Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Page 19
Hafnarfjörður Ástúnshverfi Kópavogi. Deiliskipulag. ÁSTÚN SH VERFI. Þar eru byggingarframkvæmædir þegar hafnar samkvæmt skipulagi Knúts Jeppesen, Árna Friðrikssonar og Páls Gunnlaugssonar arkitekta. Á svæðinu koma til með að standa 28 einbýlishús og 16 parhús með 32 íbúðum. Garðabær, í svokallaðri Hofsstaðamýri í Garðabæ hefur verið deiliskipu- lagt hverfi með 108 einbýlishúsal- óðum og 5 sambýlishúsalóðum. Höfundur skipulagsins er Stefán Benediktsson arkitekt. Svæðinu má skipta í þrennt A, B og C (sjá mynd). Á svæði A og B eru einnar hæðar einbýlishús og nýtanleg rishæð. Á svæði C er gert ráð fyrir sambýlishúsum sem skipt- ast í 4 einingar hvert og geta verið 1 eða 2 íbúðir í hverri einingu. í Hafnarfirði eru fyrirhuguð íbúðarsvæði þrjú talsins. VIÐ GARÐAVEG OG HRAUNBRÚN í Hafnarfirði er |ert ráð fyrir 8 lóðum undir einbýlis- hús og 3 parhúsalóðum. SA-HVALEYRARHOLT. Á þessu þessu svæði munu sam- kvæmt deiliskipulagi Óla Þórðar- sonar arkitekts rísa 147 íbúðir. Svæðinu má skipta í tvennt. Svæði 1 sem afmarkast af Reykjanes- braut,Suðurbraut og Þúfubarði, á því verða reist einbýlishús, raðhús ogfjölbýlishús. Á svæði II sem afmarkast af Ásbraut, Þúfubarði og Suðurbraut er áformað mjög svipað fyrir- komulag og á svæði I. Þar er enn- fremur gert ráð fyrir blandaðri húsagerð ásamt leikvelli og opnu svæði fyrir almenning. VESTUR-NORÐURBÆR. Bygging og framkvæmdir eru hafn- ar í nýju hverfi í Hafnarfirði er tengir Vestur-og Norðurbæ saman. Höfundur skipulagsins er Björn S. Hallsson arkitekt. Þegar svæðið er fullbyggt verða þar 69 íbúðir. Nú þegar hefur verið úthlutað þar 32 einbýlishúsalóðum þar af 9 lóðum fyrir einnar hæðar timbur hús. Hofsstaðamýri Garðabæ. Deiliskipulag Skipulag íbúðarhúsahverfis við Garðaveg og Hraunbrún í Hafnarfirði 19

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.