Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 13

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1982, Blaðsíða 13
ingar á allra næstu árum (Borg- armýri, Eiðsgrandi, Ártúnsholt, Suður-Selás). Lauslegar áætlanir benda til þess, að á þjónustu-svæði S.V.R. (Reykjavíkog Seltjarnarn- eskaupstaður) verður íbúafjöldinn j um 93.000 að þessum svæðum full- byggðum, en er í dag tæplega 88.000 eða um 5-6% íbúaaukning. Tillögurnar að endurskoðuðu leiðakerfi S.V.R. hafa verið til um- fjöllunar í stjórn S.V.R. eins og áður var getið, en þær hafa einnig verið kynntar í Skipulagsnefnd Reykjavíkur. Nú er unnið að mati á breytingartilhögun samkvæmt vinnuáætlun (verkþáttur II). Þetta mat felst í því, að reiknaður er út ferðatími milli biðstöðva og borinn saman við ferðatíma í núverandi kerfi. Einnig er meðalferðatími í einstökum umferðarreitum reikn- aður út á sama hátt og í staðal- könnun almenningsvagnakönnun- arinnar til samanburðar. Er þá byggt á niðurstöðum Almennings- vagnakönnunar 1976. I leiðakerfistillögunum er gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á leiðum vagnanna í elstu hverfum Reykjavíkur, þ.e. innan Hring- brautar/Snorrabrautar. Einnig virðist full ástæða til þess að endur- skoða staðsetningu endastöðva almenningsvagna í Lækjargötu til þess að auðvelda farþegum skipt- ingar og auka umferðaöryggi þeirra. Endastöðvarnar eru nær allar í Lækjargötu og dreifast frá Kalkofnsvegi suður að Vonar- stræti. Einnig er í hinni nýju leiðakerfistillögu gert ráð fyrir öflugri skiptistöð í Mjódd. Ljóst er, að ofangreindar breytingar á skipulagi á einstökum svæðum eru til frambúðar, þó að nokkur óvissa ríki um nauðsynlegt umfangþeirra. Þetta leiðir hugann að nauðsyn langtímaáætlana um almennings- vagnasamgöngur í aðalskipulagi, en hingað til hefur ekki verið unnt að sinna þessum mikilvæga þætti aðalskipulagsins að marki vegna skorts á upplýsingum, en Almenn- ingsvagnakönnun 1976 bætir hér um eins og tilgangur hennar var. I aðalskipulagi er þá unnt að taka afstöðu til gatnatenginga, land- notkunar og byggingarröð lands- svæða með rekstrarhagkvæmni almenningsvagna í huga. Vinna við langtímaáætlanir á að- alskipulagsstigi er mjög lík þeirri vinnu við endurskoðun leiðakerfis S.V.R.,sem að framan hefur verið lýst, en þróa verður aðferðir til þess að áætla eftirspurn eftir al- menningsvagnaþjónustu út frá væntanlegri landnotkun og stefnu í umferðarmálum. Við endur- skoðun leiðakerfis S.V.R. er stuðst við niðurstöður Almenn- ingsvagnakönnunar 1976. Til að áætla eftirspurn eftir al- menningsvagnaþjónustu hefur verið rætt um að útvíkka reiknilík- an umferðar, sem þróað var fyrir bílaumferð við endurskoðun Aðal- skipulags Reykjavíkur 1962-’83, sem unnin var á Þróunarstofnun 1973-’76. Útvíkkað reiknilíkan umferðar gæti þá áætlað umferð milli hverfa (reita) með bílum og almenningsvögnum og hvernig hún skiptist milli bíla og almenningsvagna út frá landnotk- un, gæðum alm.vagnakerfisins og og stefnu í umferðarmálum. Endanlegt mat á leiðakerfistil- lögum er síðan unnið á sama hátt og við endurskoðun leiðakerfis S.V.R., þ.e. með samanburði á ferðatíma milli biðstöðva, meðal- ferðatíma í umferðarreitum og skiptihlutfalli. Baldin E. Baldvinsson verkfræðingur Borgarskipulagi Reykjavíkur ALMENNINGSSAMGÖNGUR I MOSFELLSHREPPI Hin síðari ár hefur umræða um almenningssamgöngur mjög færst í vöxt. Með hækkandi elds- neytisverði og umferðarvanda- málum í kjölfar vaxandi bifreiða- eignar landsmanna hefur athyglin beinst að því hvort og hvernig megi auka mikilvægi almenningssam- gangna í ferðamáta fólks. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins hefur fært umræðu um þessi mál á stig með því að takast á hendur sérverkefni um skipulag almenningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Það er ánægjulegt til þess að vita, að sveitaríélög á höfuðborgarsvæðinu hafi nú á- kveðið að líta á málið í sam- einingu. Þótt hin einstöku sveitar- félög kjósi að leysa sín samgöngu mál á eigin vegum, er engu að síður nauðsynlegt að taka mið af aðstæð- um og leiðakerfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í ljósi þess, að hér er um eitt atvinnu og samgöngusvæði að ræða. Það, sem ég hef ætlað mér að fjalla um hér, eru þær breytingar, sem nýlega voru gerðar á ferðum almenningsvagna milli Mosfells- hrepps og Reykjavíkur. í framhaldi af því verða settir fram nokkrir leikmannsþankar um skipulag og rekstur almennings- vagnakerfis, eða samflutninga- kerfis, eins og það heitir í munni fræðinganna, í nútíð og framtíð. I Mosfellshreppi hafa almenn- ingssamgöngur frá upphafi verið reknar í sérleyfi. Hafa ýmsir aðilar haft þetta sérleyfi með höndum í gegnum tíðina, en síðustu 10-15 árin hefur því verið þjónað af Mos- fellsleið hf. Leiðakerfi almenningsvagna milli Mosfellhrepps og Reykjavík- ur byggðist lengi framan af nær eingöngu á þörfum hinna tveggja stórfyrirtækja í Mosfellshreppi: Álafossi og Reykjalundi, enda fólk í erindum þangað uppistaðan í far- þegafjölda bílanna. Voru ferðir miðaðar við vaktaskipti á þessum stöðum, en einnigheimsóknartíma á Reykjalundi. Upp úr 1970 hófust skipulagðar ferðir með framhalds- skólanema milli Mosfellshrepps og Reykjavíkur, og fljótlega bættust við ferðir vegna þessa. Þegar hér var komið sögu, voru ferðir al- menningsvagna til og frá Reykja- vík 8 talsins á sólarhring, flestar niður í miðbæ Reykjavíkur, en með órelglulegri tímatöflu, sem miðaðist við ákveðna tímapunkta í stað tímalengdar milli ferða. Þrátt fyrir mjög mikla fjölgun íbúa í Mosfellshreppi á síðasta ára- tug má segja, að þörf fyrir breytingar á almennigssam- göngum hafí ekki verið knýjandi framan af. Bílaeign Mosfellinga var mikil, m.a. vegna strjálla ferða almenningsvagna, og almenn notkun þeirra því lítil. Hin síðari 13

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.