Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 80

Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ���������� ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 33 62 07 /2 00 6 Viðskiptavinir í Og1 greiða ekkert fyrir takmarkalausa notkun milli allra heimasíma innanlands. Heimili sem eru með allt hjá Og Vodafone, GSM, Heimasíma og Internet geta skráð sig í Og1. Auðvelt að skipta. Það er ekkert mál að skipta um símafyrirtæki eða almennt að skrá sig í Og1. Hringdu núna í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is og skráðu þig og þína. Mánaðargjald heimasíma er 1.390 kr. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðnum og fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. Það er list að kunna að segja góða sögu. Eitt það erfiðasta við að skrifa sögur, er ekki að detta eitthvað skemmtilegt í hug, heldur að finna endi á söguna. Grín er líka gott dæmi. Það er ekkert mál að búa til skringilegar aðstæður eða láta fólk gera óvenjulega hluti. Vandinn er hvernig á að enda brandarann, að finna lokahnykk (punchline). Kind gengur niður Laugaveginn og hittir jólasvein- inn. Umm? En hvað svo? ENDIRINN er oftar en ekki mikil- vægasti hluti sögunnar. Í honum felst niðurstaðan, það sem allir hafa verið að bíða eftir. Sagan er bara hálfsögð ef enginn er endir- inn á henni. Ég hef haft þetta að leiðarljósi í pistlum mínum. SUMAR sögur og brandarar hafa engan endi í eðli sínu en þá er oftar en ekki verið að leika sér með fyrirbærið „endi“. Þá hefur það tilgang. Ef það er meðvitað gert hefur það líka oft djúpa tilvísun í tilveru okkar og eilífðina sjálfa. EN yfirleitt er endaleysi samt sprottið af leti og skorti á ímyndun- arafli, höfundurinn finnur einfald- lega engan endi á söguna en lætur hana flakka samt. Þá er það tilgangs- laust miðjumoð og bara til þess gert að stela tíma frá fólki og láta það borga fullt verð fyrir svikna vöru. TILGANGSLAUST endaleysi hefur hingað til verið einkennandi fyrir lélegt; framhaldsþætti og sögur. En mér finnst þetta verða sífellt algengara í sjónvarpi. Snið- ugar hugmyndir eru blóðmjólkað- ar og við erum skilin eftir ringluð. EINU sinni voru míní-seríur í sjónvarpi vandaðar og spennandi og höfðu krassandi endi sem ég beið eftir í ofvæni. En ekki lengur. ÉG er einn af fjölmörgum sem byrjuðu að fylgjast með spennu- þáttunum Lost. Ég var mest spenntur að vita hvernig þetta myndi enda en svo rann það upp fyrir mér að það var enginn endir og þá hætti ég að horfa. PRISON Break er annað dæmi. Það ætlar aldrei að enda og heldur ekki 24. OG nú er þetta komið í bíó líka. Ég fór að sjá Pirates of the Caribbean á dögunum. Hún endar í lausu lofti eftir tvo tíma. Samt er það hvergi tekið fram að maður sé bara að fá helminginn af því sem maður borgaði fyrir. MÉR leiðist þessi gegndarlausa gengisfelling á gæðum. Ég vil fá endi nema annað sé tekið fram. Not to be continued! The End

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.