Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 54

Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 54
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1914 Þýskaland lýsir yfir stríði á hendur Frökkum í fyrri heimsstyrjöldinni. 1940 Litháen verður aðili að Sovét- ríkjunum eftir að þau taka völdin í Eystrasaltsríkjunum. 1960 Níger fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1969 Um tuttugu þúsund manns mæta á Sumarhátíðina í Húsafellsskógi um verslunar- mannahelgina og er þetta talin fjölmennasta útihátíð sem haldin hefur verið um þessa helgi. 1975 Karl Bretaprins kemur til Íslands til þess að veiða lax í Vopnafirði. Hann veiddi 28 laxa. 1984 Ringo Starr, fyrrverandi trommuleikari Bítlanna, kemur hingað til lands og er heiðursgestur á útihátíð í Atlavík. MARTHA STEWART FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1941. „Ef maður á áhugavert og spennandi líf tel ég að svefn sé ekki aðalatriðið.“ Martha Stewart er bandarískur þáttastjórnandi og athafnakona. Kólumbus hélt af stað frá Palos á Suður-Spáni á þessum degi með það að markmiði að finna vestur- leiðina til Indlands en í för með honum voru þrjú lítil skip, Niña, Pinta og Santa María. Kólumbus fæddist árið 1451 í Genúa á Ítalíu og árið 1479 giftist hann Felipa Perestrello á Spáni og eignaðist með henni einn son. Árið 1484 fór Kólumbus á stúfana til þess að finna fjármagn fyrir Atlantshafs- siglingar sínar en varð lítið ágengt. Konungshjónin á Spáni, Isabella og Ferdinand, fjármögnuðu fyrstu Atlantshafssiglingu Kólumbusar eftir að hafa neitað honum tvisvar. Kólumbus var fullur sjálfstrausts enda hafði hann nýlega verið skipaður aðmíráll. Skipin þrjú héldu af stað frá Spáni og í stað þess að sigla vestur fyrir Azor- eyjar var siglt suður fyrir Kanaríeyjar þar sem flotinn dvaldi í mánuð. Eftir að hafa siglt um höfin í rúman mánuð kom hann loks að landi, að talið er í San Salvador. Þaðan var siglt til Kúbu og síðan til Haíti þar sem dvalist var fram í janúar og eftir erfiða heimferð kom flotinn til Spánar um miðjan mars. Kólumbus fór fjórum sinnum yfir Atlantshafið á árunum 1492 til 1504 og opnaði leið Evrópumanna að landafundum, nýlendustofnun og arðráni Ameríku. Hann hefur lengi verið talinn sá sem uppgötvaði Ameríku en margir halda því þó fram að Leifur heppni hafi orðið fyrri til þegar að hann fór til Vínlands fimm öldum áður. ÞETTA GERÐIST 3. ÁGÚST 1492 Kólumbus leggur af stað frá Spáni ÚTFARIR 11.00 Eyrún Steindórsdóttir, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkur- kirkju. 13.00 Benedikt B. Björnsson, frá Þorbergsstöðum, Öldu- granda 3, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju. 13.00 Valgerður Sigurtryggva- dóttir, Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Lilja Árnadóttir, Smáratúni 19, Selfossi, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju. 15.00 Björk Sigrún Timmermann, Ljárskógum 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 15.00 Eyjólfur Guðni Sigurðsson, Austurbergi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. AFMÆLI Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi er 54 ára. Eyjólfur Sverris- son er 38 ára. Tómas Lem- arquis leikari er 29 ára. „Þetta leggst bara vel í mig, mjög vel,“ segir Örn Grétarsson prentari, sem nýlega seldi hlut sinn í Prentsmiðju Suðurlands en nýir eigendur tóku við á þriðjudag. „Það var svolítið sérstakur hlut- hafahópur sem var í prentsmiðjunni, ég reyndar átti þetta ekki einn en átti meirihluta, og það voru orðin þrjú dán- arbú af fimm hluthöfum þannig að maður hafði svo sem ekkert sérstakt bakland. Svo eru nú aðstæður þannig í dag að eftir því sem einingin er stærri þeim mun betri þjónustu getur maður veitt,“ segir Örn en það er Prentmet sem keypti reksturinn. „Ég byrjaði þarna fyrir þrjátíu og fimm árum, ég lærði þarna prent og fór síðan að læra trésmíði en réði mig aftur árið áttatíu og fimm og í byrjun árs áttatíu og sjö tek ég við þannig að þetta eru tuttugu ár sem ég er búinn að reka þetta. Það hefur breyst alveg gífurlega mikið, miklar framfarir og tölvuvæðing,“ segir Örn. „Það er allt mögulegt, allt frá litlum nótublöðum upp í bækur,“ segir Örn þegar hann er spurður um hvað sé helst prentað á Suðurlandi. „Við gefum út Dagskrána sem hefur verið gefin út frá 1969,“ segir Örn, en tímaritinu er dreift í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og sent vítt og breitt um landið. Hann segir verk- efnin hafa verið svipuð um árin en tæknin leyfi þó miklu fjölbreyttari vinnu en áður. Með aukinni tækni hafa afköstin einnig aukist mikið en átta manns starfa nú í verksmiðjunni. Prentsmiðjan hefði orðið fimmtíu ára á næsta ári þannig að þetta er með elstu þjónustu- og iðnaðarfyrirtækjum á Suðurlandi,“ segir Örn og bætir við að markaðssvæðið sé fyrst og fremst á Suðurlandi þó það teygi anga sína víða. „Það eru yfir þrjú hundruð ár síðan prentun hófst á Suðurlandi en það hafa þó dottið upp fyrir nokkur ár inn á milli,“ segir Örn en fyrsta prentsmiðj- an á svæðinu var sett upp í Skálholti. Örn segist hafa lært prentunina upp á gamla móðinn og fyrst lært hæðar- prentun en síðar offsetprentun þegar hún tók við. Þegar hann byrjaði voru setjarar starfandi innan prentsmiðj- anna til þess að raða textanum upp og segir Örn að gríðarleg vinna hafi legið í því. „Í dag ertu með síðuna á litlum kubbi en áður var þetta stór rammi og það var heilmikið að bera eina svona síðu í vélina og ekkert grín ef menn misstu síðuna því þá þurfti að byrja upp á nýtt að raða stöfunum,“ segir Örn og hlær, en ljóst er að mikil breyt- ing hefur orðið á þeim þrjátíu og fimm árum sem Örn hefur starfað við prent- listina. gudrun@frettabladid.is ÖRN GRÉTARSSON: SELUR PRENTSMIÐJUNA Tæknin hefur breytt miklu ÖRN GRÉTARSSON Hóf störf í prentsmiðjunni fyrir þrjátíu og fimm árum og mun starfa þar áfram eftir að nýir eigendur taka við. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Njörður Svansson Fellsmúla 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja min- nast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eða heimahjúkrun Karítas. Helga Magnúsdóttir Elín Margrét Anil Thapa Andri Snær Elías Orri Helgi Alex Thapa Ástkær systir okkar Sigfríð Sigfinnsdóttir frá Grænanesi, Norðfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 11.00. Systkinin frá Grænanesi og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Valgarðs Stefánssonar. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir Ásdís Ingibjargardóttir Guðlaugur Valgarðsson Guðrún Helga Stefánsdóttir Lárus Valgarðsson Valgerður R. Valgarðsdóttir og afabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI HITABYLGJA Þau Lachay Rose- borough og Ricky Boyd hlaupa í gegnum gosbrunn til þess að kæla sig í hitabylgjunni sem geisað hefur í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.