Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 74
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR54 FÓTBOLTI Samkvæmt Gazetta dello Sport á Ítalíu mun sænski fram- herjinn Zlatan Ibrahimovic vera á leið til AC Milan frá Juventus. Hann mun hafa játað tilboði þeirra en hvort Juventus sé tilbúið að selja leikmanninn á enn eftir að koma í ljós. Juventus var fyrir skömmu dæmt niður í B-deildina á Ítalíu og hefur misst hverja stór- stjörnuna á fætur annarri, nú síð- ast Patrick Vieira til Inter Milan. Í gær fékk svo AC Milan endan- lega heimild til að taka þátt í þriðju umferð forkeppni meistaradeild- ar Evrópu. - esá Zlatan Ibrahimovic: Zlatan sagði já við Milan Landsbankadeild kvenna: FYLKIR-ÞÓR/KA 3-2 KR-FH 12-0 KEFLAVÍK-STJARNAN 4-1 1. deild karla: FJÖLNIR-VÍKINGUR ÓLAFSVÍK 2-1 1-0 Ómar Hákonarson (1.), 1-1 Helgi Reynir Guð- mundsson (48.), 2-1 Ómar Hákonarson (78.), 3-1 Ómar Hákonarson (82.). KA-LEIKNIR 2-0 1-0 Janez Vrenko (4.), 2-0 Jón Gunnar Eysteins- son (86.) STJARNAN-FRAM 3-3 HAUKAR-HK 1-2 ÞRÓTTUR-ÞÓR 3-0 Meistaradeildin - Forkeppni: LEGIA VARSJÁ-FH 2-0 1-0 Aleksander Vokovic (38.) 2-0 Da Silva Edson (89.) Legia fór áfram samanlagt 3-0. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarka- hæst í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáa sína líka. „Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heimin- um í dag,“ sagði Petersson í sam- tali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búin með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamönnum Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. „Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilaði með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömd- um því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnun, sem hefur reynst mér afskaplega vel.“ Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkom- lega á meiðslunum. „Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið.“ Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. „Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leik- menn eru í mjög góðu standi.“ Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. „Þetta er orðin sagan endalausa,“ sagði hún og hló. „En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.“ - esá ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þjálfari Malmö FF segir Ásthildi Helgadóttur einn besta framherja í heimi: Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári FÓTBOLTI Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjart- ar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund ,,Tyrkjadjöful“ og sagt honum að ,,fara heim.“ Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig um að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik að það komi ekki heim og saman við sögu Hjartar. ,,Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum,“ sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guð- mundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinar- gerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guð- mundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í sam- skipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hlið- ar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hafi hótað sér lífláti og gefið sér öflugt olnboga- skot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði frá í Kastljósi Sjónvarpsins í síð- ustu viku. ,,Ég stend við það sem ég skrif- aði,“ sagði Daníel við Fréttablaðið. ,,Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frá- sögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um auka- spyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr.“ Fréttablaðið hafði einnig sam- band við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guð- mundi. ,,Ég þekki hann ekki öðru- vísi en sem mjög heiðarlegan leik- mann,“ sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Frétta- blaðið hafði samband við hann. ,,Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það,“ sagði Guð- mundur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is GUÐMUNDUR VIÐAR METE Í leik Keflavíkur gegn Lilleström í Noregi fyrr í sumar. Hann er borinn þungum sökum en vill samt ekki tjá sig. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu Guðmundur Viðar Mete var í fyrradag dæmdur í eins leiks bann fyrir framkomu sína í leik ÍA og Keflavík- ur. Hjörtur Hjartarson ber Guðmundi miður góða sögu og það gera einnig fleiri framherjar í efstu deild. Eftirfarandi setningar birtust á bloggsíðu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings: „Oft hafa menn hótað að fót- brjóta mig í leik en alltaf í ein- hverjum æsingi og í hita leiks. Þeir hafa aldrei staðið við það eða einu sinni verið nálægt því. Einn hótaði mér því sallaróleg- ur og yfirvegaður. Hann ætlaði einnig að bíða eftir mér á bíla- stæðinu eftir leik og drepa mig. Hann kallaði mig einnig aum- ingja og lélegan leikmann. (...) Kemur næst Mete. Hann kleip líka á mig risamarblett og barði mig í bringuna af öllu afli.“ (27. júlí 2006). „Guðmundur V. Mete er asni. Mér er alveg sama þó pabbi hans sé útlendingur. Það er ekki ástæðan fyrir því að hann er asni. Þetta er maður sem klípur þig svo fast í síðuna að hann þarf að gretta sig á meðan hann gerir það því átakið er svo mikið. Hann kemur viljandi 1,5 sek of seint í tæklingu til að geta meitt þig. Og síðast en ekki síst þá er hann alveg til í að gefa þér olnbogaskot þegar dómarinn horfir eitthvað annað. Hann stígur fram þegar boltinn fer fram og hamrar í bringuna á þér af öllu afli með engu tilliti til þess hversu hættulegt þetta er eða hversu óíþróttamanns- legt. Þú endar leik með verk í kassanum, hásinunum og mar- bletti á síðunni og ef þú missir stjórn á skapi þínu þá endar þú leikinn með rautt spjald líka en fíflið hangir inná af því hann er búinn að æfa þessi skítabrögð svo lengi að hann er orðinn góður í að fela þau.“ (25. júlí 2006). Blogg Daníels: Æft skíta- brögðin lengi FÓTBOLTI Miðasalan á stórleik Íslands og Spánar þann 15. ágúst er hafin en hún er nú með nýju sniði. Salan fer fram á ksi.is og á midi.is en þar geta kaupendur valið sér sæti á vellinum sem ekki hefur verið hægt áður. Kaupand- inn prentar svo út miðann og notar sem miða á völlinn. Miðaverð á leikinn er frá 800 krónum í stæði og upp í 2500 krónur í forsölunni. - hþh Stórleikur Íslands og Spánar: Miðasala hafin FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Legia frá Varsjá í gær. Pólska liðið skoraði tvö mörk, eitt í hvor- um hálfleik en Daði Lárusson varði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en Legia fór áfram samanlagt 3-0. „Þeir eru með mun sterkara lið en við, það er alveg ljóst. Ég er þó mjög stoltur af strákunum og þó svo að maður sé aldrei sáttur með að tapa er ég ánægður með okkar leik. Við sluppum fyrstu tuttugu mínúturnar, sem við vissum að yrðu erfiðar, þá var ég vongóður um að við myndum ná að læða inn marki en það tókst ekki og eftir að þeir skora var þetta orðið erfitt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, við Fréttablaðið í gær. „Við reyndum að spila fótbolta og ég er sáttur með það. Við spiluð- um tvo frábæra leiki og þetta fer bara í reynslubankann hjá liðinu. Ég tel að það sé styttra en margur heldur í að íslenskt lið komist enn lengra í Evrópukeppni,“ sagði Ólafur. - hþh FH eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í gær: Legia sterkari en FH BARÁTTAN Var til staðar í gær eins og í fyrri leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöldi en þar með lauk elleftu umferð deildarinnar sem hófst með sigri Breiðabliks á Valsstúlkum í fyrrakvöld. Í leikj- unum þremur voru skoruð 22 mörk en 275 mörk hafa nú verið skoruð í deildinni í ár. KR-stúlkur burstuðu lánlaust lið FH með tólf mörkum gegn engu á heimavelli sínum í gær en hinar hafnfirsku hafa enn ekki hlotið stig í deildinni. KR á enga möguleika á titlinum sem Valur og Breiðablik berjast nú um. Fylkisstúlkur unnu góðan sigur á KA/Þór í skemmtilegum leik sem lauk með 3-2 sigri Fylkis og þá unnu Keflavíkurstúlkur stöllur sínar í Stjörnunni 4-1. - hþh Landsbankadeild kvenna: KR burstaði FH SPENNANDI LEIKUR Fylkisstúlkur unnu góðan sigur á sameinuðu liði Þórs og KA í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.