Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 60
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. * Eingöngu innan kerfis Símans SUMARTILBOÐ Á SAMSUNG SÍMUM 5 KR. SMS & MMS ALLAR HELGAR Í SUMAR * E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku- stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. 14.980 kr. SAMSUNG X650 Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum í gegnum blátannarbúnað. 37.980 kr. SAMSUNG D820 * Eingöngu innan kerfis Símans Kl. 20.30 Kómedíuleikhúsið frumsýnir leikrit- ið Aumingja litla ljóðið á Kirkjubóli í Önundarfirði. Höfundur og flytjandi er Elvar Logi Hannesson. Eitt þekktasta verk beat- skáldanna, On the Road, verður endurútgefið í órit- skoðaðri útgáfu úr uppruna- legu handriti höfundarins Jack Kerouac. Umsýslumaður dánarbús Kerouac, John Sampas - bróðir þriðju eig- inkonu höfundarins - hefur samið við Viking útgáfuna í Bandaríkjunum og er vonast til þess að bókin komi út fyrir árslok 2007, á 50 ára afmæli útgáfunnar. Á sínum tíma voru heilu málsgreinarnar klipptar út úr handritinu sem talið var að myndu særa blygðunarkennd lesenda, einkum vísanir til kynlífs og fíkniefnaneyslu en handritið skrifaði þessi annálaði drykkjaft- ur og bósi í kaffiskotinni besedrínvímu árið 1951. Auðmaðurinn James Irsay keypti upprunalega handritið af bókinni árið 2001 og greiddi þá 2,4 milljónir bandaríkjadala fyrir bókrolluna sem er 36 metrar á lengd en höfund- urinn hafði þann sið á að líma jafnharðan saman þær síður sem hann skrifaði og búa þannig til samfelldan og flæðandi texta í bókstaf- legri merkingu. Kaffiblettað handritið ferðast nú milli safna og skólastofnana í Bandaríkjunum. - khh Vegasagan endurútgefin >Ekki missa af... myndlistar- sýningu Óla G. í gallerí Turpentine við Ingólfsstræti. leiksýningu í Elliðaárdal. Leikfélagið Sýnir sýnir Máfinn eftir Tsjekhov í náttúrulegri íslenskri leikmynd, leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmars- son. erindi Haraldar Þórs Egilsson- ar sagnfræðings um hreinlæti forfeðra okkar á kvöldvöku í Laufási í Eyjafjarðarsveit í kvöld. JACK KEROUAC Reiðfantur á óhemju enskrar tungu. Nú líður senn að lokum Sumartónleika í Skálholti og um verslunarmannahelg- ina verður mikið um dýrðir á þessu fornfræga menning- arsetri. Barokk og klassík berast út um kirkjudyrnar og á völlunum í nágrenninu er verið að heyja. Berglind María Tómasdóttir er framkvæmdastjóri Sumartónleik- anna og segir andrúmsloftið í Skálholti afar gott. „Hér ríkir mjög afslöppuð sveita- og sumar- stemning. Aðsóknin á tónleikana hefur verið mjög góð það sem af er, í síðustu viku var fullt á tón- leikana en það er stór hópur sem er farinn að stunda hátíðina en auk þess eru gestir, bæði erlendir og innlendir að detta inn. Það er ókeypis á tónleikana og ferða- fólkið er mjög ánægt með það.“ Margt góðra gesta hefur sótt Skálholt heim í sumar og verður svo einnig um helgina. Berglind María útskýrir að mikill fengur sé að komu erlendra hljóðfæra- leikara fyrir íslenska tónlistar- menn og hlustendur. Gestirnir eru margir hverjir heimsþekktir á sínu sviði og líkt og fyrr eru margir sérhæfðir í leik á hljóð- færi gamla tímans en það er aðalsmerki Sumartónleikanna að flytja tónverk í sem upprunaleg- ustum útsetningum með tilheyr- andi hljóðfærum. „Þetta er í raun eins og vítamínsprauta,“ útskýrir Berglind María. „Margir af íslensku hljóðfæraleikurunum grípa einungis í það að leika á þessi gömlu hljóðfæri og það er ómetanlegt að fá sérhæft fólk til þess að miðla af reynslu sinni.“ Sex tónleikar verða haldnir um helgina og nú í kvöld heyrist til að mynda í fyrsta sinn í baritón- gömbu hérlendis því ungverski gömbuleikarinn Balazs Kakuk mun leika með Bachsveitinni og leiða hlustendur inn í alveg nýjan hljóðheim. Á laugardagskvöldið mun tónlistarhópurinn Camerarc- tica leika í fyrsta sinn opinber- lega á hljóðfæri klassíska tímans og mun þá meðal annars heyrast í klassískri flautu, klassísku klar- inetti og náttúruhorni í verkum eftir Mozart. Kvöldvökur Sumartónleik- anna hafa einnig mælst mjög vel fyrir og hefur aðsókn að fræðslu- erindum sumarsins verið góð. Í kvöld flytur fornleifafræðingur- inn Mjöll Snæsdóttir erindi á Brynjólfsvöku um húsakynni í Skálholti á tímum Brynjólfs bisk- ups í Oddsstofu. Athygli skal einnig vakin á tónlistarsmiðjum sem skipulagð- ar eru í tengslum við sumartón- leikana. Þar gefst krökkum frá sex ára aldri kostur á að taka þátt í skapandi tónlistarstarfi. „Þetta hefur vakið mikla lukku en nú um helgina verða nám- skeið bæði á laugardegi og sunnudegi. Að þessu sinni er það Sigrún Sævarsdóttir sem leiðir smiðjuna en hún kennir skap- andi tónlistarmiðlun við Listahá- skóla Íslands og Guildhall tón- listarháskólann í Lundúnum,“ segir Berglind María. Nýlega var efnt til kynningar- fundar um stofnun hollvinafélags Sumartónleikanna og segir Berg- lind að ráðgert sé að setja félag- inu formlega á stofn í haust. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt svo við teljum að það sé heppilegt að mynda form- legan stuðningshóp í kringum starfsemina sem til dæmis gæti virkað sem einskonar hugmynda- smiðja fyrir hátíðina.“ Nánari upplýsingar um sam- tökin og dagskrá helgarinnar má finna á heimsíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is. - khh Lokahelgi Sumartónleika BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI SUMARTÓNLEIKA Í SKÁLHOLTI Stefnt að stofnun hollvinafélags Sumartónleikanna á haustdögum. BALAZS KAKUK Nú heyrist í baritóngömbu í fyrsta sinn á opinberum tónleikum hérlendis. BRUNO COCSET Leikur Vínarklassík og verk eftir Mozart ásamt Camerarctica. Baritóngamba Kakuks Hinn virti ungverski gömbuleikari Balazs Kakuk leikur ásamt Bach- sveitinni kl. 20 í kvöld. Kakuk leikur á baritóngömbu sem aldrei hefur heyrst í hérlendis fyrr en um er að ræða plokkað strengjahljóðfæri með allsérstæðan tón. Hljóðfærið er upp- runnið frá síðari hluta 17. aldar og var vinsælt fram á fyrrihluta þeirrar nítjándu. Balazs Kakuk starfar sem prófessor í kammermúsík við Ferenc Lizst-aka- demíuna og Bartok-konservatoríið í Búdapest. Sem einleikari og kamm- ertónlistarmaður hefur hann ferðast um allan heim og kemur fram á tónleikum og hljóðritar fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiska. Kakuk leikur verk eftir Haydn og Lidl ásamt Bachsveitinni sem Jaap Schröder leiðir en þá verða einnig flutt verk úr safni meistara Haydns sem hann samdi fyrir húsbónda sinn, Miklos Esterházy prins, sem var liðtækur barytongömbuleikari á sinni tíð. Næstkomandi laugardag leika Kakuk og Bachsveitin á saman á ný á tónleikum kl. 15 og flytja þá einnig verk eftir Tomasini en þess má geta að kontrabassaleikarinn Dean Ferrel heldur erindi í Skálholtsskóla klukkustund fyrir þá tónleika og fjallar þar um hina gleymdu snillinga klassíkurinnar. Vínarklassík á selló Sellóleikarinn Bruno Cocset leikur á tónleikum í Skálholtskirkju á laugar- daginn ásamt Camerarctica hópnum og fleiri góðum gestum. Cocset er prófessor í barokksellóleik við Háskólann í Genf í Sviss og hefur verið kennari við Konservatoríið í París og við Katalónska tónlistar- háskólann í Barcelona síðan 2001. Bruno stofnaði hópinn „Les Basses Réunies“ sem leggur aðaláherslu á rannsóknir og flutning á selló- tónbókmenntunum út frá sögu- legu samhengi og hefur gefið út hljóðritanir hjá Alpha útgáfunni með flutningi á sónötum Vivaldis, Barriérs, Frescobaldis og svítum J. S. Bachs. Á næstunni koma svo út með honum konsertar og sónötur Boccherinis. Cocset leikur á tvennum tónleikum, kl. 17 leikur hann ásamt sellóleikar- anum Maude Gratton og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sellóleik- ara og fylgja þau hlustendum um tónheima Ítalíu þar sem áherslan er á bassastrokhljóðfæri frá upphafi 17. aldar til miðbiks 18. aldar. Þessa dagskrá má flytja með nokkrum strokhljóðfærum eða með sellói í aðalhlutverki en þar heyrast hljómar úr smiðjum Gabriellis, Frescobaldis auk tóna frá Bach. Á kvöldtónleikunum flytur Cocset tónleikadagskrá með Vínarklassík og verkum Mozarts ásamt Camerarctica hópnum sem leikur nú í fyrsta sinn á hljóðfæri frá klassíska tímanum ásamt Emil Friðfinnssyni hornleikara og Dean Ferrel sem leikur á hljóð- færið víolóne sem er eldra afbrigði kontrabassa. Kvöldtónleikarnir verða síðan endur- teknir kl. 15 á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.