Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 33 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af fjöldamorðunum í Qana í Suður-Líbanon á sunnu- dag var efnt til mótmæla í Ísrael. Talað var um fjölmenn mótmæli, tvö hundruð manns höfðu komið til fundarins! Við erfiðar aðstæð- ur, í landi þar sem stríðsástand ríkir, getur verið erfitt að halda uppi málstað friðar. Við hljótum að taka ofan fyrir því hugrakka og staðfasta fólki í Ísrael sem mótmælir ofbeldisverkum eigin herja. Þetta fólk mótmælir við óeðlilegar aðstæður. Hið eðlilega er – þegar fréttir berast af fjöldamorðum á börn- um, þau myrt á miskunnarlausan hátt – að fólk mótmæli hástöfum. Slíkt er í samræmi við réttlætis- kennd okkar flestra. Aðstæður í samtímanum geta hins vegar slegið okkur blindu eða í ein- hverjum tilvikum hrætt fólk frá því að láta til sín taka. Í okkar samtíð spyrja margir í forundran hvernig á því standi að eins lítið hafi orðið um mót- mæli gegn fjöldamorðum og ofsóknum nasista á hendur gyð- ingum og kommúnistum í Evr- ópu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Sama má segja um nauðungarflutninga, aftökur og fangelsanir í Sovétríkjunum forðum daga. Eflaust hafa menn ekki alltaf vitað gerla hvað í raun var að gerast, voru sinnulausir um það eða slegnir pólitískri blindu. Það var ekki fyrr en síðar að réttlætiskenndin vaknaði til lífs. Þá gerðust menn grjótharðir mannréttindasinnar. Verst að það var fimmtíu árum of seint. Það er áhyggjuefni að menn skuli þá fyrst verða glöggskyggn- ir á ranglætið þegar það er nógu fjarlægt, ekki síst í tíma. Nú vitum við að það er verið að myrða saklaust fólk unnvörp- um með beinum og óbeinum stuðningi Bandaríkjanna, mesta herveldis heimsins. Við fáum myndir af sundurtættum líkum barna, íbúðarhúsum, sjúkrahús- um og skólum sem jafnaðir hafa verið við jörðu. Fram kom í frétt New York Times nýlega, að Bandaríkjamenn hefðu látið flýta vopnasendingum til Ísraels vegna árásanna. Vegna þessara tengsla var efnt til fundar fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Í fjölmiðlum – sumum – kom réttilega fram að fundinn sóttu nokkur hundruð manns. Í pistlinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðs- ins, sunnudaginn 30. júlí, er reynt að gera lítið úr mætingu á fund- inn og spurt hvort „Laddi hafi séð um mannfjöldatalningu lög- reglunnar líkt og hann gerði í áramótaskaupinu?“ Það getur vel verið að á Frétta- blaðinu þyki þetta fyndið. Okkur sem sóttum fundinn þótti hann hins vegar vel mannaður, þótt það veki óneitanlega áhyggjur hvílíkt sinnuleysi margir sýna þeim stríðsglæpum sem heimur- inn verður nú vitni að í Líbanon og Palestínu og læt ég þá liggja á milli hluta afstöðu hinna sem telja ástæðu til að hafa þessi mál í flimtingum. Með því að gera lítið úr mótmælum sem þessum, er Fréttablaðið að taka afstöðu. Að vísu með hinum lítilmannlegu vopnum, hroka og kaldhæðni, en afstöðu samt. Um mætingu á mótmælafundi gegn stríðsglæpum UMRÆÐAN STRÍÐSGLÆPIR ÖGMUNDUR JÓNASSON ALÞINGISMAÐUR Hryðjuverk virka Atburðir síðustu viku eru því ein stór sigur- ganga fyrir Hizbollah. Þeir hafa ítrekað fram- ið hryðjuverk gagnvart Ísrael, dregið landið inn í stríð þar sem ljóst var að hræðilegar gagnaðgerðir Ísraels myndu kostað hundr- uð saklausra borgara lífið og náð þannig að vekja mikla athygli á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll neikvæð athygli og gagn- rýni beinist að grimmdarverkum Ísraels burt séð frá öllum hryðjuverkaárásunum og þeirri staðreynd að Hizbollah heldur vísvitandi til meðal saklausra borgara. Það er ekki von nema að þeir vilji ekkert frekar en vopnahlé núna eins og alþjóðasamfélagið hefur lagt til þar sem stríðið er unnið í þeirra augum. Andri Óttarsson á deiglan.com Minni afskipti Castro Flestir stjórnmálaskýrendur eru sammála því að Fidel Castro hafi haft mun minni afskipti af stjórnun landsins undanfarin 15 ár en áður. Hann hefur hins vegar notið þess í ell- inni að sjá vinveittar ríkisstjórnir komast til valda í sífellt fleiri löndum Rómönsku Amer- íku. Heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Kúbu árið 1996 varð til þess að styrkja ríkisstjórn- ina í sessi, en á hinn bóginn var hún einnig vatn á myllu kaþólskra andófsmanna. Þeir eru öflugasta andófshreyfingin sem starfar á Kúbu og virðast tiltölulega óháðir útlögun- um á Florida. Sverrir Jakobsson á murinn.is Forkastanleg vinnubrögð Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru mjög upplýsandi um þankagang ríkisstjórnarinn- ar. Þarna sýnir ríkisstjórnin sitt rétta andlit gagnvart eldri borgurum og um leið er hags- munasamtökum eldri borgara sýnd alveg ótrúleg vanvirðing. Með slíkum hótunum er ríkisstjórnin að neyða eldri borgara til undirskriftar að viljayf- irlýsingu sem ríkisstjórnin mun síðan flagga í aðdraganda kosninga. Að neyða Landsam- bandið til undirskriftar að yfirlýsingu sem það er ekki fyllilega ánægt með. Útspil ríkisstjórnarinnar í málefnum eldri borgara hefur ekkert með skilning ríkis- stjórnarinnar á högum eldri borgara að gera en hins vegar allt með kosningaáróður að gera. Svo hart ganga menn fram til þess að tryggja heppilegan áróður að Landsamband- inu var hótað að tækju þeir ekki þátt myndu það finna fyrir því. Ágúst Ólafur Ágústsson á agustolafur.is Engin fíflalæti Í gær var fysti dagurinn sem ég hef fengið að koma mínum sjónarmiðum á framfæri við þjóðina. Ég hef fengið alveg frábærar viðtökur Einhverjum kynni hins vegar að finnast þetta framboð mitt líta út eins og einhver fíflalæti í fjölmiðlum, en svo er ekki. Það þarf að gera fólki ljóst að það verða ekki neinar breytingar nema fólk fái að nota til fulls atkvæðisrétt sinn. Sameiginlega munum við bera sigur úr býtum. Ég vil skora á þig að skoða stefnuskrá Framsóknarflokksins. Hún er hreint frábær. En hverju sætir að þing- menn flokksins hafi farið svo hrapalega á skjön við hana? Haukur Haraldsson á fff.is AF NETINU Samstarfshópur um forvarnir BARNAVERNDARSTOFA RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN ���������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������� ��������������������� �������������������������������������������������������������� ������������������������ �������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� �������������� ���������������������������������� �������������������� AR G U S / 0 6- 04 01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.