Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 24
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Vaxtaálag á skuldabréf íslensku viðskiptabankanna þriggja hefur farið minnkandi eftir að þeir birtu afkomutölur fyrir annan ársfjórð- ung. Auk þess hefur velta á íslensk- um skuldabréfum vaxið. Er þetta rakið til jákvæðrar umsagnar nokk- urra erlenda fjármálafyrirtækja um afkomu bankanna. Sérfræðingar hjá franska bank- anum Société Génerale eru jákvæð- ir yfir þeim tölum sem litið hafa dagsins ljós og telja að dregið hafi úr neikvæðri umræðu um íslensku bankana. Þá er skilningur á starf- semi bankanna orðinn meiri sökum aukinnar umfjöllunar sérfræðinga. Staða á endurfjármögnun lítur vel út: „Það lítur út fyrir að áhætta við fjármögnun hafi minnkað í kjöl- far þess að allir þrír bankarnir hafa lokið við skuldbindingar vegna árs- ins 2006 og eru byrjaðir á fjár- mögnun vegna ársins 2007.“ Þetta birtist í minnkandi vaxta- álagi skuldabréfa bankanna á eftir- markaði sem hafði hækkað eftir birtingu sex mánaða uppgjörs KB banka sem sýndi 6,5 milljarða gengistap af verðbréfum á fjórð- ungnum. Société Génerale telur að álagið geti minnkað enn frekar hjá Glitni og Landsbankanum en undir- stöður bankanna eru betri en hjá KB banka sem er viðkvæmari fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum. Miðað við núverandi vaxtaálag liggi besta tækifæri í bréfum Landsbankans. ABN Amro tekur í sama streng og telur jákvætt hve vel gangi hjá bönkunum að mæta endurfjár- mögnunarþörf næstu missera. Credit Suisse er mjög jákvætt í garð Glitnis og getur ekki beðið um meira þegar hliðsjón er höfð af arð- semi eigin fjár á öðrum ársfjórð- ungi og eiginfjárstyrk bankans um þessar mundir. Um stöðu bankanna almennt segir Credit Suisse meðal annars: „Á árinu höfum við haldið því fram að markaðurinn hafi ofmetið áhættu íslensku bank- anna.“ Og bætir við: „Það er kom- inn tími til að þeir fjárfestar og sérfræðingar sem voru hvað nei- kvæðastir á íslensku bankana komi fram og viðurkenni að þeir hafi haft rangt fyrir sér.“ Credit Suisse mælir með að fjár- festar haldi sér í langtímastöðu í skuldabréfum íslensku bankanna. Í Financial Times kemur fram að uppgjör Glitnis, sem birt var í fyrradag, hafi dregið úr áhyggjum fjárfesta í garð íslensku bankanna sem eru vel á sig komnir þessa dagana. eggert@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.306 +0,88% Fjöldi viðskipta: 178 Velta: 3.446 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,20 -0,16% ... Alfesca 4,06 +0,00% ... Atlantic Petroleum 566,00 +0,89% ... Atorka 6,05 +0,00% ... Avion 32,30 -0,31% ... Bakkavör 47,90 +0,63% ... Dagsbrún 5,27 -0,57% ... FL Group 15,60 +1,30% ... Glitnir 17,10 +1,79% ... KB banki 710,00 +1,28% ... Landsbankinn 20,80 +0,97% ... Marel 74,40 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,90 +1,20% ... Straumur-Burðarás 15,70 +0,00% ... Össur 106,00 -0,94% MESTA HÆKKUN Vinnslustöðin +2,41% Glitnir +1,79% FL Group +1,30% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -1,26% Össur -0,94% Dagsbrún -0,57% REIKNINGARNIR GREIDDIR Uppgjör bankanna hafa fengið góða dóma erlendra markaðs- aðila. Vaxtaálag skuldabréfa bankanna hefur farið lækkandi. Jákvæð viðbrögð í kjölfar góðra uppgjöra banka Credit Suisse biður helstu gagnrýnendur bankanna um að koma fram og játa mistök sín. Ágæt staða bankanna við endurfjármögnun talin þeim til tekna. Undirstöður hjá Glitni og LÍ sagðar traustari en hjá KB banka. Hagnaður Sjóvár meira en tvöfaldast á milli ára. Sjóvá skilaði 4,1 milljarði króna í hagnað fyrir skatta á fyrri árshelmingi sem er 141 prósenta aukn- ing frá sama tíma í fyrra. Verulega dró úr halla á vátrygg- ingastarfsemi samfara lækkandi tjónahlut- falli. Hall- inn nam 271 milljón króna á tíma- bilinu saman- borið við 1.116 milljónir á fyrri hluta árs 2005. Lækkaði rekstrar- kostnaður félagsins um þrjátíu prósent á fyrri hluta ársins. Afkoma af fjárfestingastarf- semi gekk vel að sögn forsvars- manna félagsins. Sjóvá er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Milestones sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. - eþa Dregur úr halla á vátryggingarekstri ÞÓR SIG- FÚSSON, FORSTJÓRI SJÓVÁR, OG KARL WERN- ERSSON, STJÓRNAR- FORMAÐUR. MARKAÐSPUNKTAR Norræni fjárfestingabankinn, sem er í eigu Norðurlandanna auk Eystra- saltsríkjanna, hefur gert viðskipta- samkomulag við ríkisstjórn Úrúgvæ. Samkomulagið gerir fjárfestingabank- anum kleift að taka þátt í fjárfesting- um í Úrúgvæ. Verðmatsgengi Landsbankans er 26,5 krónur á hlut samkvæmt endurskoð- uðu verðmati greiningardeildar KB banka. Er það um þriggja prósenta lækkun frá síðasta verðmati KB banka á Landsbankanum. Stjórn Atlantic Petroleum hefur tekið ákvörðun um samhliða skráningu félagsins á OMX kauphöllina í Kaup- mannahöfn. Í kjölfarið munu bréf félagsins verða tvíhliða skráð, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í OMX kauphöllinni. Útsölulok 70-90% afsláttur af allri útsöluvöru Exista verðlagt Sölu KB banka á sex prósenta hlut í Exista til níu lífeyrissjóða hefur verið tekið fagnandi, enda mikilvægur liður í því að brjóta upp krosseignarhald sem mikið hefur verið til umræðu og skref í þá átt að skrá Exista á markað. Verðið sem bankinn fær er einnig gott án þess að stjórnendur bankans vilji fara nákvæmlega út í þá sálma. Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, sagði í Fréttablaðinu í gær að kaupverð hlypi á annan tug milljarða. Exista var metið á 288 milljarða króna þegar það keypti VÍS fyrr í sumar og því er ekki ósennilegt að KB banki hafi fengið 17,5 milljarða fyrir sinn snúð og leyst þar með út tæplega sex milljarða söluhagnað. Mörgum finnst þó þetta markaðsvirði Exista vera fullhátt þar sem félagið er þá töluvert verðmeira en Glitnir og Landsbankinn og frá þeim tíma hefur fjórðungshlutur þess í KB banka hefur rýrnað nokkuð. Í þessu sambandi má ekki gleyma að stóru lífeyrissjóðirnir hafa haft góða reynslu af að fjárfesta í félögum tengdum Bakkabræðrum sem eru aðaleigendur Exista. Síminn verðmætari Sú saga gengur fjöllunum hærra að ein helsta eign Exista - Síminn - sé orðin töluvert verðmætari en þegar ríkið seldi hana til Exista, KB banka og lífeyrissjóða fyrir ári síðan. Eykur það auðvitað virði Exista. Þá fékk ríkið um 67 milljarða króna fyrir sinn hlut. Spyrja menn nú hvort verðmiði verði fundinn á Símann á næstunni með þeim hætti að KB banki selji hlut sinn í félaginu til Exista og losi enn frekar um óskráðar eignir sínar. Framtíðarstefnan er sett á það að skrá Símann á markað. Sagan segir að meta megi Símann á allt að níutíu milljarða króna. Peningaskápurinn ... Velta á íbúðamarkaði í júlí dróst saman um þrjátíu prósent milli ára, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Veltan nam 10,4 milljörð- um króna í júlí samanborið við 16,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þá hefur kaupsamningum vegna íbúða fækkað að sama skapi, 427 samningum var þinglýst í júlí sam- anborið við 689 á sama tíma í fyrra. Hefur því fjölda þinglýstra samn- inga fækkað um tæp fjörutíu pró- sent milli ára. Fram kemur í Morgunkornum greiningardeildar Glitnis að verð- lækkun sé líklega framundan á íbúðamarkaði. Vaxtahækkanir, minni kaupmáttur og verri aðgang- ur íbúðakaupenda að lánsfé dragi úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá vaxi framboð hratt enda framboð nýbygginga aldrei meira. Telur greiningardeildin senni- legt að íbúðaverð lækki um fimm til tíu prósent að raunvirði á næstu tveimur árum. - jsk Velta í fasteignum snarminnkar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent á einu ári. NÝBYGGINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.