Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Síða 17
IBUÐARHUSABYGGÐ 1982 Hér aö neðan verður getið heistu svæðanna sem tekin hafa verið til ráðstöfunar undir íbúðar- húsabyggð og/eða svæða þar sem undirbúnings- eða byggingarfram- kvæmdir voru/verða hafnar á árinu 1982. Helstu nýju íbúðarhúsasvæðin 1982 Mosfellssveit. í byrjun árs 1982 var deiliskipu- lagt byggingarsvæði fyrir íbúðar- húsabyggð við Leirutanga í Mos- fellssveit. Höfundar skipulagsins eru arkitektarnir Einar Tryggva- son og Einar Sveinsson. I hverfinu eru 46 íbúðarhúsalóð- ir, 8 fyrir sambýlishús sem úthlutað var til BYGGUNG í Mosfeilssveit og 38 einbýlishúsalóðir. Á svæðinu, sem hefur aðkomu frá Álftatanga, er gert ráð fyrir tveimur leiksvæðum fyrir yngri börnin og sparkvelli 40x20 m fyrir þaueldri. Reykjavík í Reykjavík var íbúðarhúsalóð- um úthlutað á þrem megin svæðum í ár, Ártúnsholti, Suðurhlíðum og Laugarási. Á fjórða svæðinu, Sogamýri var fallið frá úthlutun. ARTÚNSHOLT er stærsta svæðið sem komið hefur til úthlut- unar í ár á höfuðborgarsvæðinu. Þar er gert ráð fyrir samtals 400 íbúðum. Höfundur skipulags er Knútur Jeppesen arkitekt. Svæðið skiptist í 136 einbýlishús- alóðir, 75 raðhúsalóðir og 8 fjöl- býlishúsalóðir. Nálægt miðju þess er gert ráð fyrir verslunum, skólum og stærri leiksvæðum. SUÐURHLÍÐAR. Meginhluta Suðurhlíðahverfisins var úthlutað á síðasta ári,rúmlega 100 íbúðar- húsalóðum. I ár var þó nyrsta hluta þess úthlutað fyrir samtals 27 íbúð- ir. Höfundur skipulags er Valdís Bjarnadóttir, arkitekt. Svæðið sem er staðsett norðan Oskjuhlíðarskóla skiptist í 4 ein- býlishúsalóðir og 17 par-og rað- húsalóðir undir 23 íbúðir. í miðju svæðisins er leiksvæði. Reykjahlíð, efsti hluti Suðurhlíða. Deiliskipulag. 17

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.