Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6
6 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Farangurskassar leysa plássvandann í bílnum! www.seglagerdin.is Eyjarslóð 5, sími 511 2200 Þyngd: 19,5 kg Rúmmál: 320 L Breidd: 0,96 m 24.900 SUMARTILBO Ð STJÓRNMÁL Átökin fyrir botni Mið- jarðarhafs voru rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis sem haldinn var í gærmorgun að ósk Steingríms J. Sigfússonar, for- manns Vinstri grænna. Fyrir fundinn hafði Steingrímur samið drög að ályktun þar sem þess er krafist að Ísraelar fallist – tafar- laust og án skilyrða – á vopnahlé og hætti öllum hernaðaraðgerðum í Líbanon og á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínu. Þá sagði í drögunum að utanríkismálanefnd beindi því til ríkisstjórnarinnar að taka upp baráttu fyrir því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yrði kallað saman og samþykkti kröfu um taf- arlaust vopnahlé og að blóðsúthell- ingum, glæpum gegn almennum borgurum og hvers kyns mannrétt- indabrotum yrði þegar í stað hætt. „Það náðist ekki samstaða um að afgreiða ályktunina,“ sagði Stein- grímur. „Á hinn bóginn var ákveðið að nefndin hittist fljótlega aftur og fái eftir atvikum utan- ríkisráðherra til fundar. Auð- vitað hefði ég helst viljað að menn hefðu tekið á sig rögg og kveðið skýrt að orði. Það er ekki þörf fyrir neina hálfvelgju í þessari stöðu.“ Halldór Blöndal, formaður utan- ríkismálanefndar, vill fátt um efni fundarins segja. „Það er leyndar- mál sem gerist á fundum utanríkis- málanefndar,“ sagði hann. Málið hefði verið rætt og það verði áfram í athugun. Ekki sé ákveðið hvenær annar fundur verði haldinn. Steingrímur segir orð og gjörðir alþjóða- samfélagsins fram til þessa ganga allt of skammt. „Stað- an er eins hryllileg og hún nú er vegna linkulegra viðbragða öryggisráðsins og Evrópusam- bandsins og öryggisráðið er í gíslingu neitunarvalds Banda- ríkjamanna.“ Steingrímur gagnrýnir enn fremur nýlegt bréf utanríkisráð- herra til utanríkisráðherra Ísraels og segir það lyfta sjónarmiðum Ísraela um að þeir hafi rétt til sjálfsvarnar. bjorn@frettabladid.is Öryggisráðið í gísl- ingu Bandaríkjanna Steingrímur J. Sigfússon vill að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komi sam- an og krefjist tafarlauss vopnahlés fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki náðist sam- staða um tillögu hans að ályktun á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. ÓFREMD „Staðan er eins hryllileg og hún nú er vegna linkulegra viðbragða öryggisráðsins og Evrópusambandsins og öryggisráðið er í gíslingu neitunarvalds Bandaríkjamanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sem vill að ríkisstjórn Íslands hvetji til þess að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman. NORDICPHOTOS/AFP HALLDÓR BLÖNDALSTEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÍRAK, AP Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði í gær að her og lög- regla landsins myndu taka við ábyrgðinni á öryggi í öllu landinu fyrir lok þessa árs. En einn af aðstoðarmönnum forsetans bætti síðan við að hann hefði átt við „ferlið að því að taka við öryggis- málum landsins“ en ekki sjálfa yfirtökuna frá setuliði Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra. Yfirlýsing Talabanis endur- speglaði bjartsýnustu spána um það hvenær írösk stjórnvöld taka við öryggismálunum. Eins og er bera þau aðeins ábyrgð á þeim í einu af átján héruðum Íraks. Vegna þess mjög svo ótrygga ástands sem ríkt hefur í landinu að undanförnu og stöðugu skæra milli sjía og súnnía mættu þessi bjartsýnisorð forsetans efasemda- röddum. Nú er bandaríska setuliðið er að undirbúa átak til að koma betra öryggi á í Bagdad linnir ekki mannskæðum skærum. Tvær faldar sprengjur sprungu á fót- boltavelli í borginni í gær og drápu ellefu ungmenni og særðu fjórtán, að sögn lögreglu. Minnst 68 manns dóu í sprengju- og skot- árásum í Írak á þriðjudaginn. Í valnum lágu meðal annarra 20 íraskir hermenn sem dóu í árás á rútubíl og breskur hermaður sem féll fyrir sprengju skæruliða í Basra. - aa TALABANI BJARTSÝNN Forsetinn með næst- æðsta yfirmann hersins, Nasir al-Abadi, og innanríkisráðherrann Jawad al-Bolani sér við hlið á blaðamannafundi í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Talabani Íraksforseti um öryggismálin: Boðar yfirtöku um áramótin KJARAMÁL Aðgerðir lífeyrissjóð- anna eru eins og blaut tuska fram- an í öryrkja og Öryrkjabandalag Íslands að mati Sigursteins Mássonar, formanns ÖBÍ, og segir hann allar símalínur á skrifstofu samtakanna hafa verið rauðgló- andi út af málinu. Á þriðja þúsund öryrkjar fengu í vikunni bréf þess efnis að lífeyrisgreiðslur þeirra ýmist lækkuðu eða féllu niður 1. nóvember næstkomandi. Sigursteinn segir að ekki gangi að miða við neysluvísitölu þegar lífeyrissjóðir ákvarði greiðslur til öryrkja og segir réttara að miða við launavísitölu. Hann segir dæmi um að laun fólks hafi verið könnuð marga áratugi aftur í tím- ann þegar lífeyrisgreiðslur voru ákvarðaðar. „Skerðing lífeyrissjóðanna til öryrkja er algerlega á skjön við þá umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um að minnka tekju- tengingar en hér er verið að ganga harkalega fram í að skerða tekjur þessa fólks.“ Sigursteinn treystir á að aðilar lífeyrissjóðanna séu opnir fyrir að endurskoða málin því hér sé klárlega verið að ganga fram með ólögmætum hætti. Í næstu viku er boðaður upp- lýsingafundur þar sem fulltrúar ÖBÍ og lífeyrissjóðanna fara yfir málin. - hs Laun öryrkja könnuð áratugi aftur í tímann til að ákvarða lífeyrisgreiðslur: Harkaleg framganga SIGURSTEINN MÁSSON Segir aðgerðir lífeyrissjóðanna eins og blauta tusku framan í öryrkja og ÖBÍ. KJÖRKASSINN Veldur hraðakstur vélhjóla í umferðinni þér áhyggjum? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að hækka aldurstakmörk á útihátíðar? Segðu skoðun þína á Vísi.is BRUNAMÁLASTOFNUN Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Bruna- málastofnunar, týndi einn ein- staklingur lífi í eldsvoða á síðasta ári. Maðurinn lést í eldsvoða á Ísa- firði. Frá árinu 1979 hafa 49 látist í eldsvoðum eða að meðaltali 1,8 manns og því var árið í fyrra tölu- vert undir meðaltali. Eignatjón af völdum eldsvoða var um 1.640 milljónir króna árið 2005. Elds- voði í Grindavík hafði þar veruleg áhrif, en tjón af völdum hans nam um helmingi alls eignatjóns á síð- asta ári. Það er nokkuð yfir meðal- tali ef litið er á tímabilið frá 1981. - æþe Skýrsla Brunamálastofnunnar: Einn lést í elds- voða í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.