagna af eftirtöldum gerðum: Volvo B 58 27 VolvoB 59 15 VolvoBlOM 13 MercedesBenz0305 10 Ikarus 260 3 Velta fyrirtækisins á árinu 1981 var 60miljónirkr. Hjá SVR starfa nú 190 manns. Þar af eru 130 vagnstjórar, sem vinna á þrískiptum vöktum, 50 vinna við viðgerðir og viðhald og 10 á skrifstofunni. Af þessum 190 starfsmönnum hafa 114 unnið lengur en 10 ár og 57 starfsmenn hafa verið sæmdir heiðursmerki SVR úr gulli fyrir 25 ára störf. Til undantekninga heyrir, að starfs- maöur segi hér upp starfi. Þetta eru ánægjulegar og um leið athygl- isverðar staðreyndir, sérstaklega þar sem um er að ræða mjög REKSTUR SVK Bæjaryfirvöld í Kópavogi gerðu sér snemma grein fyrir því, að í byggðarlagi eins og Kópavogi væru bættar almenningssamgöngur ein af forsendum fyrir vexti bæjarfé- lags og tóku því sjálf við rekstri al- menningsvagnanna, eins fljótt og kostur var, eða 1. mars 1957. Með vandasama og viðkvæma almenn- ingsþjónustu. Eitt af því fyrsta, sem ferðalangur kynnist, þegar hann kemur til ókunnugrar borg- ar, er einmitt strætisvagnaþjónust- an og ekki er ólíklegt, að hug- myndir hans um aðra þjónustu borgarinnar mótist af þessum fyrstu kynnum. Það má því með vissum sanni segja, að strætisvagnaþjónustan sé andlit borgarinnar út á við. Fargjöld SVR eru lág - langt undir því sem eðlilegt getur talist, hvort sem miðað er við reksturs- kostnað fyrirtækisins eða greiðslur fyrir aðra samneyslu. Viðhorf borgaryfirvalda hefur verið það að fargjaldatekjur skuli standa undir rekstursgjöldum að frádregnum vöxtum og afskriftum, en í raun er langt frá, að því marki sé náð Á árinu 1981 þurfti borgarsjóður að greiða 36.7% af rekstursgjöld- unum og sé skyggnst 11 ár aftur í tímann til ársins 1971, er hið sama uppi á teningnum, þá greiddi borg- arsjóður 35.2% af rekst- ursgjöldunum. I athugunum og tilraunum, sem gerðar hafa verið erlendis, hefur komið í ljós, að upphæð fargjalda hefur tiltölulega lítil áhrif á eftir- spurn eftir þessari þjónustu. Þann- ig varð aðeins 3-4% aukning á far- þegafjölda almenningsvagna í Róm, þegar fargjöld voru í til- raunaskyni felld þar niður með öllu. Sé borinn saman kostnaður við að reka einkabíl og að nota stræt- isvagna, er mismunurinn mjög mikill. Samkvæmt útreikningum, sem Félag islenskra bifreiða- eigenda hefur gert um langt skeið á reksturskostnaði einkabifreiða af meðalstærð - útreikningum sem ekki hafa verið véfengdir - kostar því móti gætu bæjaryfirvöld betur miðað þjónustuna við þarfir fólks- ins. Eftir því sem byggð hefur aukist og fólki fjölgað, hefur þessi þjónusta vaxið. Fólk þarf að kom- ast milli bæjarhverfa, skóla, stofnana og vinnustaða. hver ekinn km nú 1,63 kr., sé að- eins talinn beinn aksturskostnað- ur, en meir en helmingi meir eða 3.68 kr., ef fastur kostnaður við rekstur bílsins (þ.e. afskriftir og vextir af fjármagninu) eru einnig tekin með. Einstakt fargjald með SVR kostar 5.50 kr., en 4.35 kr. séu afsláttarkort notuð. Sé miðað við Breiðholtsbúa, sem þarf að fara til vinnu niður í miðbæ - en það er um 10 km vegalengd - kostar það 8,70 - 11,00 kr. fari hann með strætisvagni fram og til baka, en 32,60 - 73,60, ef hann færi í einka- bíl. Sparnaðurinn við að fara í strætisvagni er því 21,60 - 64,90 kr. ádag. Á undanförnum árum hafa fjar- lægðir innan borgarinnar aukist án þess, að farþegum hafi fjölgað að sama skapi. Þess vegna var talið rétt að fækka ferðum á kvöldin og um helgar, þar sem eftirspurn eftir þjónustunni var mjög lítil á þessum tímum. Það hlýtur að vera íhugunarefni fyrir þá aðila, sem ætla að skipu- leggja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu hvernig eigi að halda reksturskostnaði niðri eða afla aukinna tekna. Ef halda á uppi viðunandi þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur hér eftir sem hingað til og fylgja eftir á- kvörðun borgaryfirvalda um að fargjöld skuli standa undir reksturskostnaði, er í raun ekki um nema einn kost að velja: Pað er að hækka fargjöldin og fylgja þannig ! þeirri stefnu, sem þegar hefur ver- ið framkvæmd í sumum nágranna- löndumokkar. Eiríkur Asgeirsson forstjóri SVR Nú hin síðari ár hefur rekstrarkostnaður farið vaxandi, og er svo komið, að það vantar verulega upp á að reksturinn standi undir kostnaði. Bæjaryfirv- öld hafa ákveðið að draga ekki úr þeirri þjónustu, sem veitt er, held- ur auka hana og jafna sem mest, 10

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.