Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ofbeldisseggir í miðbæ „Það fólk sem beitir ofbeldi er illa áttað vegna vímu- eða ölvunarástands. Að lögreglan standi þeim við hlið hefur ekki forvarnar- gildi.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, svarar gagnrýni um að lögreglan sé ekki nógu sýnileg í borginni. Fréttablaðið, 2. ágúst. Villandi áfengis- auglýsingar „Í áfengisauglýsingu sem birt var fyrir síðustu verslunarmannahelgi er til dæmis gefið í skyn að meiri bjór skili sér í meiri peningum og fleiri vinum.“ Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð, segir áfengisauglýsingar byggja upp ákveðnar væntingar sem séu varhugaverðar fyrir unga neytendur. Fréttablaðið, 2. ágúst. Skurðgoða- dýrkun „Mér er sagt að ekki sjáist ein einasta dúfa í Reykjavík en þær settu svip sinn á borgarlífið hér einu sinni. Þeim var víst útrýmt af því að þær skitu á stytturnar í borginni en mér finnst það líkjast skurð- goðadýrkun að taka stytturnar fram yfir lifandi dýr. Dúfur eru meinleysisgrey og það er gaman að fylgjast með þeim. Rjúpan er svo annar fugl sem gerir engum mein. Stofninn dafnaði þegar veiðar voru bannaðar en eftir að byrjað var að skjóta rjúpuna á nýjan leik fækk- aði fuglunum. Það ætti að banna þetta alveg.“ HVAÐ SEGIR ANNA? DÚFUR ANNA M. GUÐMUNDSDÓTTIR Á HESTEYRI Í MJÓAFIRÐI Kapparnir í Sumargleðinni fóru á sína fyrstu æfingu í áratug um helgina en þeir munu skemmta í Galtalæk um verslunarmannahelg- ina. Blaðamaður reyndi að komast að því hvaða brögðum Einar Bárðar- son beitti til þess að koma gömlu kempunum til. Hann spjallaði við Einar og tvær kempur. „Ég þurfti að þrýsta svolítið á þá til að koma þeim til,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður sem stóð fyrir því að Sumargleðin kemur saman á ný. „En fljótlega eftir að þeir loks féllust á að koma saman í Galtalæk varð ég að fara niður í ráðuneyti og ná í niðurskurðar- hnífinn því þeir ætluðu að taka yfir alla dagskrána. Þetta var við það að verða lögreglumál,“ segir hann og brosir við. „Þessi tími er svo fallegur í minningunni að ég var hálfsmeyk- ur við að hætta á að skemma það með því að vera að endurtaka leik- inn,“ segir Þorgeir Ástvaldsson en blaðamaður hitti á hann og Ómar Ragnarsson þegar þeir voru að fara á fyrstu æfinguna fyrir dag- skrána í Galtalæk. „En ég tel að það sem eigi hvað drýgstan þátt í því hvað þetta er allt fallegt í minningunni sé það að skipstjór- inn okkar Ragnar Bjarnason gaf þau skýru fyrirmæli að þetta væri eins og útgerð og að ekkert áfengi væri haft um hönd meðan við værum að. Þess vegna er ekkert áfengismistur yfir minningunni.“ En skipstjórinn atarna gerði þó Þorgeiri nokkurn grikk og útvarps- maðurinn gamalkunni er enn ekki búinn að bíta úr nálinni með það. Það varðar lagið „Ég fer í fríið“ sem löngu er orðið sígilt. „Ég söng inn á lagið svo að Ragnar gæti heyrt hvernig þetta ætti að vera,“ rifjar Þorgeir upp. „En það var alveg klárt í mínum huga að Ragn- ar átti að syngja það inn á plötuna. Svo gerði ég eins og segir í laginu og fór í frí til útlanda og það er ekki fyrr en ég les það í dagblaði á leiðinni heim að fjölmiðlamað- urinn Þorgeir Ástvaldsson hafi þreytt frumraun sína sem söngv- ari á nýrri plötu. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Það má segja að ég hafi nauðlent. Síðan hef ég þurft að syngja þetta lag og heyra sjálfan mig syngja það öll þessi ár en maður lærir að lifa við þetta.“ Ómar Ragnarsson hefur einnig þurft að naga sig í handarbökin fyrir að syngja lag sem menn tengja við hann æ síðan. „Það er þetta fjárans lag Sveitaball,“ segir hann og hryllir við. „Það hættuleg- asta sem ég hef gert um ævina var að syngja lagið Sveitaball; ég var næstum því dauður. Þannig var að ég ætlaði að fara heljarstökk en gleymdi síðari hluta hringsins og lenti á hausnum. Jón bróðir sem var á fyrsta bekk var alveg hand- viss um að ég væri dauður. Svo fimm árum síðar var ég að syngja sama lag og fór í kollhnís aftur á bak á sýningu á Hótel Íslandi en þá hnykktist á brotinu í hálsinum sem ég vissi ekki af og ég var með hálskraga allt það ár.“ Er nema von að Ómar beri nokkurn kvið- boga fyrir því að þurfa að taka þetta lag. Þeir kumpánar gera svo hlé á hlátrasköllum og verða alvarlegir um stund. „En við söknum allir Bessa Bjarnasonar og munum hugsa mikið og hlýtt til hans við þessa endurfundi,“ segir Þorgeir. En þá er það aðeins að fá að vita hvaða bellibrögðum Einar Bárðarson beitti til að fá þá til að koma saman aftur. „Það bellibragð heitir Einar Bárðarson,“ segir Ómar. jse@frettabladid.is EINAR BÁRÐARSON...BELLIBRAGÐ Lög sem hættu- legt er að taka SUMARGLEÐIN Á sinni fyrstu æfingu í meira en áratug. MANNLÍF Mörgum hefur verið tíð- rætt um hátt vöruverð á Íslandi nú um stundir. Það á svo sannarlega ekki við í Furðubúðinni sem starf- rækt er á Selfossi þessa dagana og alla jafna þegar veðurblíðan býður upp á það. Matvörur eins og núðlu- súpa og búðingur kosta aðeins tíu krónur svo eflaust myndu fáar verslanir standa Furðubúðinni snúninginn ef hún yrði tekin með í verðkönnunum. Þó er ekki allt jafn ódýrt því munnharpan kostar heilar 50 krónur. „Það eru rosalega margir búnir að kaupa,“ segir Konráð Oddgeir Jóhannsson og því til sönnunar kemur Haraldur Gíslason með könnu fulla af peningi. Anna Kristín Leósdóttir segir að þó verslunin gangi vel muni hún ekki starfa til eilífðarnóns því hún og Írena Birta Gísladóttir samstarfskona hennar ætla að verða hárgreiðslukonur en strák- arnir Konráð Oddgeir, Haraldur og Bjarki Leósson ætla að vinna í dýragarði. Konráð Oddgeir bendir þó á að í dýragörðum eru oft marg- ar búðir svo reynslan úr Furðu- búðinni gæti komið sér vel. - jse Blómlegt verslunarlíf í veðurblíðunni á Selfossi: Búðingur á tíkall LÍF OG FJÖR Í FURÐUBÚÐINNI Verslunar- menn beittu öllum brögðum í veðurblíð- unni í fyrradag til að ná í kúnna. Hér eru Anna Kristín Leósdóttir, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Haraldur Gíslason, Írena Birta Gísladóttir og Bjarki Leósson að fanga athygli vegfaranda. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR „Það er bara akkúrat ekki neitt að frétta,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, söngvari og lagasmiður hljómsveitarinnar Ég. „Það gerist akkúrat ekkert fyrr en að ég finn Medici fjölskylduna víðfrægu og hún reddar mér tölvu til að taka upp nýju plötuna mína.“ En að sögn Róberts Arnars hélt Medici fjölskyld- an Leonardo Da Vinci uppi í þá daga svo að hann gæti sinnt sínum störfum sem lista- og fræðimaður. Róbert Örn hefur eytt stærstum hluta sumarsins í lagasmíðar fyrir nýja plötu, til að fylgja eftir hinni margrómuðu plötu Plötu árs- ins. Hann segir að lagasmíðarnar hafi gengið vonum framar og að lögin séu tilbúin. Vinnsla við plötuna hefur hins vegar dregist á langinn vegna skorts á áhuga útgefenda hér á landi og tæknilegra örðugleika. „Ég er bæði að leita að útgefanda fyrir þriðju plötu Ég og tölvu til að geta klárað upptökurnar á seinni helming plötunnar,“ segir Róbert Örn sem er staðráðinn í að koma plötunni sinni út sama hvað tautar og raular. „Ég er alveg stopp núna og ég er að vona að einhver úr Medici fjölskyldunni búsettur hér á Íslandi reddi þessu. Sena nennti ekki einu sinni að prófa að hlusta á það sem verður líklega frábærasti geisladiskur sögunnar,“ segir Róbert Örn alvarleg- ur í bragði. Hljómsveitin Ég mun troða upp á Innipúk- anum á föstudeginum um verslunarmannahelgina ásamt hljómsveitunum Jan Mayen, Jeff Who og Television og er mikill hugur í okkar manni fyrir tónleikana. „Ég hlakka mikið til að spila á Nasa þar sem að ég hef aldrei spilað þar áður, það verður án efa mikið stuð,“ segir Róbert Örn. „Svo kíkir maður á púk- ann hin kvöldin líka enda rosalega flott dagskrá um helgina.“ „Síðan heldur bara leitin áfram að tölvu og útgefanda svo að ég geti klárað plötuna og komið henni út. Er einhver þarna úti sem hefur áhuga?“ segir Róbert Örn Hjálm- týsson tónlistarmaður og hlær. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RÓBERT ÖRN HJÁLMTÝSSON TÓNLISTARMAÐUR Bráðvantar tölvu og útgefanda MIAMI VICE Alvöru dótabúð fyrir mótoráhugafólk !! l i l GBÍLABÚÐ BENNA FORSÝNIN Ef verslað er fyrir kr. 3900 eða meira, fylgja tveir miðar í kaupbæti á sérstaka forsýningu Bílabúðar Benna á Miami Vice þriðjudaginn 8.ágúst. MÓTORHJÓL HLJÓMTÆKI & DVD SPILARAR HÁGÆÐA DEKK FJÓRHJÓL LOFTSÍUR MÓTORHJÓLAVÖRUR Versla ðu fyr ir 3900 kr. eða m eira og fáðu 2 frímið a á MIAMI VICE AUKAHLUTIR POWER ACOUSTIK For sýn ing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.