Fréttablaðið - 03.08.2006, Page 33

Fréttablaðið - 03.08.2006, Page 33
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 3 Í SÓL OG SUMARYL SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Mikið úrval af sólgleraugum kr. 990,- Skyrtukjóll. Bæði þegar á að fara eitthvað fínt og líka bara hversdagslega. Klikkar ekki. Ekki spillir fyrir að toppa kjólinn með flottu belti. Marc Jacobs stendur á bakvið þennan.. Buxnadragt. Þær eru komnar aftur og virka bæði einlitar og teinóttar. Þessi hér er eftir hönnuðinn Tuleh. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Í sumar er hægt að skipta um stíl á hverjum degi enda mörg mismunandi þemu í gangi. Hönnuðir leita mismunandi leiða í verkum sínum. Allt frá kynþokka- fullum bandakjólum Donnu Karan til flottra buxnadragta frá Tuleh. Hver og einn getur því valið sér eigin stíl og hví ekki að skipta um nokkrum sinnum enda gengur allt. - lkg Sexí. Sumartískan hefur sjaldan verið jafn sexí þar sem bandakjólar voru áberandi. Þessi kemur frá Donnu Karan. Kimono. Þykkbotna skór og sloppar eru mjög áberandi í tískunni í sumar og ekki spilla falleg japönsk munstur fyrir. Þessi er úr smiðju Heather. Skiptu oft um stíl Saklausa stelpan. Hvítir, léttir kjólar skreytt- ir útsaum og alls kyns dúllerí. Þessi kjóll er úr smiðju Calvin Klein. Munstur. Hönnuðir voru duglegir í mikil- fenglegum munstrum þegar sumarlínan í ár var hönnuð. Þessi kjóll er eftir Roberto Cavalli. Ofurfyrirsætan Jodi Kidd kann margt annað fyrir sér en að ganga upp og niður sýningar- pallinn. Á dögunum hljóp Jodi þvert yfir hraðbraut í Bretlandi til að koma gamalli konu, sem keyrt hafði verið á, til bjargar. Hún hljóp þvert yfir nokkrar akreinar og stoppaði fyrir framan konuna til að beina umferð frá henni. Kidd vonaðist eftir því að enginn hefði þekkt hana á slysstað en heppnin var ekki með henni. Kidd vill sem minnst segja um atvikið en samkvæmt starfsmanni á St Pet- er‘s spítalanum, en þangað var gamla konan flutt, bað Kidd um að fá reglulegar fréttir af líðan konunnar. Það er greinilegt að Kidd er jafn falleg að innan sem utan. - tg Jodi Kidd bjargar gamalli konu Jodi Kidd er bæði fögur og hugrökk stúlka. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í tískuheiminum er erfitt að ná augum þeirra sem skipta máli, erfitt að slá í gegn, en það sem líklega er erfiðast er að halda sér á toppnum. Margir eru til- kallaðir og efnilegir en fáir útvaldir. Yves Saint Laurent var hjá Dior og tók við eftir dauða hans 1957. Karl Lagerfeld tók sín fyrstu skref hjá Balmain og Chloé áður en hann tók við hjá Chanel. Alber Elbez stoppaði stutt hjá YSL áður en hann sló í gegn hjá Lanvin. Sumir velja þá leið að opna sitt eigið tísku- hús(Dior, YSL, Jean-Paul Gaulti- er), aðrir finna sér leið í rótgrón- um tískuhúsum eins og Nicolas Ghesquiére hjá Balenciaga og Karl Lagerfeld hjá Chanel. Það getur hins vegar verið erfitt að fóta sig í umhverfi þar sem allt er í föstum skorðum, þar sem frægur hönnuður hefur sett eft- irminnilega mark sitt og brotið blað í tískusögunni. Þetta hefur hinum fyrrnefndu báðum tekist. Líklega hefur það þó ekki verið einfalt fyrir Karl Lagerfeld 1983 að taka við listrænni stjórn tískuhúss Chanel, tólf árum eftir dauða Gabrielle Chanel þar sem andi hennar sveif yfir vötnum á hönnunardeildinni, Rue Cambon, þar sem Coco opnaði tískuhús sitt. Karl hafði verið hönnuður Chloé og var þá þegar þekktur fyrir sitt fullkomna handbragð. Hann var ekki hræddur við þetta verkefni og tók til dæmis hinn fræga Chanel-jakka og endur- hannaði í öllum mögulegum litum eins og appelsínugulu, skær- bleiku og sægrænu. Chanel-bol- urinn er stolinn og stældur um allan heim svo og Chanel-galla- buxurnar og svo mætti áfram telja. Saga Nicolas Ghesquiére er dálítið svipuð en hann tók sér þó fyrir hendur enn erfiðara verk- efni, nefnilega að koma gömlu tískuhúsi sem stofnandinn hafði lokað aftur á toppinn. Cristóbal Balenciaga var spænskur baski og opnaði tískuhús sitt í París árið 1937. Hann var frægur fyrir kjólana með kúlupilsinu og kall- aður arkitektinn í tískuheimin- um vegna þess hversu hönnun hans var regluleg og í anda minimalisma. Ghesquiére hefur tekist að endurvinna fortíðina en um leið að skapa sinn eigin stíl og er einn vinsælasti hönn- uðurinn í dag, hannaði m.a. brúð- arkjól Nicole Kidman sem gifti sig á dögunum. Hann segir að prêt-à-porter-tískan (tilbúið til notkunar) sé miklu áhugaverð- ari en hátískan sem ætti að vera útdauð og vill heldur nota hátískutækni í hönnun sinni. Ghesquiére hefur reynt að halda eins mikilli fjarlægð og hann getur við Balenciaga sjálfan. Vetrarlína Balenciaga er þó undantekning því hún er mjög í anda stofnanda tískuhússins. Það er gert til þess að fylgja eftir sýningu á vinnu Cristóbal Balenciaga á tískusafninu á 107, Rue de Rivoli í fyrsta hverfi Par- ísar sem stendur fram í janúar 2007. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Þyrnum stráð velgengni rigningu Á móti Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Opnum kl. 8 virka daga. Sif, regnjakki, 2-12 ára 3.950 kr. 1.975 kr. Sif, regnbuxur, 2-12 ára 1.955 kr. 977 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.