Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 4

Fréttablaðið - 03.08.2006, Side 4
4 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 2.8.2006 Bandaríkjadalur 71,30 71,64 Sterlingspund 133,71 134,37 Evra 91,23 91,75 Dönsk króna 12,225 12,297 Norsk króna 11,580 11,648 Sænsk króna 9,916 9,974 Japanskt jen 0,6219 0,6255 SDR 105,94 106,58 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,1532 Gengisvísitala krónunnar ELDSVOÐI Um þrjátíu mjólkurkýr, nokkrir kálfar og ríflega tuttugu hænsn drápust í eldsvoða þegar fjós og hlaða á bænum Húsatóf- tum 1 á Skeiðum brunnu í gær- morgun. Íbúum á bænum tókst að bjarga fimm kúm, kálfafullri kvígu og kálfi. Þoka á svæðinu var slík að hvorki eldurinn né reykurinn sást frá þjóðveginum sem liggur mjög nærri bænum. Íbúar bæjarins vöknuðu við bresti þegar þak hússins var alelda. Þau fóru inn í húsið og tókst að bjarga hluta gripanna út. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um brunann klukkan hálf sjö um morguninn og voru slökkviliðsmenn komnir á svæðið skömmu síðar. Ólafur Krist- mundsson, varðstjóri hjá Bruna- vörnum Árnessýslu, segir slökkvi- starf hafa gengið vel. Aðstæður hafi verið góðar og mikil mildi að lygnt var. Ef vindur hefði staðið í vissa átt hefði eldurinn hugsan- lega getað læst sér í nálæga vöru- skemmu. Ólafur segist ekki vita til þess að jafnmargar kýr hafi drepist í eldi á landinu í seinni tíð. Um tuttugu slökkviliðsmenn voru við slökkvistarf þegar mest var, en þrjátíu menn voru alls kall- aðir út, sumir frá nálægum sveit- arfélögum. Eiginlegu slökkvistarfi lauk um klukkan átta en brunavakt var við húsið fram eftir degi. Lög- reglan á Selfossi rannsakar elds- upptök með aðstoð frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík auk þess sem rannsóknarmenn frá Neyt- endastofu kanna sérstaklega hvort kviknað hafi í út frá rafmagni. Vitað er að á einum stað í húsinu voru hitakassar fyrir hænuunga en lögreglan segir of marga mögu- leika á eldsupptökum til staðar til að hægt sé að segja til um þau strax. Húsið er ónýtt og ljóst þykir að fjárhagslegt tjón af brunanum hleypur á tugum milljóna. stigur@frettabladid.is Þrjátíu kýr drápust í bruna Margt búfjár drapst í eldsvoða á bænum Húsatóftum í gærmorgun. Þoka var á svæðinu og því varð eldsins ekki vart fyrr en íbúar vöknuðu. Eldsupptök eru enn ókunn. Fjárhagslegt tjón hleypur á tugum milljóna. ÓFÖGUR SJÓN Kýrnar sem brunnu inni voru fjarlægðar úr fjósinu síðdegis í gær. ALELDA Þak hússins var alelda þegar íbúar á bænum vöknuðu. Á myndinni sjást tvíburabræðurnir Jón og Þorgeir Vigfússynir, bræður bóndans á Húsatóftum 1 og nágrannar. FÍKNIEFNI Tveir piltar, 24 og sextán ára gamlir, voru handteknir um hálf tvö leytið í fyrrinótt með átta- tíu grömm af kannabisefnum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað efnin til sölu. Sá yngri hljóp á brott þegar lögreglan kom að mönnunum í bifreið á bílastæði hjá bensínstöð Esso við Geirsgötu. Lögreglan þekkti piltinn og komu foreldrar hans með hann niður á lögreglu- stöð skömmu síðar, eftir að lög- reglan hafði samband við þá. Pilt- arnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefna- brota. Þeir gistu í fangageymslum lögreglunnar. - mh Með kannabis á Geirsgötu: Tveir teknir með 80 grömm HÁSKÓLI Stúdentaráð Háskóla Íslands og Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema segja óásætt- anlegt að háskólar landsins hafi þurft að hafna 2500 umsóknum um háskólanám fyrir næsta haust. Ráðin segja einnig erfitt fyrir þá sem vísað hefur verið frá og munu leita á atvinnumarkað að snúa aftur til náms, enda skerðist fram- færslulán Lánasjóðs íslenskra námsmanna í hlutfalli við tekjur lánþega árið áður. SHÍ og HÍF segja alla í þjóð- félaginu eiga að hafa jafnan rétt á háskólanámi og að þróun menntunar á landinu verði nú torveldari. - sgj Stúdentaráð og HÍF: Hafna fjölda- takmörkunum HAVANA, AP Fídel Kastró kvað líða þokkalega eftir nýlegan uppskurð á meltingarfærum. Líkamlegu ástandi hans er lýst sem „stöðugu“ og andlegt ástand er talið gott. Í yfirlýsingu frá Kúbustjórn sagði jafnframt að skurðaðgerðin hefði verið áhættusöm, en að ekki væri hægt að greina frá henni nánar af öryggisástæðum. Heilsu- far Kastrós væri „ríkisleyndar- mál“ vegna þeirrar ógnar sem landinu stæði af Bandaríkjunum. Kúbverjum voru borin hvatn- ingarorð frá Kastró í gær um að láta sem ekkert hefði í skorist. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa fært Kastró bataóskir. - kóþ Ástand Kúbuleiðtogans: Kastró ber sig vel eftir aðgerð KASTRÓ-BRÆÐUR Fídel og Raúl Kastró. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FORVARNIR Femínistafélag Íslands og V-dags samtökin kynntu í gær átak til að sporna gegn nauðgun- um um verslunarmannahelgina. Í bæklingi sem dreift verður um helgina kemur fram að karl- menn eru 97 prósent gerenda nauðgana og því er engin tilviljun að athyglinni sé beint að þeim, að sögn Arnars Gíslasonar, eins tals- manns karlahóps Femínistafélags Íslands. „Í fyrsta lagi er nauðgun kyn- bundið ofbeldi, karlar eru lang- flestir gerenda, þó vitum við auð- vitað að langfæstir karla nauðga. Í öðru lagi teljum við að karlmenn séu í lykilaðstöðu til að geta haft áhrif á aðra karla í þessum mála- flokki,“ segir Arnar. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fá karlmenn til að sýna samstöðu og taka sam- ábyrgð í því að sporna við nauðg- unum“. Karlahópur femínistafélagsins mun dreifa sér á nokkra staði um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að vera sýnilegir og ganga um svæðin og spjalla við aðra karlmenn, gefa þeim barm- merki og bæklinga,“ segir Arnar. Þórey Vilhjálmsdóttir frá V- dags samtökunum segir samstarf- ið um verslunarmannahelgina til- komið vegna sömu áherslna. „Við höfum einbeitt okkur að gerendunum. Við höfum séð um kynningarmálin á meðan karlarn- ir fara út og tala við aðra karl- menn,“ segir Þórey. - æþe Samstarf karlahóps Femínistafélagsins og V-dags samtakanna gegn nauðgunum: Karlar hafi áhrif á aðra karla HÓPURINN GALVASKI Þó viðfangsefnið væri alvarlegt var létt yfir hópnum á Klambratúni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.