Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 72
52 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummers- bach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. „Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skírður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara „Já blessaður Sverrir,“ það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi,“ sagði Sverre. „Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands,“ sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið Jakobsson aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. „Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leik- maður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björns- son, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað var í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér.“ Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. „Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið,“ sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum. SVERRIR BJÖRNSSON VERÐUR SVERRE JAKOBSSON: HANDBOLTAKAPPINN ÚTSKÝRIR NAFNARUGLIÐ Það er tveir fyrir einn tilboð á mér FÓTBOLTI Leikmenn sem verða upp- vísir að kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kyn- þáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnu- sambönd við því að þau fái bönn ef þau endurskoði ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að regl- ur, sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðnings- menn liðsins sýna kynþáttafor- dóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. „Það er alveg ljóst að við munum herða reglurnar, FIFA gaf KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt og KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, við Fréttablaðið í gær. Leikmaður, sem móðgar and- stæðing sinn þannig að það varði lit- arhátt hans, kynþátt eða trú, á von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna, en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir að kynþátta- fordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. „Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvernig þeir muni koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norð- urlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virð- ast vera að aukast í íþróttum á Íslandi. „Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlát- ari heims í þessu er ég ekki viss um,“ bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþátta- fordóma varðar. hjalti@frettabladid.is KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma Knattspyrnusamband Íslands mun herða refsingar fyrir kynþáttafordóma í íslenska boltanum fyrir næsta sumar. Vegna nýrra reglna FIFA verður KSÍ að bregðast við og Geir Þorsteinsson segir það þegar í skoðun. SAMEINAST GEGN FORDÓMUM Eldheitir stuðningsmenn Keflavíkur, Pumasveitin, bjuggu til þennan borða til að ítreka andúð sína á kynþáttahatri og flagga þeir borðanum á öllum leikjum sem þeir mæta á í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN ÖRVAR FÓTBOLTI Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari karla í knatt- spyrnu, valið Veigar Pál Gunn- arsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttu- landsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. Veigar Páll hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Stabæk og er markahæsti maður deildarinnar með tíu mörk ásamt félaga sínum í Stabæk, Daniel Nannskog. Þetta hafa þeir afrek- að í fimmtán leikjum en samtals hefur liðið allt skorað 26 mörk í þessum leikjum í sumar. Samkvæmt norska vefmiðlin- um Budstikka er þetta besta framherjateymi Stabæk frá upp- hafi og besta erlenda framherja- teymi norsku úrvalsdeildarinnar síðan 1995 en Nannskog er sænskur. Þeir eru sagðir gefa einhverjum frægustu sóknar- pörum norskrar knattspyrnu ekkert eftir, svo sem þeim Ole Gunnar Solskjær og Arild Stavrum hjá Molde árið 1995 annars vegar og Sigurd Rush- feldt og Harald Brattbakk hjá Rosenborg árið 1997 hins vegar. Allir skoruðu þeir mikinn fjölda marka fyrir sín félög þessi ár. Veigar Páll hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg félög í Englandi sem og víðar í Evrópu. Auk þess að vera marka- hæstur er hann mjög ofarlega í einkunnargjöfum norsku dag- blaðanna. Hjá Dagbladet er hann í 1. sæti með meðaleinkunn 5,93. Hjá Verdens Gang í 5. sæti (5,6), 7. sæti í Nettavisen (5,87) og 2. sæti hjá Aftenposten (6,00). Veigar Páll er þar að auki lang- efstur á lista þeirra sem hafa átt þátt í flestum mörkum en auk þess að skora tíu hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar. - esá VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Hefur átt sann- kallað draumatímabil í norsku úrvalsdeild- inni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR Veigar Páll Gunnarsson í hópnum gegn Spáni: Veigar Páll valinn í landsliðið á nýjan leik > Jakob í 14. sæti í Búdapest Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, setti nýtt og glæsilegt Íslands- met í gær í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu sem nú fer fram í Búdapest. Jóhann synti á 2 mín. 14.70 sek. og bætti þriggja ára gamalt Íslands- met sitt um hálfa sekúndu. Hann varð fimmtándi í undanrásunum og komst í úrslitasundið sem synt var í gær. Þar synti hann á 2 mín. 15.11 sek. og var 41/100 úr sek. frá Íslandsmetinu en hann var 1.39 sek. frá því að komast í úrslit. Árni Már Árnason úr Ægi varð 38. af 41 kepp- enda á 2 mín. 20.72 sek. Alexander tognaður Handboltakappinn Alexander Petersson verður frá keppni í þrjár til fimm vikur vegna tognunar. Landsliðsmaðurinn missir því líklega af byrjun tímabilsins með Grosswaldstadt í Þýskalandi en fyrsti leikurinn verður háður eftir þrjár vikur. Útsölulok 70-90% afsláttur af allri útsöluvöru KRINGLUNNI FÓTBOLTI Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgríms- son, sem var Guðlaugi innan hand- ar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. Í yfirlýsingu sem knattspyrnu- deild ÍBV sendi frá sér í gær kom fram að deildin virti ákvörðun Guðlaugs og þakkar honum fyrir starf sitt í þágu félagsins en hann tók við liðinu árið 2004. Þar kom einnig fram að Guðlaugur teldi sig vera kominn að ákveðnum lokapunkti með liðið sem situr í neðsta sæti Landsbankadeildar karla og hefur aðeins hlotið ellefu stig í tólf leikjum. ÍBV tapaði 5-0 fyrir Val í síðustu umferð Lands- bankadeildarinnar. Hvorki náðist í Guðlaug né Heimi í gærkvöldi en næsti leikur ÍBV er gegn Víkingum þann 10. ágúst. - hþh Guðlaugur Baldursson: Hættur með botnlið ÍBV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.