Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 78
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 gjóta 6 klaki 8 ílát 9 ósigur 11 tveir 12 sannfæringar 14 andlát 16 golf áhald 17 skjögur 18 utan 20 tveir eins 21 ríki. LÓÐRÉTT 1 rúmt 3 í röð 4 uppþot 5 örn 7 fiskur 10 blása 13 drulla 15 sjá eftir 16 að 19 ónefndur. LAUSN opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. LÁRÉTT: 2 gjóa, 6 ís, 8 ker, 9 tap, 11 ii, 12 trúar, 14 dauði, 16 tí, 17 rið, 18 inn, 20 rr, 21 land. LÓÐRÉTT: 1 vítt, 3 jk, 4 óeirðir, 5 ari, 7 sardína, 10 púa, 13 aur, 15 iðra, 16 til, 19 nn. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1. Eyrún Huld Harðardóttir 2. Halla Vilhjálmsdóttir 3. Raúl Castro Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst með Húkkaraballinu í kvöld. Hátíðin verður svo sett með form- legum hætti á morgun og stendur fram undir morgun á mánudag. Vestmannaeyingar hafa verið á fullu við undirbúning síðustu vik- urnar. Fréttablaðið hafði uppi á einum heimamanni sem lætur sig aldrei vanta í Herjólfsdalinn. „Ég held að ég hafi farið á eitt- hvað um 65 þjóðhátíðir, ég hef alla vega farið frá því ég man eftir mér,“ segir Guðjón Ólafsson frá Gíslholti. Hann segir að allir í fjölskyldunni séu mikið þjóðhá- tíðarfólk, enda hafi hann og syst- kini hans öll tengst íþróttahreyf- ingunni náið. „Það er alltaf lögð mikil áhersla á skreytingar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og þar hef ég komið nærri í áratugi,“ segir Guðjón sem hefur einbeitt sér helst að málningarvinnu fyrir hátíðina. Guðjón er orðinn sjötug- ur og segist lítið hafa verið í und- irbúningnum í ár. Hann hafi þó aðeins „flíkkað upp á Þjóðhátíð- armerkið,“ eins og hann orðar það. „Synir mínir eru alfarið tekn- ir við af mér núna.“ Guðjón á tvo syni, þá Ósvald og Ólaf Tý, og segir þá ekki þekkja annað en að taka virkan þátt í und- irbúningi Þjóðhátíðar. Sterk hefð hefur myndast hjá fjölskyldu Guðjóns og hún tengist sonunum tveimur náið. „Við erum alltaf með kjötsúpuveislu á laugardags- kvöldinu. Það er hefð sem komst á þegar strákarnir voru í skóla á Laugarvatni og hófu að koma með vini og skólafélaga hingað heim. Núorðið er þetta eiginlega opið hús og hingað kemur jafnvel fólk sem maður þekkir hvorki haus né hala á. Ætli það séu ekki allt að áttatíu manns sem mæta í kjöt- súpuveisluna og fyrir okkur er þetta hápunktur Þjóðhátíðarinn- ar,“ segir Guðjón. Guðjón hefur upplifað heil- miklar breytingar á Þjóðhátíð í þau 65 ár sem hann hefur sótt hátíðina. Hann nefnir sem dæmi að allt snúist meira um peninga nú en áður: „Það er heilmikill barningur hjá þessum fyrirtækj- um sem eru að selja í Dalnum. En menn sætta sig bara við það, enda þarf íþróttahreyfingin mikla pen- inga. Uppistaðan er auðvitað unnin í sjálfboðavinnu en maður sér samt mun. Þetta er auðvitað aðal fjölskylduhátíðin. Ég hef séð aðrar útihátíðir stæra sig af því að ókeypis sé inn fyrir ellefu ára og yngri. Hér í Eyjum hefur verið frítt inn í Dalinn fyrir börn undir fermingu alla tíð. Hér kemur fólk saman frá vöggu til grafar og það er ekk- ert sem jafnast á við Þjóðhátíð. Við höfum líka verið svo heppin að margt sama fólkið kemur ár eftir ár. Það er besta hrósið fyrir okkur Eyjamenn.“ hdm@frettabladid.is GUÐJÓN ÓLAFSSON: HEFUR FARIÐ Á UM 65 ÞJÓÐHÁTÍÐIR Í EYJUM Býður 80 manns í kjöt- súpuveislu á Þjóðhátíð FEÐGAR Í ÞJÓÐHÁTÍÐARUNDIRBÚNINGI Guðjón Ólafsson frá Gíslholti er hér fyrir miðju ásamt sonum sínum, þeim Ósvaldi og Ólafi Tý. Synirnir hafa að mestu tekið við af föður sínum í málningarvinnu fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/TRYGGVI MÁR HRÓSIÐ FÆR ...Sigmundur Einar Másson kylfingur fyrir að sigra Íslands- mótið í golfi í fyrsta sinn. Sigmundur er ungur að aldri og skaut öðrum keppendum ref fyrir rass en hann sigraði mótið með 8 höggum. FRÉTTIR AF FÓLKI Brosið á Magna okkar Ásgeirssyni hefur væntanlega breikkað til muna í gær þegar unnusta hans Eyrún Huld Haraldsdóttir og sonur þeirra Marínó komu í heimsókn til Los Angeles, þar sem þættirnir um Rockstar: Supernova eru teknir upp. Magni fékk líka óvæntan glaðning frá Íslandi en Árni Björn Helgason, sem tók upp og framleiddi þátt um áheyrnarprufur Rockstar á Íslandi, sendi söngvaranum knáa gjafakörfu eftir að hann lýsti því yfir í viðtali við Kastljósið að hann ætti ekkert til að kynna Ísland fyrir rokkþyrstum Banda- ríkjamönnum. Karfan lenti þó í einhverjum ógöng-um á leið sinni til Magna og var stöðvuð af tollayfirvöldum í Bandaríkj- unum. Karfan innihélt meðal annars harðfisk, hákarl, íslenskt brennivín, tópassnafs, nammi frá Freyju og bækur frá Eddu en það var áfengið sem fór fyrir brjóstið á bandarísk- um tollyfirvöldum. Allt fór þó vel að lokum og ætti Magni nú að geta haldið upp á hefð- bundna íslenska verslunarmannahelgi með unnustuna og barn í annarri en íslenskt góðgæti í hinni. - kh 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 Kvikmyndamiðstöð Íslands til- kynnti í gær hvaða kvikmyndir hefðu fengið styrki eða vilyrði fyrir styrk úr Kvikmyndasjóði. Fjórar kvikmyndir eru nú í tökum eða á lokastigi og fengu þær allar styrk. Mýrin eftir Baltasar Kor- mák fékk 45 milljónir, Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjólfs Björnssonar fékk fjörutíu milljón- ir og kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar, Astrópía, fékk 37 milljónir. Þá fékk framleiðslufyr- irtækið Zik Zak sjö og hálfa millj- ón fyrir þátt sinn í kvikmynd Lars Von Trier, The Boss of it All. Níu kvikmyndir fengu vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Hæsta styrkinn fékk Óvinafagnaður í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar en hún fær vilyrði upp á 72 milljónir íslenskra króna. Veðra- mót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær vilyrði upp á 44 milljónir en tökur á henni eiga að hefjast í lok ágúst. Myndin fjallar um þrjú ung- menni sem halda norður í land til að sjá um vistheimili fyrir ungt fólk. Með aðalhlutverkin fara þau Ugla Egilsdóttir, Tinna Hrafns- dóttir, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson. Í sjónvarpsflokknum fær glímukappinn Vernharður Þor- leifsson vilyrði upp á átta milljón- ir vegna sjónvarpsþáttarins Venni Páer og þá vekur athygli að þeir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson fá 375 þúsund króna handritastyrk fyrir sjónvarpsþátt- inn Pressan. Í flokki heimildarmynda fá þeir Andri Snær Magnason og Ólafur Sveinsson vilyrði upp á sjö millj- ónir fyrir kvikmynd sína Álver, virkjanir og ágóði auk þess sem True North fær tólf milljóna króna styrk fyrir myndina um ferðalag Sigur Rósar á Íslandi. Mýrin fær 45 milljónir MÝRIN Fær 45 milljónir í styrk „Eins og staðan er núna hafa 1.016 manns skráð sig í hlaupið og skráning er varla hafin í þrjá kíló- metrana. Á sama tíma í fyrra voru komnir um 500-600 manns. Þetta lofar því mjög góðu,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir hjá Reykja- víkurmaraþoni. Hlaupið er 19. ágúst næstkomandi og er útlit fyrir fyrir metþátttöku útlend- inga að þessu sinni. Anna Lilja segir að nú þegar hafi 518 útlendingar skráð sig í hlaupið. Í fyrra voru þeir um 600 en inn í töluna í ár vantar mikinn fjölda Kanadamanna. Á kanadísk- um fréttasíðum á netinu er fjallað um þátttöku þarlendra hlaupara og búist er við að Kanadamenn verði um 400 talsins. Kanadamennirnir koma á vegum sykursýkissam- taka þar í landi og safna áheitum með því að hlaupa Reykjavíkur- maraþonið. „Kanadamenn- irnir hafa komið þrjú síðustu ár. Í fyrra voru þeir með 300 manna hóp og það getur vel passað að þeir verði 400 í ár,“ segir Anna Lilja. Þegar hafa erlendir hlauparar frá 36 löndum boðað komu sína í hlaupið en í fyrra voru þátttak- endur frá 28 löndum. Meðal landa sem eiga fulltrúa í fyrsta sinn eru Singapúr, Bermúda, Eistland, Ind- land, Japan, Lettland og Brasilía. Anna Lilja segir að einnig sé búist við góðri þátttöku Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoninu, enda hefur það verið auglýst vel af aðal- styrktaraðilanum, Glitni. „Íslend- ingar hafa tekið mun fyrr við sér nú en áður. Það hefur verið mikið af heimsóknum á vefinn okkar. Ég myndi segja að það væri mikill uppgangur í hlaupum á Íslandi um þessar mundir.“ - hdm Metfjöldi útlendinga í Reykjavíkurmaraþoni BJARNI ÁRMANNSSON Bankastjóri Glitnis sýnir gott fordæmi og hleypur í Reykjavík- urmaraþoninu í ár. Hann stefnir auk þess að því að bæta tíma sinn frá því í fyrra. REYKJAVÍKURMARAÞON Mikill fjöldi tók þátt í hlaupinu í fyrra. Í ár er búist við met- þátttöku útlendinga. Sömuleiðis er búist við góðri þátttöku Íslendinga en þeir eru jafnan seinni að skrá sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Sjónvarpskönnun Fréttablaðs-ins og Vísis.is um hver sé eftirminnilegasti sjónvarps- maður Íslands hefur farið vel af stað og þegar blaðið fór í prentun höfðu rúmlega átta hundruð manns tekið þátt. Hörð barátta er á milli efstu manna en nokkuð snemma þótti ljóst að atkvæðin myndu skiptast á milli tveggja manna, þeirra Hermanns Gunnarsson- ar og Ómars Ragnarssonar. Könnunin stendur til tólf á föstudaginn en kjósendum gefst einnig kostur á að kjósa eftirminni- legasta sjónvarps- atvikið. Úrslitin verða síðan kunngjörð í laugardagsblaði Fréttablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.